Loks búið að ganga frá endurreisn bankana.

Margir þeir erlendu sérfræðingar sem hafa tjáð sig um endurreisn bankana hafa undrast hve langan tíma endurreisn þeirra hefur tekið. Sumir þessara sérfræðinga hafa kveðið mjög fast að orði í undrun sinni og fullyrt að hvergi í heiminum hafi menn leyft sér að dunda í því jafn lengi og hér að ljúka gerð efnahagsreikninga bankana og endurfjármögnun þeirra.

IMG_3751Margir erlendir aðilar fullyrða einnig að þessi níu mánaða dráttur sem varð á fyrstu endurskoðun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, hafi fyrst og frest stafað að því að efnahagsreikningar bankana lágu ekki fyrir. Þetta var forsenda þess að AGS gæti tekið málið fyrir á fundi og samþykkt að afgreiða næsta skammt af peningum til Íslands að þessir reikningar bankana lægju fyrir. 

Til að hylma yfir eigin slóðaskap og beina athyglinni frá eigin seinagangi við að útbúa þessa reikninga þá fór stjórnsýslan að beina athyglinni annað og gefa í skyn að tafirnar á afgreiðslu mála hjá AGS væru um að kenna afstöðu AGS og Norðurlandanna til Icesave. Reynt var að finna annan sökudólg og benda á aðrar ástæður en raunverulegu ástæður þessarar seinkunar.

Það að samfélagið hefur verið hér með nánast óstarfhæft bankakerfi í 15 mánuði hefur gert mikinn skaða meiri og mikinn vanda enn verri. 

Vonandi að þess sjáist fljótlega merki að við erum aftur komin með starfhæft bankakerfi.

Mynd: Á Landmannaleið, Dómadalsvatn.

 


mbl.is Endurreisn bankanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband