AGS segir viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra að slappa af.

Eftir að hafa lesið þessa frétt af blaðamannafundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, í dag þá er AGS á mannamáli að segja eftirfarandi:

  • AGS er að segja viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra að slappa af.
  • AGS er að segja þessum mönnum að í lýðræðissamfélögum er það dómsstóla að ljúka máli eins og þessu með gengistryggðu lánin, ekki ríkisstjórnarinnar.
  • AGS er að segja að það er í góðu lagi fyrir efnahagslífið á Íslandi þó stór hluti bankana fari aftur í þrot. Þeir einu sem munu tapa á því eru núverandi eigendur bankana, eigendur sem engin veit hverjir eru. Allar innistæður eru tryggðar af ríkinu og engin mun því tapa fé sem þeir eiga í bönkunum þó bankarnir fari í þrot. Þess vegna er í lagi, þjóðhagslega, þó allt eða stór hluti bankana fari aftur í þrot.
  • AGS er að segja að það er í góðu lagi þó tekið sé til í bankakerfinu og þetta allt of stóra bankakerfi sé skorið verulega niður með gjaldþrotum. Það sé bara jákvætt og mun engu breyta fyrir þjóðarbúskapinn. Þó einhverjir bankamenn missi vinnuna þá sé ódýrara fyrir samfélagið að hafa þá á atvinnuleysisbótum skapandi engin verðmæti en á himinháum bankalaunum skapandi engin verðmæti.
  • AGS er að segja að það er jákvætt fyrir þjóðarbúskapinn að fjölskyldurnar í landinu skuli skornar niður úr skuldasnörunni sem þær eru nú í vegna þess forsendubrest sem hér varð vegna þeirrar glæpastarfsemi sem þáverandi og núverandi starfsmenn bankana stunduðu hér um árabil. Þessi skuldaaflausn muni bara hjálpa þjóðinni að ná sér á strik og auka verulega líkurnar á því að þjóðin borgi til taka peningana sem AGS lánaði þjóðinni. Þar með brosa allir hjá AGS og allir hjá vinaþjóðunum sem lánuðu okkur.
  • Hvern varðar um þessa vogunarsjóði sem keyptu skuldatryggingar bankana á sent fyrir dollarann á uppboði í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í febrúar 2009 og eiga í dag þessa banka? Það er ljóst eftir þennan blaðamannafund að AGS hefur meiri taugar til almennings á Íslandi en til eigenda þessara banka.

Í fyrsta sinn frá því AGS fór að hafa afskipti að málum hér á landi er ég sammála því sem AGS er nú að leggja til.

Ég skil vel að AGS hafi hlaupi til og haldið þennan blaðamannafund í snarhasti eftir að þeir fréttu af viðbrögðum viðskiptaráðherra, seðlabankastjóra, bankamanna og margra þingmanna og hvaða tökum þetta lið vill taka á þessum dómi Hæstaréttar rétt eins og hér á landi sé ekki neitt til sem heitir þrískipting valdsins.

Ótrúlegt að það skulu svo eftir allt vera AGS sem er sá aðili sem stendur vörð um fjölskyldurnar í landinu gegn siðblindum bankamönnum og spilltum stjórnmálamönnum sem sitja á þingi í boði bankana.

Hvern hefði grunað að það yrði svo eftir allt AGs sem sem slær skjaldborg um fjölskyldurnar í landinu á sama tíma og stjórnvöld slá, eins og alltaf áður, skjaldborg um fjármálastofnanirnar?

 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AGS er bara að passa að við skuldsetjum okkur jafnt og þétt. Það er þeirra mission.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

AGS er ekki að standa vörð um fjölskyldurnar sérstaklega, heldur réttarríkið og þar með eignarréttinn. Ekki síst til að koma í veg fyrir þjóðnýtingu á borð við þá sem ákveðinn stjórnmálaflokkur hefur boðað vegna andstöðu sinnar við erlenda fjárfestingu í orkugeiranum.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 10:13

3 identicon

Athyglisvert. AGS er þá semsagt að segja að það sé allt í fína að færa 100 milljarða frá lánþegum yfir á ríkissjóð. Ríkissjóður er jú skattgreiðendur.

Flott.

Jón Guðmunds (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það voru hátt í 200 milljarðar færðir úr ríkissjóði í hendur fjárfesta skömmu eftir hrun án nokkurrar lagaskyldu og sú ákvörðun var tekin á korteri. Síðan þá er liðið meira en eitt og hálft ár og þá loksins hefur myndast lagaskylda sem lagar mjög mikið stöðuna hjá öðrum en þeim sem var hjálpað strax við hrun, en kann hinsvegar að kosta framlag úr ríkissjóði líka, og þá er það allt í einu ofboðslega mikið mál þó menn ætlist til að farið sé að lögum. Það er engin að fara fram á ölmusu, bara réttlæti!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: A.L.F

Gaman að geta verið sammála þér Guðmundur Á, það er nefnilega hárrétt, það er engin að fara fram á ölmusu, bara réttlæti ::)

A.L.F, 29.6.2010 kl. 17:05

6 identicon

Þegar frumvarpið um verðtryggingu lána var til umræðu á Alþingi kom fram breytingartillaga um að einnig yrði heimilt að binda lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. - Breytingartillagan var felld á Alþingi og alþingismönnum, þ.m.t. Pétri Blöndal var því ljóst frá upphafi að binding íslenskra lána við gengi erlendra gjaldmiðla var ólögleg. - Hvers vegna létu alþingismenn það viðgangast í 9 ár að lögin sem þeir settu væru þverbrotin?  Hvers vegna þykjast alþingismenn nú vera hissa á dómi hæstaréttir sem dæmir einvörðungu eftir þeim lögum sem þeir sjálfir settu?

Grétar H. Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 20:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband