Stjórnlagaþing - Ráðherrum vikið frá störfum

Sett verði skýrari ákvæði um ábyrgðir ráðherra og fyrir hvaða afglöp ber að vísa ráðherra úr starfi, t.d fyrir það að fara vitandi vits með ósannindi í ræðustól Alþingis.

Aðrar hefðir eru í lýðveldum Evrópu en í konungsveldum Evrópu með afsagnir ráðherra. Í lýðveldum eins og Frakklandi og Finnlandi þar velur og skipar forsetinn ráðherrana. Þessir ráðherrar þurfa eigi að síður að hafa traust þingsins. Missi þessir ráðherrar það traust þá verða þeir að segja af sér og forseti skipar þá nýjan ráðherra. Í lýðveldum Evrópu gerist það oft að forseti víkur ráðherra og skipar nýjan þó svo ekki hafi komið fram vantraust á ráðherrann í þinginu. Ef traustið milli þings og ráðherra er farið þá er ráðherrunum vikið og nýr skipaður.

Þá hefur það oft komið fyrir að ráðuneyti forsetans missir allt traust þingsins. Þá þarf forsetinn að skipta úr stórum hluta ríkisstjórnar sinnar og í sumum tilfellum allri ríkisstjórninni.

Í konungsveldunum eru ráðherraskipti ekki eins algeng. Ráðherrar koma þá úr þingmannahópnum og sitja sem ráherrar á þingi með sama hætti og hér hefur verið. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega upp í þessum konungsveldum enda hafa þessi lönd öll stjórnlagadómstól sem stendur vörð um stjórnarskrána.

Hér heima hefur það verið eftirlátið þingmönnum og ráðherrum að ákveða og meta hvort lög, samningar við erlend ríki og aðrar stjórnarathafnir brjóti í bága við einstök ákvæði stjórnarskrárinnar. Í lýðveldum Evrópu og BNA er sérstakur stjórnlagadómstóll látinn úrskurða um slík vafaatriði.

Ástæða þess að stjórnskipunin á Íslandi hefur þróast í átt að einhvers konar "flokksræði" eða nánast "einræði", það er vegna þess að formönnum stjórnmálaflokkana sem stýra ríkisstjórninni á hverjum tíma hefur verið leyft í gegnum áratugina að túlka stjórnarskrána eins og þeim hentar. Engin hefur eða getur mótmælt eða kært það hvernig einstak ráðherrar eða þingið túlkar stjórnarskrána.

Þess vegna er svo mikil þörf á að stjórnarskráin verið endurskoðuð og með því lagður grunnur að nýrri stjórnskipan á Íslandi þar sem þrískipting valdsins að franskri / finnskri fyrirmynd er fest í sessi.

Sjá frönsku og finnsku stjórnarskrána hér á ensku:

Finnska stjórnarskráin

Franska stjórnarskráin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband