InDefence með mótleik gegn þunglyndisrausi ríkistjórnarinnar.

Frá því forseti synjaði Icesave lögunum staðfestingar þá hafa stjórnvöld farið hamförum. Endalausar heimsenda- og hamfaraspár hafa dunið á þjóðinni. Þá hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar verið óþreytandi að úthúða þeim sem skoruðu á forsetann að hafna Icesave lögunum staðfestingar. 

IMG_0018Þessi áróður ríkisstjórnarinnar hefur dunið á þjóðinni með vaxandi þunga. Síðast í gær var fyrrum aðstoðarmaður formanns íslensku samninganefndarinnar mættur að eigin ósk í Silfur Egils til að hóta þjóðinni með eldi og brennisteini felli hún samninginn. Þessi fyrrum aðstoðarmaður Svavars Gestssonar skautaði reyndar þannig á atriðum málsins að ég skildi ekki samhengið í því sem hann var að segja. Það eina sem ég skildi voru þessar innihaldslausu hótanir sem við höfum svo oft heyrt og að það yrði bara að samþykkja þetta mál alveg óháð því að allir eru því sammála að þetta eru óréttlátir nauðasamningar sem engin vill eða ætti að samþykkja. Við yrðum samt að samþykkja þá. Ekki var þetta framlag aðstoðarmannsins til að bæta skilning minn á þessu máli.

Mig óar við ef það verða slíkir menn sem leiða umræðuna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Menn eins og alþingismaðurinn sem hótaði forsetanum í fjölmiðlum að forseti yrði að skrifa undir Icesave lögin ekki síðar en sunnudaginn 3. janúar annars hryndi Íslenski hlutabréfamarkaðurinn þegar markaðir opnuð á mánudagsmorgni. Forsetinn skrifaði ekki undir og að sjálfsögðu haggaðist hlutabréfamarkaðurinn ekkert. Allar þessar hótanir, allar þessar heimsendaspár, allt þetta þunglyndisrugl, ekkert af þessu hefur ræst. Þetta hefur allt reynst innantómt raus fólks með rangt mat og ranga sýn á stöðu mála. Ég verð nú bara að segja það, mér finnst þetta fólk sem sér svona ofboðslegt svartnætti framundan að það er eins og lífið sé nánast búið hafni þjóðin Icesave, þetta fólk eigi að leita sér aðstoðar. Það eru til lyf við svona þunglyndi.

Þess vegna fagna ég í dag þessu framlagi InDefence að fara í fundarherferð um landið. Þeir sem standa að þessu áhugamannafélagi, þeir tala skiljanlegt mál, þeir skilja út á hvað málið gengur og þeir geta miðlað þeim skilningi til annarra.

Einhver von er nú til þess að þjóðin fái líka réttar og hlutlausar upplýsingar um þetta Icesave mál.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 

 

 


mbl.is Indefence á leið í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar hins vegar að vita hverjir fjármagna þessa fundarherferð Indefence manna?  Kostar sitt, greinilega einhverjir fjársterkir aðilar sem standa þarna að baki?  Fullkomið gegnsæi, allt upp á borðum og allt það :-)

ASE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:51

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll ASE

Ef þú hefðir skrifað undir áskorun InDefence til forsetans þá hefðir þú sé að þeir sem skrifuðu undir áskorunina þeim var einnig boðið upp á að gefa frjáls framlög til félagsins. Ég geri ráð fyrir að eitthvað hafi safnast af fé inn á þann reikning þegar 60.000 manns skrifuðu undir þessa áskorun.

Þó þú, ASE, viljir reyna í skjóli nafnleyndar að kasta skugga ótrúverðugleika yfir þetta framtak þessa áhugamannafélags með því að gefa í skyn að það hljóti að standa "einhverjir fjársterkir aðilar" á bak við væntanlega fundarherferð InDefence þá er það bara í samræmi við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, stjórnsýslunar og annarra andstæðinga InDefence. Málið er aldrei rætt eða reifað, alltaf bara hótað og reynt að ræða um eitthvað annað en atriði málsins.

Ég minni á að starfsfólk stjórnarráðsins var staðið að því að hafa reynt með kerfisbundnum hætti að eyðileggja undirskriftarsöfnun Indefence með því að skrá þar inn allskonar rugl nöfn. Sjá þennan pistil hér: Vinna Adolf Hitler og Mikki Mús í stjórnarráðinu.

Þetta mál liggur ljóst fyrir. Það stendur ekki steinn yfir steini í málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar og áhangenda þeirra í þessu máli. Þess vegna hefur ríkisstjórnin reynt að leggja allt kapp á að reyna eyðileggja starf þessarar grasrótarhreyfingar sem heitir InDefence.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.1.2010 kl. 11:21

3 identicon

ASE, farðu inn á indefence.is og legðu í púkkið. Það veitir ekki af frjálsum framlögum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 11:24

4 identicon

Mér skilst að þessi aðstoðarmaður Svavars Gestssonar sem þú heyrðir í Silfri Egils heiti Huginn Freyr Þorsteinsson. Hann kom þarna fram undir nafni og mér finnst þess vegna eðlilegt að þú vísir til hans með nafni í færslunni.Mér fannst hann standa sig vel miðað við að hann er greinilega ekki vanur að tjá sig í fjölmiðlum.Ég hélt mig skilja samhengið í því sem það hann var að segja. Geir og kó sögðu já og "Guð blessi Ísland" og Jóhanna og kó líka og við hin sitjum eftir með naglasúpuna,,,,, nema kraftaverk gerist.

Færslan þín er ágæt eins og vanalega en ég er samt engu nær hvernig ég ætti að kósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ég hef marg oft farið á vefsíðu inDefence án þess að verða neins vísari. Áskrifandalistinn og fréttaklippur og mjög einhliða val á birtum greinum er það sem slær mig mest í sambandi við vefsíðuna. Þar er , að því virðist, enginn leið til að sjá hvaða viðhorf inDefence hefur til þeirra vandamála sem gætu fylgt ef við náum ekki að standa við gerða samninga við Bretland og Holland í sambandi við Icesavevandann. Ég finn t.d. ekkert á vefsíðunni um hugsanlega stöðu okkur ef við nú, korter í 12 , ákvæðum að leggja málið undir dóm (Guð einn veit hvaða dómstól) eða tökum einföldu leiðina og borgum þessum ´útlendingum ekki krónu nema við fáum einhver staðar lán á ásáttanlegum kjörum til að borga Bos og Brown lágmarkið af skuldbindingu okkar, (sem kannski var engin).

Fyrir mér liggur ekkert ljóst fyrir í sambandi við hver afstaða inDefence raunverulega er í sambandi við hvernig leysa megi Icesavemálið.Ég tel mig vita að þeir eru á móti Samningunum af því að við skuldum þessum útlendingum ekki neitt og ef við skuldum þeim eitthvað þá er það minna en við skrifuðum undir svo það þarf að semja uppp á nýtt EN HVAÐ SVO??

Ég verð að viðurkenna að mér er ekki ljóst hver stefnuskrá eða markmið grasrótarhreyfingarinnar inDefence eru. Er þetta bara mótmælahreyfing?

Agla (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Agla og takk fyrir góða athugasemd.

Ef þú lest áfram niður síðuna hjá mér þá sérð þú hver mín afstaða er og hvernig ég myndi vilja sá stjórnvöld taka á þessu máli. Í stuttu máli vil ég sjá stjórnvöld gera eftirfarandi:

  • Við höldum hér þjóðaratkvæðagreiðslu og kolfellum Icesave-2 samninginn.
  • Látum í framhaldi reyna á hvort AGS og Norðurlandaþjóðirnar hætti sínum lánveitingum. Geri þeir það þá verður bara svo að vera. Orðspor þeirra á alþjóðavettvangi mun þá bíða hnekki. Samstarf AGS og Norðurlandaþjóðanna við Ísland mun afhjúpa hið sanna eðli AGS sem handrukkarii fyrir hinnar auðugu Evrópuþjóðir. Við erum komin með um 50% af þeim lánum sem við þurftum. Seðlabankinn liggur með 460 milljarða og hefur aldrei haft meira fé milli handanna.
  • Látum lífeyrissjóðina fjármagna komandi uppbyggingu ásamt nýju erlendu bönkunum okkar. Alltaf munu fást lán til arðbærra framkvæmda. Það er eðli bankaviðskipta.
  • Vonum að það líði tvö til fjögur ár þar til Bretar og Hollendingar koma til okkar og óska eftir viðræðum um þetta Icesave mál.
  • Í þessum nýju samningaviðræðum eigum við að taka inn viðræður um  fjárhagstjónið sem hér varð þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum í október 2008 á Seðlabanka Íslands, Kaupþing og Landsbankann og frystu allar eignir þessar banka inni á Bretlandi, þar á meðal gull- og gjaldeyrisforða ríkisins sem þar var geymdur. Það tjón má meta svipað og ef Bretar hefðu sent hingað sprengjuflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu. Okkur ber skylda til að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin hafa valdið, þar með talið fall Kaupþings. Gleymum því ekki að við veðjuðum á að Kaupþing myndi ekki falla. Seðlabankinn lánaði Kaupþingi stærsta lán Íslandssögunnar nokkrum dögum áður en Bretar felldu bankann með hryðjuverkalögum.
  • Í nýjum samningaviðræðum sem við færum í að ósk Breta eigum við að bjóða þeim eftirfarandi: Bretar láta Icesave niður falla. Á móti láta Íslendingar allar kröfur niður falla vegna þess fjárhagstjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög

Þannig vildi ég að við höndluðum þetta mál, fengi ég einhverju um það ráðið.

Hvað varðar InDefence þá var þeirra markmið fyrst og fremst að koma í veg fyrir að þau mistök að þjóðin skuldbindi sig samkvæmt þeim samning sem lá fyrir. Margar leiðir eru færar í framhaldi af því. Ég bendi hér á eina.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.1.2010 kl. 22:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband