Miðvikudagur, 2. desember 2009
Á nú að fela það í 80 ár að okkar helstu stjórnmálamenn og embættismenn þáðu mútur?
"Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar". Þetta kemur fram í frétt á visir.is um málið.
Ef ég ætlaði að hylma yfir og fela það að greiðslur / mútur hafi átt sér stað frá fyrirtækjum til stjórnmálamanna eða embættismanna þá myndi ég gera það með þeim hætti sem hér er lýst.
Nú er það svo að stjórnmála- og embættismenn eru opinberir starfsmenn og launakjör þeirra hafa ekki verið og eru ekki trúnaðarmál. Þeir fá laun samkvæmt opinberum kjarasamningum. Af hverju á nú að fela það í 80 ár hvaða fjárhæðir hafa verið lagðar inná þeirra persónulegu reikninga á undanförum árum? Hvað er verið að fela?
Er það svo að það hafa komið reglulega eða óreglulega háar fjárhæðir frá bönkunum eða fyrirtækum þeim tengdum eða öðrum aðilum inn á persónulega reikninga okkar helstu lykilmanna og kvenna í stjórnmálunum og stjórnsýslunni?
Ég var einmitt að bíða eftir því að Rannsóknarnefnd Alþingis kvæði upp úr með það hvort okkar helstu stjórnmála- og embættismenn hefðu þegið mútur. Um það hefur gengið þrálátur orðrómur í mörg ár. Ljóst er á öllu að rannsóknarnefndin hefur kannað þetta mál, eðlilega.
Niðurstaða þeirrar rannsóknar er sú að Alþingi vill að þær niðurstöður verið lokaðar niðri í skúffu í 80 ár.
Hvaða upplýsingar eru svo viðkvæmar, upplýsingar er varða persónuleg fjármál / launkjör opinberra starfsmanna að það þarf að setja á þær 80 ára leynd?
Er nokkuð annað sem kemur til greina en að rannsóknin hafi sýnt að okkar æðsta fólk hafi þegið ýmsar greiðslur, greiða og gjafir, með öðrum orðum mútur, og þetta sama forystufólkið sameinast nú um að þessu verði öllu leynt næstu 80 árin?
Ég neita að trúa því að þetta fólk komist upp með að leyna þessum upplýsingum!
Í hvernig samfélagi hef ég búið í öll þessi ár?
Á spillingin hér sér engin takmörk og teygir hún anga sína um alla stjórnsýsluna og inn í forystu allra flokka á Alþingi?
Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Friðrik Hansen !
Nú; ætti ekkert, að aftra okkur lengur, að grípa til allra tiltækra vopna.
Og; koma Djöfla hyskinu, af höndum okkar - hið fyrsta !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 00:28
Eitthvað verður að gera.
Það má ekki láta þetta fólk komast upp með þetta. Það verður að kveða þennan þráláta orðróm í kútinn að hér hafi allir okkar helstu forystumenn í stjórnmálum og embættismenn þegið gríðarlegar fjárhæðir frá fjölda aðila á undanförnum árum og þeir eigi allir reikninga hér heima og erlendis þar sem þetta fé er geymt.
Þessi orðrómur verður að vissu ef það á ekki að birta neinar upplýsingar um hvaða greiðslur þetta fólk þáði og frá hverjum fyrr en efir 80 ár.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 00:42
Þetta er ömulegt. Hvers konar samfélag hefur þróast hér ef þetta er rétt? "Allt uppá borðið" sagði þetta lið í vetur. Ef þetta gengur eftir þá, eins og þú segir, er það staðfesting á víðtækri spillingu meðal stjórnsýslunnar.
Við megum og getum ekki látið þetta viðgangast. Þetta er stríðsyfirlýsing við þjóðina og móðgun við réttlætið og skynsemina.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.12.2009 kl. 01:12
Nú eru Stöð 2/Vísir.is ekki áreiðanlegustu fréttamiðlar í heimi en ef þessi frétt reynist rétt þá tek ég undir með Arinbirni - þetta jafngildir stríðsyfirlýsingu við þjóðina.
Ég hef hingað til ákveðið að sýna núverandi ríkisstjórn nokkurn skilning og þolinmæði við sitt erfiða uppbyggingarstarf en ég læt ekki troða þessu þegjandi og hljóðalaust ofan í kokið á mér. Þetta er ríkisstjórnin sem ætlaði að láta "velta við öllum steinum"! Ætlaði ríkisstjórnin þá ein að fá að kíkja undir steinana en halda svo áfram að fela skítinn fyrir okkur hinum meðlimum þjóðarinnar?!
Vonandi verður þessi frétt leiðrétt. Ef ekki þá tek ég upp stríðshanskana.
Kama Sutra, 2.12.2009 kl. 02:39
Hvaða upplýsingar eru svo viðkvæmar, upplýsingar er varða persónuleg fjármál / launkjör opinberra starfsmanna að það þarf að setja á þær 80 ára leynd?
Hvað er það sem þarf að fela í 3 kynslóðir? Er þetta svo mikill fjöldi að ekki þurfi að óttast dómstól götunnar. Verðugur tekna sinna hefur ekkert að fela.
Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 04:05
Undarleg var þessi frétt í dag, þegar talið var upp hvað ákveðnar persónur og leikendur í hruninu mikla yrðu gamlar þegar síðasta leyndarmálið verður afhjúpað.
DO uþb 140 ára Jón Ásgeir 125 ára osv frv. Fáranleikinn ríður ekki við einteymning í steinnökkvanum við Austurvöll, (eins og Óskar Helgi kallar staðinn).
Er að komast á þá skoðun, að glóruleysið sé algjört þar innan dyra, þetta getur ekki endað vel.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.12.2009 kl. 08:34
Þetta er algerlega hlægilegt dæmi, þarna eru mafíurnar að baktryggja sjálfar sig... við verðum öll dauð þegar þetta verður upplýst.
Hvað eigum við að láta traðka og hrækja á okkur lengi... það er alveg ljóst að við fólkið verðum að taka málin í okkar hendur til að fyrirbyggja að sömu mafíurnar nái ekki tangarhaldi á okkur aftur.
Erum við víkingar eða veimiltítur, það er spurningin
Svo skora ég á þá sem vita af innihaldi á þessum skýrlsum að leka þeim til wikileaks.. eða verða landráðamenn
DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:43
Vel mælt, Friðrik. Við bloggum um þetta til að vekja athygli á grein þinni.
Kristin stjórnmálasamtök, 2.12.2009 kl. 17:21
Ætli leyniþjónustur EU hafi útvegað eitthvað sem gætur nýst núverandi hráefnikaupendum [hæfum meirihluta EU] Íslands sem Blackmail?
Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 20:37