Forsetinn gefur þjóðinni aðgang að beinu lýðræði í gegnum forsetaembættið.

Í dag er mikill gleðidagur fyrir lýðræðissinna á Íslandi sem hljóta að fagna þeim lýðræðisumbótum sem forsetinn hefur endanlega innleitt hér á landi. Með því að forsetinn synjar nú lögum staðfestingar í annað sinn á fimm árum eftir að hafa fengið um það tugþúsundir áskorana þá höfum við Íslendingar eignast í dag gríðarleg lýðræðisréttindi. Við höfum fengið staðfestingu á því að lýðréttindi sem við áttum ekki fyrir örfáum árum, slík réttindi eigum við í dag. Forsetinn hefur opnað þjóðinni leið að beinu lýðræði í gegnum forsetaembættið og ákvæði  Stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta.

18122009255Það að forsetinn hefur ákveðið að fara að óskum 25% atkvæðisbærra manna í landinu og senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu er mikill sigur fyrir lýðræðið í landinu.

Það fólk sem ég hlustaði á í hádegisfréttum útvarpsins og gagnrýndi harklega þessa ákvörðun forseta, það fólk verður að átta sig á því að það á ekki að beina gagnrýni sinni að forsetanum. Þetta fólk á að gagnrýna fjórða hvern kjósanda í þessu landi. Þetta fólk á að gagnrýna þessa 25% kjósenda sem skoruðu á forsetann að vísa málinu til þjóðarinnar.

Vilji menn gagnrýna forsetann fyrir eitthvað þá á að gagnrýna hann fyrir að opna þjóðinn leið að beinu lýðræði í gegnum forsetaembættið.

  • En er það ekki einmitt það sem þjóðin hefur verið að kalla eftir?
  • Að geta kosið beint um ákveðin mál?
  • Að þjóðin geti kallað eftir að ákveðin mál verði sett í þjóðaratkvæði?

Forsetinn hefur nú orðið við þessari ósk og gert forsetaembættið að farvegi fyrir beint lýðræði í landinu. Ég fagna því og það hljóta allir lýðræðissinnar að gera.

Auðvita á ekki að skipta máli hvaða mál er "tækt" í slíka atkvæðagreiðslu. Það eitt skiptir máli að ef 10% til 20% þjóðarinnar óskar eftir að fá að kjósa um málið þá á þjóðin að fá að kjósa um málið. Út á það gengur lýðræði. Þjóðin á að fá að ráða.

Þar fyrir utan þá er ábyrgðin á því að þetta Icesave mál er komið í þessa stöðu ekki á ábyrgð forsetans. Ábyrgðin á því að þetta mál er komið í þessa stöðu er tveim aðilum að kenna:

Í fyrsta lagi er ábyrgðin ríkisstjórnarinnar. Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar að hafa farið fram með þannig mál að 25% kjósenda rís upp á afturlappirnar og heimtar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í öðru lagi er ábyrgðin Breta og Hollendinga sem hafa gengið allt of hart fram í þessum samningum og breytt samningi sem átti að vera hefðbundinn milliríkjasamningur í það að vera nauðasamningur. Nauðasamningur sem þeir vissu að stór hluti þjóðarinnar gæti aldrei sætt sig við. Af hverju Bretar og Hollendingar völdu að niðurlægja okkur Íslendinga eins og gert er í þessum Icesave samningi er mér óskiljanlegt. Bretar og Hollendingar geta sjálfir kennt sér um hvernig þetta mál er nú komið.

Mynd: Kálfstindur er næst og Eldborg til hægri. Sér yfir á Hlöðufell og Þórisjökul. Aftan við Þórisjökul til vinstri er Ok en Geitlandsjökull til hægri. Langjökull nyrst. 

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála þér. Til lengdar lætur er þessi dagur sólarupprás lýðræðis í heiminum öllum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Sigrún Einars

Sólarupprás lýðræðis í heiminum öllum, góð lýsing á því sem gerðist hér í dag.  Ég legg til að 5. janúar verði gerður að alþjóðlegum fánadegi með vísan í þessi orð Arinbjarnar.

Sigrún Einars, 5.1.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að efla lýðræðið og ekki hef ég á móti því. En þessi ákvörðun forsetans er ekki varða við þann veg, því miður. Þessi ákvörðun mun verða þess valdandi að staða okkar á alþjóðavettvangi versnar til mikilla muna. Fréttir dagsins erlendis frá eru allar í þá átt, því miður. Þið sem viðjið Hrun-flokkana aftur til valda eruð auðvitað glöð í hjartanu. Til þess var allur þessi leikur líka gerður.

Uppbyggingarstarfið tefst, lánalínur stíflast, atvinnuleysi eykst, gengið fellur kannski enn frekar og skuldastaðan versnar. Mikið fagnaðarefni eða hitt þó heldur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er hárrétt og góð greining hjá þér. Forsetinn gerði það sem stjórnin gerði ekki, hlustaði á þjóðina.

Það er vonlaust að spá fyrir um afleiðingar og hvað ef... Nú vitum við hver staðan er og verðum að vinna í samræmi við það. Ef valdamikið fólk ákveður að vinna gegn þessari ákvörðun og stappa kvartandi út af þessu til lengdar, er það veikleiki sem aðrar þjóðir munu nýta gegn okkur. Við þurfum að standa saman og gera það sem er rétt. Það er ekkert flóknara, en virðist vefjast ótrúlega fyrir ráðamönnum.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 20:13

5 identicon

Hárrétt ákvörðun forsetans og samkvæm fyrri gjörðum.  Kaldar kveðjur alþjóðasamfélagsins bera lítilli lýðræðisvitund vitni, Ísland er ekki að hafna ábyrgð heldur nauðasamning.

lydur arnason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 01:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband