Mánudagur, 11. janúar 2010
Látum greiningarfyrirtækið Fitch Ratings ekki hræða okkur.
Sérkennileg eru þessi rök framkvæmdastjóra greiningarfyrirtækisins Fitch Ratings sem lækkaði nýverði lánshæfismat ríkisins. Við þekkjum öll hvernig þetta sama greiningarfyrirtæki gaf íslensku bönkunum hæðstu einkunnir misserin og árin fyrir hrun. Við vitum öll að þetta fyrirtæki vanmat stöðu bankana algjörlega. Allt sem þetta fyrirtæki sagði og gerði misserin og árin fyrir hrun reyndist tóm vitleysa.
Það sem mig undrar er að þetta fyrirtæki skuli enn vera starfandi. Það sem mig undrar er að enginn skuli hafa lögsótt þetta fyrirtæki fyrir að gefa út jafn villandi mat á stöðu íslensku bankana og raun bar vitni. Án efa hafa þúsundir aðila, innlánseigendur, lánadrottnar og viðskiptaaðilar, tapað stórfé á því að trúa því mati sem þetta greiningarfyrirtæki lagði á íslensku bankana þegar fyrirtækið gaf íslensku bönkunum hæstu matseinkunnir. Bera þessi greiningarfyrirtæki ekki neina ábyrgð á því sem þeir bera borð fyrir almenning?
Rökin sem Fitch ber núna á borð fyrir okkur og eiga að skýra ástæður þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfismat ríkisins niður í ruslflokka halda hvorki vatni né vindum.
Höfum þetta hér á hreinu: Lánshæfi minnkar eftir því sem skuldir er auknar. Lánshæfi eykst eftir því sem skuldir er greidar upp eða lækkaðar.
Auðvita mun lánshæfismat Íslands hækka í bráð og lengd hafni þjóðin Icesave að einhverju eða öllu leyti og minnkar þannig þær skuldir sem ríkið þarf að borga.
Látum ekki aðila sem við vitum að er ekki hægt að treysta hræða okkur og hafa áhrif á okkur.
Fjármögnun sett í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook