Af hverju stendur Steingrímur J gegn lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur?

Á annað ár hefur verið kallað eftir úrbótum fyrir þá sem verst hafa farið út úr hruninu. Því kalli svaraði Lilja Mósesdóttir fyrir rúmu ári þegar hún lagði fram frumvarp sem fékk fljótlega nafnið lyklafrumvarpið.

IMG_0059Þetta frumvarp er að hluta að bandarískri fyrirmynd og er í grunninn þannig að þeir sem lenda í því óláni að forsendur fyrir íbúðarkaupunum bresta, atvinnumissir, veikindi eða hvað annað sem veldur, þá getur fólk skilið lyklana eftir og labbað út úr eignum sínum án þess að verða persónulega gjaldþrota. Við skulum átta okkur á því að engin labbar út úr íbúðarhúsnæði sínu nema engir aðrir kostir eru í stöðunni.

Frekar en samþykkja lyklafrumvarpið vilja alþingismenn horfa upp á þúsundir einstaklinga missa íbúðahúsnæði sitt og horfa upp á þessa einstaklinga sitja áfram uppi með lánin sem þýðir að þetta fólk fer allt beint í persónulegt gjaldþrot. Blóðhundar bankanna fá síðan það verkefni að elta þetta fólk allt þeirra líf.

Þetta fólk keypti sínar eignir í góðri trú eftir að hafa farið í greiðslumat hjá bönkunum og stendur nú frammi fyrir gjaldþroti og ríkisstjórnin ætlar sér ekkert að gera. 

Ekki bara það, Steingrímur J kemur í veg fyrir að lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur nái fram að ganga.

Hverju haldið þið að bankarnir nái hvort sem er af þessu fólki eftir að það er orðið gjaldþrota?

Bankarnir eiga að taka þessar eignir yfir og búið. Það hefur engan tilgang að gera allt þetta fólk gjaldþrota, það bætir ekki stöðu bankana og þeir hafa af því engan fjárhagslegan ávinning að elta þetta fólk alla æfi þess.

Hvers vegna ætlar þú að senda allt þetta fólk í gjaldþrot Steingrímur?

Af hverju stendur þú gegn lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur?

Mynd: Gönguleiðin upp Esju


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ástæðan tel ég einfalda. Ef slíkt frumvarp verður samþykkt mun fjöldi fólks nýta sér það. Þá verður ekki lengur hægt að fela með prósentulíkönum og föllum hver veruleikinn er. Meirihluti þjóðarinnar heldur enn að vandinn sem að þjóðinni steðjar sé lítill, að það þurfi aðeins að herða beltin í einhvern smátíma, en sér ekki að verið er að halda á floti sökkvandi Titanic þar sem að lægstu farþegarýmin eru að fyllast af sjó en farþegarnir læstir þar inni. Aðrir farþegar eru ekki látnir vita af ástandi mála.

Það er stöðugt verið að fegra andskotann.

Hrannar Baldursson, 3.10.2010 kl. 07:21

2 Smámynd: Snjalli Geir

Þetta er eina raunhæfa leiðin til þess að hjálpa venjulegu fólki til þess að byrja uppá nýtt. Þjóðfélagið er að breytast þar sem töluverður fjöldi fólks fer að lifa lífinu í gengum leppa einsog til dæmis ættingja, eignarhaldsfélög og þvíumlíkt. Kennitölur fólksins eru ónýtar en lífið heldur áfram. Lepparnir sjá um að skrifa út reikninga fyrir vinnu fólksins og kaupa eignir svo sem bíla og húsnæði. Það eina sem þarf til að þetta gangi upp er traust á milli þess sem á ónýta kennitölu og þess sem skrifar uppá. Einnig kyndir þetta undir svarta atvinnustarfsemi og hættu á að fólk verði misnotað. Þetta er nú það sem er verið að bjóða þjóðinni uppá á vegum "norrænar velferðarstjórnar". Lifið heil!

Snjalli Geir, 3.10.2010 kl. 08:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bræður verjumst og látum í okkur heyra! Austurvöllur seinnipart á morgun ef vilji er fyrir breytingu!

Sigurður Haraldsson, 3.10.2010 kl. 23:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband