Auðvita verður að breyta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands að hér verði að hámarki 2% verðbólga er markmið sem bankinn getur aldrei náð nema tvennt gangi eftir:

  • Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar verði undir 2%
  • Innlendar kostnaðarhækkanir, það er innlend verðbólga verði lægri en 2%.

IMG_0035Seðlabanki Íslands getur haft áhrif á stöðuna hér heima en ræður ekkert við það sem er að gerast erlendis.

Helmingur eða um 50% af þeim vörum sem notaðar eru til að mæla verðbólgu eru innfluttar. Það þýðir að ef verðbólga á ársgrundvelli í Evrópu og USA er um 4% þá þýðir það að innfluttar vörur frá þessum löndum hækka um 4%.

Þessi 4% hækkun á innfluttum vörum þýðir að verbólgan á Íslandi á ársgrundvelli verður 2% óháð því sem er að gerist hér heima.

Sem langtímamarkmið getur Seðlabankinn aldrei náð verðbólgunni niður í 2%  ef verðbólga í Evrópu og USA er 2% til 4% nema hér heima verði stöðnun, þ.e. engar hækkanir á launum og landbúnaðarvörum. Þessu 2%  markmiði sínu getur Seðlabankinn því aldrei náð í eðlilegu árferði. Ekki á meðan við erum með þessa krónu okkar.

Ef verðbólga í Evrópu og USA er að jafnaði um 4% yfir 10 ára tímabil þá veldur það því að öll verðtryggð lán á Íslandi hafa hækkað um 20% að raungildi. Lán Evrópubúa og Bandaríkjamanna hafa hins vegar rýrnað að raungildi um 40% á sama tíma. Mikill er kostnaður almennings á Íslandi við að halda hér úti þessum sér Íslenska gjaldmiðli.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Mæla með hærri verðbólgumarkmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er skynsamleg ábending og dregur fram í hnotskurn hvers vegna tilraunir til að stýra verðlagsþróun með stýrivöxtum eru dæmdar til að mistakast.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.2.2010 kl. 09:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband