Er þjóðin meðvirk eins og nýbarin eiginkona ofbeldismanns?

Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með umræðum um skattaívilnanir til handa fyrirtæki sem vill reisa hér gagnaver. Fyrirtækis sem er að stórum hluta í eigu þess manns sem ber hvað mesta ábyrgð á því að banki í einkaeigu veðsetti þjóðina á tæpum tveim árum fyrir um 1.500 milljarða með því að safna innlánum í Bretlandi  og Hollandi.

IMG_3752Engir menn hafa komið fram við þjóðina með slíkum hætti og það fólk gerði sem veðsetti íslensku þjóðina fyrir heilli landsframleiðslu þegar það safnaði þúsundum milljarða af sparifé almennings í Hollandi og Bretlandi inn á reikninga Landsbankans.

Engir menn hafa misþyrmt og eyðilagt orðspor íslensku þjóðarinnar á jafn afdrifaríkan hátt og það fólk sem veðsetti þjóðina fyrir Icesave.

Engir menn hafa lagt aðrar eins fjárhagslegar byrgðar á íslensku þjóðina og á börnin okkar og þessir menn gerðu þegar þeir ákváðu að safna þúsundum milljarða af sparifé Breta og Hollending inn á reikninga Landsbankans í Austurstræti.

Það að Alþingi ætli nú að taka einum af aðalleikurunum í Icesave málinu og fyrirtæki hans opnum örmum og veita því sérstakar skattaívilnanir, það er með ólíkindum.

"Það er sama hvaðan gott kemur" segir þjóðin með sprungna vör, glóðaraugu og brotin rifbein eftir spörk og högg ofbeldismannsins um leið og hann lætur glitta í dollarana sína.

Nei takk, segi ég.

Þetta fyrirtæki á ekki að fá sérstakar ívilnanir meðan þessi maður er þarna inni sem stór eigandi.

Við eigum að koma okkur út úr þessu sambandi. Hættum að láta misþyrma okkur. Skiljum á borði og sæng við þennan mann og hefjum nýtt líf án hans og hans líka. Þessu sambandi við þetta fólk verður að ljúka þó það kosti einhverjar fórnir.

Mynd: Á Landmannaleið, Dómadalsvatn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Innilega sammála og auk þess ætti þessi maður ekki að ganga laus. Fyrir löngu ætti að vera búið að frysta eignir hans og setja í farbann ef svo ólíklega vildi til að dólgurinn væri hér á landi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.12.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hefur ekki þetta fyrirtæki verið í viðræðum við stjórnvöld frá 2007. Auðvitað hefur margt breyst á þeim tíma og nú er BTB einn af þeim sem þjóðin er mjög reið við. Að mínu áliti kemur það ekki í veg fyrir að fyrirtækið hefji starfsemi, en svo má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að annar aðili taki við - kaupi hlut BTB í fyrirtækinu. Með skattaívilnanir gild ákveðnar reglur og þær ber að virða. Tilkoma þessa fyrirtækis er fagnaðarefni fyrir Suðurnesjamenn. Svo virðist að fleiri slík getu bæst við þegar lengra líður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður

Það er enginn að tala um að koma í veg fyrir að þetta fyrirtæki hefji hér starfsemi.

Það eru þessi sérstöku kjör og leynisamningar sem verið er að gera við þetta fyrirtæki og eigendur þess sem stjórnvöld standa fyrir sem mér ofbýður.

Af hverju eru þetta fyrirtæki og umræddur BTB af fá betri kjör en garðyrkjubændur landsins, fiskvinnslan o.s.frv, o.s.frv, o.s.frv.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.12.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þennan pistil.  Engar ég endurtek engar viðræður né samræður af hálfu íslenskra stjórnvalda eiga að fara fram við þennan höfuðpaur, aðrar en þær sem fjalla um endurgreiðslu hans á Icesave úr eigin digru sjóðum, og vaxtakjör á þeirri endurgreiðslu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.12.2009 kl. 10:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband