Föstudagur, 29. janúar 2010
Illa líst mér á ferð forystumanna okkar til Hollands.
Mér líst illa á að forystumenn stjórnmálaflokkana fari til fundar við embættismenn Hollendinga og Breta.
Eini tilgangur þess fundar er að draga forystumenn stjórnarandstöðunnar fram fyrir þaulæfða og þjálfaða samningamenn Breta og Hollendinga í þeim tilgangi að láta þessa erlendu sérfræðinga lesa þeim pistilinn og hóta þeim öllu illu.
Þeir fundir sem forystumönnum stjórnarandstöðunnar á Íslandi verður boðið upp á í þessari ferð verður þaulæft sjónarspil þar sem okkar menn hafa litla sem enga möguleika að verja sig og sínar skoðanir. Þessi ferð verður notuð til að ná taki á forystumönnum stjórnarandstöðunnar á Íslandi og setja á þá þumalskrúfurnar.
Þetta mál er samkvæmt stjórnarskrá komið úr höndum ríkisstjórnarinnar og úr höndum flokkana. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðslan. Felli þjóðin þennan samning í þeirri atkvæðagreiðslu þá er þetta mál úr sögunni af hálfu Íslending og engin ríkisábyrgð verður veitt á einu né neinu. Sitji Bretar og Hollendingar við sinn keip og óska samt eftir ríkisábyrgð þá eiga þeir að koma til okkar og óska eftir henni. Þeir fundir eiga þá að fara fram á Íslandi.
Í nýjum samningaviðræðum eigum við að taka inn viðræður um fjárhagstjónið sem hér varð þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum í október 2008 á Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið, Kaupþing og Landsbankann og frystu allar eignir þessar aðila inni á Bretlandi, þar á meðal gull- og gjaldeyrisforða ríkisins sem er geymdur í London. Þetta tjón má meta svipað og ef Bretar hefðu sent hingað sprengjuflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu. Okkur ber skylda til að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin hafa valdið okkur, þar með talið fall Kaupþings. Gleymum því ekki að við veðjuðum á að Kaupþing myndi ekki falla. Seðlabankinn lánaði Kaupþingi stærsta lán Íslandssögunnar, 500 milljónir evra, nokkrum dögum áður en Bretar felldu bankann með hryðjuverkalögum. Í nýjum samningaviðræðum sem við færum í að ósk Breta eigum við að bjóða þeim eftirfarandi:- Bretar láta Icesave niður falla. Á móti láta Íslendingar allar kröfur niður falla vegna þess fjárhagstjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög.
Er þetta ekki sanngjörn og eðlileg leið til að ljúka þessu máli?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Utan til funda vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Þessi ferð er auðvitað af hinu góða og vonandi skilar hún árangri í því að leysa þessa deilu sem tekið hefur alltof langann tíma stjórnvalda frá öðrum brýnum málum. Það er alltaf til bóta að fólk tali saman og vera kann að þessi ferð upplýsi ungu mennina enn frekar um alvarleika málsins sem ég tel afar mikilvægt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2010 kl. 13:23
Ég tek mjög undir með þér Friðrik, og ótast að en og aftur takist Steingrími að opinbera samstöðuleysi okkar og klaufaskap við að leysa þetta mál. Steingrími er auðvita lífsspursmál að klára þetta með sínum hætti, því að annars verður ferill hanns á frekar stuttum vængjum.
Ástæða þess að svo langan tíma hefur tekið að að fá botn í þetta mál Hólmfríður, er að stjórnvöld settu vitlaust má í forgang í upphafi og sundruðu með öllu sínu afli bæði þingi og þjóð. Ef þingi og þjóð hefði gefist næði til að hugsa, hlusta og lesa sig til um þetta mál, þá er góður möguleki á að skapast hefið sú samstaða sem þurfti til að klára þetta mál okkur til sóma. Steingrímur fær reikkninginn fyrir þetta klúður allt saman áður en líkur.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.1.2010 kl. 14:44
Sæll Hrólfur - að mínu áliti var þessi ferð afar skynsamleg og mikil nauðsyn að ungu mennirnir fengju að spreyta sig auk þess að heyra rökstuðning B&H frá fyrstu hendi. Það er hreint með ólíkindum hvernig þjóðin hefur tekið þetta mál og snúið þar öllu á hvolf. Kostnaður við stöðnun hagkerfisins sem neitun forsetans olli miðað við það að hagvöxtur væri hér 3% eru heilir 75 milljarðar á mánuði samkvæmt grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Töf í 3 mánuði kostar samkvæmt því meira en ICESAVE.
Það sér það hver maður að það er ekki nokkur glóra í þessari töf á nokkurn hátt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2010 kl. 22:49