Voru rökin fyrir því að samþykkja ætti Icesave-2 byggð á vanmati?

Frá því forsetinn synjaði Icesave-2 lögunum staðfestingar þá hafa nær öll rök ríkisstjórnarinnar í málinu fallið. Ekkert af því sem ríkisstjórnin sagði að myndi gerast hafnaði þjóðin Icesave samningnum, hefur gerst.

18122009269Þvert á móti hafa fjöldi aðila, ritstjórar stórblaða, fræðimenn, stjórnmálamenn og nú síðast Eva Joly komið fram og sagt ákvörðun forsetans rétta. Meðal þeirra er ritstjóri víðlesnasta viðskiptablaðs heims, Financial Time of London. Þannig má áfram telja.

Að vísu lækkaði breskt matfyrirtæki lánshæfismat ríkisins um einn flokk. Hvort menn eru í neðsta sæti eða því næst neðsta skiptir ekki máli í ensku úrvalsdeildinni frekar en á þessum matslista. Staðan er í báðum tilfellum mjög slæm. Enda metur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga stöðuna þannig í fréttum dagsins. Segir þetta skipta sveitarfélögin engu máli.

Fyrir utan þessa lækkun hjá einu matsfyrirtæki þá gerðist ekkert af því sem ríkisstjórnin hafði sagt að gerðist yrði þessi Icesave samningur ekki samþykktur.

Þvert á móti þá liggur eftirfarandi fyrir eftir synjun forseta:

  • Fulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, staðhæfir að þetta Icesave mál hafi engin áhrif á starf sjóðsins hér að landi.
  • Fjármálaráðherra Noregs staðhæfir að Norðmenn muni lána Íslendingum óháð Icesave.
  • Breski utanríkisráðherrann fullyrðir að Breta muni ekki beita sér gegn Íslendingum á vettvangi AGS eða í Evrópusambandinu.
  • Almenningur í Bretlandi og Hollandi er meira og minna á sveif með Íslendingum.

Var mat ríkisstjórnarflokkanna á stöðunni svona kolrangt?

Stendur eitthvað eftir af þeim rökum í þessu máli sem ríkisstjórnin lagði á borð fyrir þjóðina?

Hefur ríkisstjórnin algjörlega vanmetið stöðu sína og þjóðarinnar í þessu Icesave máli?

Mynd: Botnsúlur.

 


mbl.is Staða forseta og stjórnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tekur greinilega ekki með í reikninginn að vitrir og sanngjarnir menn hér og erlendis hafa gengið í það að lægja öldur og forða tjóni. Það ætti að halda uns ljóst er að Íslendingar borga ekki krónu (pund). Þá fyrst geturðu metið hvort mat ríkisstjórnarinnar er rétt eða rangt.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll.

áhugavert.

AGS mun halda starfi sýnu áfram ef fjármögnun heldur.

Norðmenn bíða átekta eftir niðurstöðu, tveir ráðherrar tala í sitthvora átt.

Danir æfir, vilja hætta við lán vegna framvindu.

Erfitt að alhæfa um stuðning bresks almennings.

Á fréttaborða BBC world news stendur að samkvæmt forseta Íslands þá munu Íslendingar standa við skuldbingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.(Ólafur talar um aukinn skilning)

Eina sem er í hendi er handónýtt lánshæfi.

Andrés Kristjánsson, 7.1.2010 kl. 18:47

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Við verðum að átta okkur á því að Icesave-1 lögin voru samþykkt af þingi og staðfest af forseta. Vegna þeirra laga söfnuðust ekki undirskriftir 25% þjóðarinnar eins og gerðist með Icesave-2 lögin. 

Þingið, forsetinn og þjóðin var búin að samþykkja að borga Icesave samkvæmt Icesave-1 lögunum.

Ef hér verður aflabrestur og óáran þá veitti Icesave-1 lögin okkur efnahagslegt skjól. Ef eðlilega gengur og fyrirliggjandi efnahagsáætlanir ganga að mestu eftir þá mun þjóðin greiða þessa Icesave skuld upp að fullu samkvæmt Icesave-1.

Samkvæmt Icesave-2 er þetta efnahagslega skjól farið. Við eigum að borga þessa skuld sem mjög umdeilt er hvort okkur ber yfir höfuð að greiða, hana greiðum við að fullu óháð efnahagsástandi.

Þú verður því að átta þig á því Ómar, að það er enginn að tala um að borga ekki krónu. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.1.2010 kl. 19:08

4 identicon

Af hverju ertu að pikka í aukaatriði í athugasemd minni? Án ríkisábyrgðar borgar innstæðusjóðurinn ekki krónu. Og ríkisábyrgð er ekki veitt nema tvennt komi til: lög í landinu og samþykki lánveitenda. Í Icesave 1 lágu aðeins lögin fyrir en ekki samþykki lánveitenda, ergo engin ríkisábyrgð og ekki króna. Í Icesave 2 lágu lög fyrir og samþykki lánveitenda uns forsetinn greip inní, ergo ekki króna heldur.

Nú hefur hver gengið undir annars hönd til að tryggja að Hollendingar og Bretar fari ekki að ókyrrast fyrr en en allt ferlið hefur tekið enda. Fyrr en þá getur hvorki þú né aðrir metið hvaða afleiðingar það hefur að veita innstæðusjóðnum ekki ríkisábyrgð.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eins og hér hefur verið bent á þá hefur flest gerst sem Steingrímur varaði við. Lánshæfið fór í ruslflokk, Orkuveitan er með allar fjárfestingar í bið, framkvæmdir stöðvaðar við gagnaverið, Sveitarfélögin uggandi og svo framvegis......Og þótt efnahagslegu fyrirvararnir hafi verið þynntir þá er ennþá inni endurupptökuákvæði ef efnahagsprógram AGS hefur ekki skilað tilætluðum árangri 2015 þegar afborganir eiga að hefjast

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú tekur nokkuð stórt uppí þig Friðrik þegar þú segir að rök ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar forsetans hafi ekki staðist. Það vildi ég að satt væri en svo er því miður ekki. Ég tel að ríkisstjórnin hafi nokkuð sér vel gert sér grein fyrir afleiðingunum eins og kom á daginn. Ráðherrar hafa samt ekki staðið í orðaskaki við forsetann og stjórnarandstöðuna, en einbeitt sér þess í stað að því að lágmarka skaðann eins og kostur er. Það þrotlausa starf er farið að skila nokkrum árangri nú þegar og fyrir það ber auðvitað að þakka. Þingmenn Íhaldsins hafa líka skipt um skoðum á þjóðaratkvæðagreiðslunni eins og nærföt, sem er afar athyglisvert. Sigmundur Davíð er ekki þroskaðri stjórnmálamaður en svo að hann heldur áfram að gjamma þó hans tími sé liðinn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2010 kl. 02:07

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður.

Ég er sammála þér að einkennileg eru þessi sinnaskipti formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa afstöð þeirra að vilja nú fara í samningaviðræður. Samningsstaða okkar er miklu sterkari hafni þjóðin þessum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þá Breta og Hollending að taka á ný upp viðræður, ekki okkar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.1.2010 kl. 09:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband