Íslandsmeistaratitillinn í Kópavoginn

það er gaman að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara þetta árið í Kópavoginn.

Að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum þá er hvergi eins vel búið að knattspyrnunni og í Kópavogi. Kópavogur státar af tveim yfirbyggðum knattspyrnuvöllum, glæsilegri útiaðstöðu á nokkrum stöðum í bænum og þeim metnaði og kunnáttu sem þarf til að standa í fremstu röð.

Reykjavíkurliðin með sitt eina knattspyrnuhús eiga orðið ekki möguleika á móti sveitarfélögum sem tefla fram strákum sem síðustu tíu ár hafa alist upp í yfirbyggðum knattspyrnuhúsum og fengið þar inni allan þann tíma sem þeir hafa viljað.  

Við hljótum öll að óska Kópavogi til hamingju og fagna því að nýtt knattspyrnuveldi er að verða til.

Nú er bara að vona að það verði svo gamla liðið mitt í Austurbænum, HK, sem  tekur svo við. Smile

 


mbl.is Breiðablik er Íslandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með titilinn Breiðablik!

p.s. "gamla liðið mitt í Austurbænum, HK"

HK var stofnað í vesturbænum.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhann

Þú ert að tala um handknattleiksdeildina.

Ég er að tala um KK, Knattspyrnufélag Kópavogs. KK hafði starfað frá fyrir 1970 þegar nafni þess var breytt um miðjan áratuginn, kringum 1975, í ÍK, Íþróttafélag Kópavogs og fór eftir nafnabreytinguna að starfa á fleiri sviðum íþrótta. Það félag, ÍK, og knattspyrnudeild þess, gamla KK, var sameinað HK, í kring um 1990. 

Síðan þá hefur knattspyrnudeild HK aðallega starfað í Austurbænum og er í dag með sína aðstöðu þar. Þess vegna er HK "gamla liðið mitt".

Knattspyrnufélag Kópavogs, KK, og Íþróttafélag Kópavogs, ÍK, voru stofnuð í Austurbænum og höfðu í upphafi aðstöðu sína á vellinum á Víghól.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.9.2010 kl. 22:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband