Styrktartónleikarnir í Grafarvogskirkju tókust vel - forsetinn kom og borgaði fyrir sig og frú.

Styrktartónleikarnir í Grafarvogskirkju í kvöld tókust frábærlega enda tónlistarmennirnir sem komu fram og gáfu vinnu sína einvalalið. 

Gestir kvöddu ánægðir og nokkrir höfðu á orði að þetta hefðu verið einhverjir bestu tónleikar sem þeir höfðu farið á. Þannig hefur þetta reyndar verið á hverju ári frá því við byrjuðum með þessa tónleika.

Við í Lionsklúbbnum Fjörgyn höfum í þessi átta ár sem við höfum haldið þessa tónleika alltaf sent tvo boðsmiða á Bessastaði. Forsetinn og frú hafa, fyrir utan eitt ár, alltaf mætt og alltaf kemur Ólafur og borgar fyrir þau bæði eins og aðrir gestir...    Hann fær reyndar sæti á góðum stað  :)

tónleikar 2010 veggspjald

11112010901


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband