Vefritið Svipan tekur forystu í kynningu á frambjóðendum til Stjórnlagaþings.

Vefritið Svipan hefur tekið frumkvæðið og forystuna í kynningu á þeim sem bjóða sig fram til Stjórnlagaþings. Vefritið birtir á síðum sínum í stafrófsröð nöfn allra þeirra frambjóðenda sem hafa boðið sig fram.

Vefritið gerir meira en það. Öllum frambjóðendum er boðið að kynna sig á heimasíðu þess. Frambjóðendur senda inn helstu upplýsingar ásamt mynd og svara nokkrum spurningum. Þessar upplýsingar tekur vefritið saman og birtir með mynd á síðum sínum.

Hluti þeirra sem hafa boðið sig fram hefur þegar sent inn upplýsingar og svarað spurningum Svipunnar.

Í dag er vefritið Svipan komin með stærsta gagnabankann um þá sem bjóða sig fram til Stjórnlagaþings. Vilji kjósendur kynna sér þessa frambjóðendur þá er og verður Svipan vettvangurinn.

Sjá nánar hér: Vefritið Svipan

Stóru vefritin eins og mbl.is og visir.is verða að hugsa sinn gang ætli þau að halda í hylli netnotenda á komandi misserum.

Það dugir ekki bara að fylla þessa stóru vefrit með auglýsingum og hætta að þjónusta almenning og sinna því sem helst er í gangi. 

 

 


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Hjörtur

Sammála - það stendur uppá stærri miðlana að standa sig í kynningarmálum.

Ágúst Hjörtur , 25.10.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir að láta okkur áhugasama og væntanlega kjósendur vita um þetta. Ég mun umsvifalaust kíkja inn á Svipuna.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband