Mánudagur, 30. nóvember 2009
Eftir misheppnuðustu einkavæðingu í heimi endar, á Fullveldisdaginn, helmingurinn af þjóðarauðunum í höndum útlendinga.
Eftir misheppnuðustu einkavæðingu Íslandssögunnar ef ekki heimssögunnar þá enda tveir af þrem gömlu ríkisbönkunum í höndum útlendinga.
Afleiðing einkavæðingar ríkisbankana fyrir sex árum, árið 2003, endaði með þriðja og sjötta stærsta gjaldþroti heims þegar Kaupþing og Landsbankinn féllu. Þessu til viðbótar er svo stærsta persónulega gjaldþrot heims þegar stjórnarformaður Landsbankans og ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave reikningunum lýsti sig gjaldþrota fyrr á þessu ári.
Með það í huga að þetta þrennt gerðist allt á fimm árum, stærsta persónulega gjaldþrot heims og þriðja og sjötta stærstu gjaldþrot í heimi "í flokki fyrirtækja" þá held ég það muni fáir mótmæla því mjög hátt þó ég láti það eftir mér að fullyrða að einkavæðing íslensku bankana hafi verið misheppnasta einkavæðing heimssögunnar.
En það er ekki bara íslenska þjóðin sem mun njóta ávaxtanna af þessari einkavæðingu um ókomin ár. Erlendir aðilar, bankar, sjóðir, fyrirtæki og einstaklingar hafa tapað tugum þúsunda milljarða króna.
Allar áætlanir sem hér voru uppi þegar neyðarlögin voru sett um að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna og bankarnir okkar, Seðlabankinn og viðskiptabankarnir, myndu á endanum koma mjög vel út úr þessum gjörningi sem neyðarlögin voru, öll eru þessi loforð horfin. Gufuð upp.
Í staðin er þjóðin að axla ábyrgð á skuldum þessara óreiðumana og erlendir aðilar eru að eignast tvo stærstu banka landsins. Þar með talin lán þúsunda einstaklinga, fyrirtækja, útgerðarfélaga, sveitarfélaga og orkufyrirtækja. Það eru allar líkur á því að það verði útlendingar sem munu eiga á morgun, fullveldisdaginn 1. des., stærstan hluta lána okkar Íslendinga og þar með talin þau veð sem á bak við þessi lán eru.
Með því að erlendir aðilar hafa eignast stærstan hluta í Kaupþingi og Glitni þá hafa erlendir aðilar í raun "eignast" hálft Ísland.
Á fimm árum tókst í misheppnuðustu einkavæðingu veraldarsögunnar
- að gera Seðlabankann gjaldþrota,
- veðsetja þjóðina með Icesave reikningunum um sem samsvarar landsframleiðslunni
- skuldsetja ríkissjóð um sem samsvarar landsframleiðslunni
- og þar að auki missa helming allra lána okkar Íslendinga í hendur erlendra aðila og þar með í raun um helminginn af þjóðarauðnum í hendur útlendinga.
Hvað er til ráða?
Halda áfram á braut ríkisstjórnarinnar sem gengur aðallega út á það að skuldsetja samfélagið enn meira með Icesave og lánum frá AGS?
Halda áfram að fylgja stefnu Davíðs Oddsonar með íslensku krónuna sem gjaldmiðil og einangra okkar frá Evrópu á sama hátt og búið er að einangra okkur frá Bandaríkjunum?
Nú þarf nýjar lausnir og nýtt fólk!
Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09.
Kröfuhafar eignast Arion | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Athugasemdir
HVAÐ MEÐ KANADA ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2009 kl. 23:01
Ég held við Íslendingar munum ekki horfa mikið til Bretlands eða bresku sambandsríkjanna næstu árin.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.11.2009 kl. 23:11
Góð samantekt. Nýtt fólk og nýjar lausnir? Hvoru tveggja er til. Tími þeirra er bara ekki komin - ennþá. En hann nálgast. Ég veit bara ekki hvernig hvoru tveggju kemst á framfæri???
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 1.12.2009 kl. 00:04
Hjartanlega sammála þér, texti þinn er stuttur, hnitmiðaður, og áhrifamikill, Nýtt fólk með nýjar lausnir! Ég vil bæta við "Rökréttar lausnir" Mér sýnist til dæmis fjármálaráðherrann vera úlfur í sauðagæru, með rangar áherslur í pólitík af ásettu ráði. Herdís Þorvaldsdóttir: Um sauðkindina og landið: 16 milljarða framlag til sauðfjárframleiðslu, með þeim árangri að 1000 tonn af sauðaketi offramleitt og afgangs í haust, þessar rollur hafa nagað viðkvæman fjallagróður allt sumarið til einskis, er þetta ásættanlegt? Hér má spara fjölda milljarða ef nýtt fólk sem ekki er venzlað inní sauðkindarækt, fengi tækifæri til að rétta svona pólitík af. Steingrímur kemur frá Melrakkasléttunni og hreyfir ekki við bótakerfinu, þótt allt sé í óefni þar, offramleiðsla, landeyðing ofl. sem fram kemur í grein Herdísar. Nei snillingurinn er búinn að finna hvar á að ná í nýja skatta, hirða sjómannaafsláttinn, sem eru smáaurar í samanburði við það sem á að halda áfram að henda í rolluræktina, ég spyr er þetta boðlegt, nei þetta er í besta falli ósvífið og lyktar af spillingu, burt með sauðinn.
Robert (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:07
"TIL HAMINGJU ÍSLAND" ´Hvort sem það er flutt af Silvíu Nótt, Davíð Oddssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Steingrími Hermannasyni, Geir hinum hálfnorska Haarde, Jóhönnu "minn tími mun koma", Steingrími kúvendingi úr Þistilfirði, Össuri urriðakynslífssérfræðingi eða öðrum snillingum, sem lögðu þetta land í rúst, með skammtímasjónarmiðum. Fari allt þetta lið og þeir sem ENN verja það, norður og niður. Við, sem um tíma studdum þetta fólk, ættum að eiga aðgang að einhverskonar áfallahjálp. Mikill djöfulsins bjáni gat maður verið.
Halldór Egill Guðnason, 1.12.2009 kl. 19:38
Leiðrétting: Þeim tókst þetta á minna en fimm árum.
Tek undir þetta allt nema vil draga til baka í einu - Það er svosem af ýmsu að taka af málum gegn Steingrími, en við skulum ekki blanda Icesave og AGS inn í það. Hvorutveggja eru skilgetin börn Sjálfstæðisflokksins og aflanna sem unnu með honum, Icesave var löngu ákveðið og lögfest. Ég trúi því varla að þið meinið í alvörunni að við eigum að mismuna fólki eftir þjóðerni. Hinsvegar átti ALLS EKKI að setja þessi hlægilegu og barnalegu neyðarlög.
Spáið í þeim skammsýnisgjörningi. Til að halda bankakerfinu, greiðslukortakerfinu í gangi í stuttan tíma (þannig að bankarnir opnuðu á mánudag eftir hrunhelgina), þá var þjóðinni bundinn áratuga klafi um herðar.
Rúnar Þór Þórarinsson, 2.12.2009 kl. 14:59