Færsluflokkur: Menning og listir

Tónleikar með Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Lay Low og Páli Rósinkranz verða 12. nóv. kl. 20.00

Tónleikar með Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Lay Low og Páli Rósinkranz og fleium verða haldnir í Grafarvogskirkju 12. nóvember næstktkomandi kl. 20.00.

 

tonleikar2009_veggspjald


"Sviðsbók" nýyrði fyrir "Facebook"?

SviðÉg er búinn a heyra tvö nýyrði fyrir enska orðið "Facebook". Það eru orðin "Snjáldurskinna" og "Fésbók". Ég ætla að blanda mér í þessa tillögugerð og sting hér með upp á orðinu "Sviðsbók".

Rökstuðningur: Svið er gamalt og gott orð yfir "andlit" eða sviðna kindahausa. Það hefur líka skírskotun til þess að koma fram og sýna sig og tjá. Orðið hefur mikla hefð í leiklist og allstaðar eru menn á "sviðinu" þegar þeir tjá sig. Þannig tengir nýyrðið "Sviðsbók" saman tvær merkingar í tungumálinu. Á "Facebook" birtir fólk mynd af "andliti" sínu og er í vissum skilningi á "sviði" í þessum nýju netheimum.

Orðið "Sviðsbók" er ekki notað til að lýsa öðrum hugtökum og fellur vel að málinu og getur því vel tekið við af enska orðinu "Facebook".

Ástæðan fyrir því að mér datt þetta í hug er að ég er nýbyrjaður með síðu á "Sviðsbók" og ég var áðan í Nóatúi og sá alla þessa girnilegu sviðahausa í kjötborðinu hjá þeim. Þorrinn er jú ný hafinn.

Já, mín tillaga er að við köllum "Facebook" hér eftir "Sviðsbók".


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband