Munu innviðir valdakerfis gömlu bankana falla eða standa af sér storminn?

Það er mikið áfall fyrir fyrrum eigendur og starfsmenn íslensku bankana að efnahagsbrotadeild bresku lögreglunar, SFO, ætli að fara í gang með opinbera rannsókn á Kaupþingi.

IMG_3750Í breskum fjölmiðlum í gær kom fram að þessi rannsókn gæti leitt til þess að starfsmenn bankans yrðu ákærðir í Bretlandi fyrir brot á hegningarlögum sem gæti leitt til fangelsisdóma. Fram hefur komið í breskum blöðum, að fyrrum stjórnendur Kaupþings hafi ráðið lögmannsstofuna Burton Copeland, sem sérhæfir sig í fjársvikamálum, til að gæta hagsmuna sinna vegna rannsóknarinnar.

Þessi frétt frá Bretlandi er mikið áfall fyrir það valdakerfi sem þessir bankar voru búnir að byggja upp hér heima. Þetta valdakerfi hlýtur allt að titra núna. Fyrsta alvöru áfallið sem þetta valdakerfi varð fyrir frá því í sjálfu hruninu varð 9. desember síðastliðinn þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tvo fyrrum starfsmenn Kaupþings, sjóðstjóra peningamarkaðssjóðs og skuldabréfamiðlara  í átta mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun.

Það kom mér mjög á óvart að þessir menn skyldu hafa verið dæmdir fyrir þetta hátterni. Ég átti ekki von á því að íslenskir bankamenn yrðu dæmir af íslenskum dómstólum í fangelsi. Ég hafði enga trú á því að það myndi nokkurn tíma gerast. 

Í umræddu máli voru brotin framin í ársbyrjun 2008. Margt bendir því til þess að Fjármálaeftirlitið, FME, hafi ekki kært þessa men fyrr en eftir að skipt hafði verðið um stjórn og forstjóra FME.

Áður en skipt var um stjórn og forstjóra hjá FME hafði stofnunn aldrei lagt fram ákæru af þessum toga og ég held að það hafi aldrei staðið til að FME færi að senda kærur um eitthvað misjafnt í starfsemi bankana til saksóknara. Gerði FME slík mistök þá hefði sú kæra endað hjá Valtý Guðmundssyni, ríkissaksóknara. Sonur hans er fyrrum forstjóri Exista sem var stærsti hluthafinn í Kaupþingi og einn stærsti einstaki lántakinn hjá bönkunum þrem. Þessum bát sem þetta valdakerfi bankana er, því valdakerfi myndi Valtýr aldrei rugga því sonur hans er um borð í þeim bát.

Hér stóð aldrei til að sækja neinn til saka hvað þá dæma menn til fangelsisvistar.

Það sem virðist vera að gerast er að sú valdaklíka bankana sem hér hefur komist til valda í stjórnsýslunni, í viðskiptalífinu og fjölmiðlum er að missa tökin á samfélaginu og þar með atburðarrásinni. Það virðist vera að fjara undan völdum þeirra og áhrifum.

Nú ganga þær sögur fjöllunum hærra að þeir stjórnmála- og embættismenn "sem sitja í boði bankana" á þing og í öðrum valdaembættum í stjórnsýslunni, þeir berjist nú um á hæl og hnakka við að reyna að þagga niður og hylma yfir sín fjárhagslegu tengsl við þessa banka, fyrrum eigendur þeirra, útrásarvíkingana og fyrirtæki í þeirra eigu.

Lög sem ætlunin er að setja á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er eitt blygðunarlausasta dæmið um þessa þöggun og um þessa yfirhylmingu.

Sjá einnig þennan pistil hér: Á nú að fela það í 80 ár að okkar helstu stjórnmálamenn og embættismenn þáðu mútur?

Mynd: Á Landmannaleið, Löðmundarvatn.

 


mbl.is Vill rannsókn á starfsemi Singer & Friedlander
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það má aldrei gerast að skýrslan, rannsóknin eða hlutar þeirra verði gengisfelld með lögum um leynd. Gerist það verður einfaldlega engin uppbygging í landinu. Þjóðin mun þá einfaldlega verða særð það miklu holsári að hún mun ekki jafna sig. Þingið er þá að kalla yfir sig miklar hörmungar og væringar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.12.2009 kl. 14:57

2 identicon

Mikil er skömm gerenda - margumræddra óreiðumanna - vegna aðildar sinnar að banka- og efnahagshruninu. Þessum einstaklingum er flestum ekki sjálfrátt vegna græðgi og heimsku - en rauverulegt hugarástand þeirra og ásetningur hefur nú fengist staðfestur í eftirvinnslunni.

EN meiri er skömm þeirra stjórnmálamanna sem hefa verið lýðræðislega kosnir af almenningi hér og hafa þegið ljóst og leynt mútur og ýmsar ívilnanir frá umræddum óreiðumönnum í gegnum árin - eða eins og þú orðar svo vel:  ...sem sitja í boði bankana" á þing og í öðrum valdaembættum í stjórnsýslunni...  Þarna liggja svikin.

Kjarni þessa er að fólkið í landinu hefur treyst þessum kjörnu einstaklingum að gæta hagsmuna sinna en það hefur brugðist illilega.  Í þessu liggur megin orsök reiðinnar hér. Reiðin sem beinst hefur að óreiðumönnunum er bara aukaafurð í þessu samhengi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband