Þriðjudagur, 22. desember 2009
Góðar fréttir berast af efnahagsmálum frá öllum heimshornum nema Íslandi.
Það er huggun harmi gegn að á sama tíma og við Íslendingar búum okkur undir tvö til þrjú mjög erfið kreppuár þá stígur hvert þjóðlandið fram af öðru og lýsir því yfir að kreppunni í viðkomandi landi sé lokið. Síðast voru það Bretarnir. Þeir lýstu því nú í desember yfir að kreppunni hefði formlega lokið þar í landi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þeir höfðu gert ráð fyrir 0,4% samdrætti í hagvexti á þeim ársfjórðungi en hagvöxturinn varð 0%. Þar með hafi samdráttur í hagvextinum stöðvast og gert er ráð fyrir hægum bata næstu misserin.
Evrópa, að Íslandi undanskildu, er því að sigla farsællega út úr þessu mesta samdráttarskeiði frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Almennt er talið að með samræmdum aðgerðum stjórnvalda um allan heim hafi tekist að koma í veg fyrir áhlaup kreppunnar númer tvö en mjög margir óttuðust að á þessu ári sem nú er að líða kæmi önnur kreppubylgja og harðari. Það varð ekki raunin sem betur fer og stærstu bankar heims eru nú í óða önn að skila fjármunum til baka sem þeir fengu lánaða hjá ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Þýskalandi og Bretlands.
Grikkir eru taldir standa einna verst fjárhagslega í Evrópu. Moodys var að lækka hjá þeim lánshæfismatið. Það fór í A2. Þrátt fyrir vandræði Grikklands eru þeir með margfalt betra lánshæfismat en Ísland sem er Baa3, flokki fyrir ofan ruslflokk. Það er því rétt sem Grikkir halda fram, staða þeirra er ekki sambærileg við stöðu Íslands. Á Íslandi er staðan önnur og verri.
Alþingi ætlar milli jóla og nýjárs að setja á þjóðina drápsklyfjar Icesave skuldanna og dæma þjóðina til fátæktar næsta aldarfjórðunginn.
Þjóðin er að taka hátt í fimm milljarða dollara að láni með aðstoð AGS með tilheyrandi vaxtakostnaði bara til þess eins að geta haldið í krónuna.
Við erum að taka á okkur eitthvert mesta tjón sem nokkur þjóð hefur orðið fyrir vegna gjaldeyriskreppu sem á sér ekki fordæmi í Evrópu frá stríðslokum með gríðarlegu falli krónunnar þannig að erlendur gjaldeyrir og innfluttar vörur hafa hækkað um 100%. Þetta tjón endurspeglast meðal annars í því að eignir lífeyrissjóða landsmanna var í ársbyrjun 2008 rúmir 20 milljarðar evra. Í dag eiga lífeyrissjóðirnir tæpa 10 milljarða evra.
Þá bætast við:
- hæsta verðbólga í Evrópu,
- hæstu vextir í Evrópu,
- við erum að verða ein skattpíndasta þjóð Evrópu
- og það sem versta er að vegna gengisfallsins þá eru launþegar á Íslandi orðnir þeir launalægstu í vestur Evrópu. Lægstu laun hér eru orðin mjög svipuð í evrum talið og í Póllandi.
"Allt þetta og miklu meira" fáum við fyrir það að vera að reyna að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli.
Er ekki mál að linni?
Mynd: Á Landmannaleið, við Frostastaðavatn.
Verðbólgan 7,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Allt í boði örfárra bankamanna og bankastjórnar Seðlabanka Íslands!!!!!!!!!!!!
Gubbi (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 16:10
Stór hluti landans á nú sinn hlut í þessari vitleysu.....fólk hefur hagað sér eins og asnar með peninga undanfarin ár. Allir vildu stórann jeppa og helst tvo, láta peningana "vinna fyrir sig" og fara minnst 5 sinnum til útlanda á hverju ári. Datt engum á þessu blessaða skéri til hugar að það kæmi að gjalddaga. Ég er ekki að segja að það sé þessu fólki að kenna hvernig fór.....bara að hugsanarhátturinn var ekkert svo ósvipaður og hjá "krimmunum"....bara í minna mæli. Almenn skynsemi virðist hafa gufað upp hérna fyrir nokkrum árum síðan. Fólk með smá glóru hlýtur að gera sér grein fyrir því að heil þjóð getur ekki byggt framtíð sína á hlutabréfakaupum og lánum í erlendum gjaldeyri....."come on people".
EGJ (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 17:17
Ég get ekki verið meira ósammála þér EGJ.
Við vorum hér með "falskan kaupmátt" í nokkur ár. Krónan var of hátt skráð og kaupgetan í útlöndum því mikil. Allur innfluttur varningur var hér hræódýr. Verð hans var í sögulegu lámarki og innflutningur því mikill.
Á sama tíma þá lagði þessi þjóð fyrir og sparaði miklar fjárhæðir. Hver einasti launþegi þessi lands lagði 12% til 18% af launum sínum fyrir um hver mánaðarmót og hefur gert undanfarinn aldarfjórðung.
Á sama tíma og þessi sparnaður átti sér stað þá býr 95% þjóðarinnar í eigin húsnæði og þar er líka að verða mikil eignamyndun hjá almenningi.
Þegar utanlandsferðir og bílar fara síðan á þessa gjaldeyrisútsölu sem hér var, er nema von að almenningur á Íslandi hafi varið í utanlandsferðir og kaupi bíla fyrir þá fjármuni sem þá voru afgangs í heimilisbókhaldinu?
Auðvita ekki. Hér var fyrst og fremst um að kenna þessari krónu okkar.
Ráðdeild og sparnaður hefur verið einkenni þessarar þjóðar og með honum höfum við náð að byggja upp lífeyrissjóði sem per mann eru sterkari en olíusjóðir Norðmanna.
Að halda því fram að þjóð sem ein þjóða í Evrópu hefur náð að nurla saman slíkum fjármunum með sparnaði og ráðdeild hafi "tapað almennri skynsemi" er fáránleg staðhæfing.
Það eina sem hér var að er þessi króna og þessi fáránlega miklu sveiflur sem verða á skráningu hennar sem gerir það að verkum að hér er efnahagsástandið annað hvort í ökkla eða eyra. Bílar og erlendur búnaður svo dýr að enginn getur keypt eða svo ódýr að það er ekki hægt annað en kaupa hann meðan það ástand varir.
En ekki saka þessa þjóð um að á síðasta aldarfjórðungi hafi ekki ráðdeild og sparnaður verið í hávegum hafður. Engin þjóð hefur sparað jafn mikið og Íslendingar á síðasta aldarfjórðungi.
Og minnumst þess að sjóðir Norðmanna eru ekki til komnir vegna þesskonar sparnaðar, að almenningur hafi lagt þessa fjármuni til hliðar. Norðmenn kunna ekki að spara miðað við það sem við Íslendingar erum og höfum verið að gera í gegnum lífeyrissjóðskerfið okkar. Sama gildir um aðrar þjóðir Evrópu.
Vandamálið er krónan, ekki almenningur.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 18:06
Ánægður með þig Friðrik. Þú segir það sem mig hefur lengi langað að segja. Ég hef aldrei keypt þau bullrök að íslenskur almenningur sé sökudólgurinn. Vegna krónunar og hvernig menn hafa spilað með hana þá hefur aldrei verið hægt að búa við nokkuð efnahagslegt öryggi og mun ekki verða. Tilvist krónunnar ein og sér býður uppá alla þá skollaleiki sem leiknir hafa verið með hana af íslenskum stjórnmálamönnum. Þess vegna á að taka þetta verkfæri af þeim.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.12.2009 kl. 22:25