Lög um ráðherraábyrgð úreld?

Nú hrópa þingmen að lög um ráðherraábyrgð séu úreld. Þau uppfylli ekki nýjustu ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og rangt sé að ákæra ráðherra á grundvelli úreldra laga.

IMG_0057Af hverju voru þessir þingmenn ekki búnir að breyta þessu lögum fyrir löngu?

Er aðgerðarleysi, skortur á frumkvæði og vanræksla þau orð sem best lýsa því sem hefur verið í gangi á Alþingi síðustu áratugi?

Ef lög um ráherraábyrgð eru löngu úreld, hvernig er staðan þá á öðrum sviðum? Erum við hér með gamalt og úrelt lagasafn sem er í engum takt við löndin hér í kring um okkur?

Eru í gildi fullt af lögum sem ekki uppfylla þær skyldur sem við tókum á okkur þegar Ísland varð aðili að mannréttindasáttmála Evrópu?

Verður það gráglettni örlaganna að fyrstu ráðherrar Íslandssögunnar verða dæmdir fyrir vanrækslu í starfi eftir gömlum og lögnu úreldum lögum. Lögum sem þessir sömu ráherrar höfðu allir einn til tvo áratugi til að breyta. Vanræksla þeirra að breyta lögum um ráðherraábyrgð verður hún til þess að þeir verða dæmdir fyrir þá vanrækslu sem rakin er í Rannsóknarskýrslu Alþingis?

Eða vildu þessir forystumenn okkar hafa þessi lög óbreytt? Var það mat þessara forystumanna og þeir sem á undan höfðu gengið að svo torsótt yrði að sækja þá til saka eftir þessum gömlu lögum að þeirra persónulegu hagsmunum var best borgið með því að hafa þau óbreytt?

Annað hvort hefur þessum lögum vísvitandi aldrei verið breytt eða þessi lög eru enn ein staðfestingin á aðgerðaleysi þingsins, skorti þess á frumkvæði og að þingið hefur vanrækt skyldur sínar að setja okkur lög sem svara kalli tímans.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, 20.9.2010 kl. 04:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband