Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Góðar fréttir því nú er rétti tíminn til að byggja skóla
Það eru ánægjulegar fréttir að Framkvæmdasýsla ríkisins skuli vera að bjóða út hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Áætluð verklok fyrsta áfanga eru 2012 - 2013.
Ég vil sjá fleiri svona verkefni. Verkefni sem fækka þeim atvinnulausu sem margir eru úr byggingariðnaði. Verkefni sem nýta starfskrafta sem engin er að nota í dag. Starfskrafta sem hægt er að nota til að skapa og búa til verðmæti sem munu nýtast samfélaginu um ókomin ár.
Að borga mönnum laun eru vissulega meiri kostnaður en borga þeim atvinnuleysisbætur og til viðbótar kemur efniskostnaður en eftir standa mannvirkin og í þessum mannvirkjum felast mikil verðmæti fyrir utan notagildi þeirra.
Í dag fær "engin neitt" fyrir þessa 20 milljarða sem fara í atvinnuleysisbæturnar á þessu ári.
Byggingaverkefnin bíða okkar um allt.
Hvenær ætla menn að fara í gang með að ljúka þessum íbúðum sem standa í dag hálfkláraðar? Bankarnir eiga þær flestar og þar með við. Af hverju nýta menn ekki þennan slaka sem er á byggingamarkaðnum í dag og setja atvinnulausa iðnaðarmenn í að klára þessar íbúðir í rólegheitunum?
Væri það ekki skynsamlegra og betur farið sem peningana okkar en vera að borga þessum iðnaðarmönnum atvinnuleysisbætur? Við vitum að það er þörf á þessum íbúðum og þær munu á endanum seljast. Af hverju ekki að klára þær?
Ætla menn að flytja inn iðnaðarmenn í stórum stíl frá útlöndum þegar stíflan springur og allt fer hér aftur á fljúgandi ferð?
Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09.
Hönnun framhaldsskóla boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook