Embætti sérstaks saksóknara byrjað að standa undir væntingum.

Á síðustu tveim mánuðum hafa þeir atburðir gerst að ég er byrjaður að fyllast bjartsýni á að embætti sérstaks saksóknara ætli að taka á málum tengdum hruninu.

Fossvogur mÞað að frysta eigur fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins sem seldi hlutafé sitt í Landsbankanum rétt fyrir hrun var fyrsta alvöru yfirlýsing embættisins þess efnis að það verður tekið á öllum málum þar sem einhver grunur er á að um ólögmæta háttsemi hafi verið að ræða og að við rannsókn embættisins munu allir sitja við sama borð, bæði Jón og séra Jón.

Þegar sparisjóðsstjóri BYR hrökklast í dag úr starfi í kjölfar húsleitar sérstaks saksóknara nú í vikunni hjá BYR og MP banka vegna gruns um ólöglegt athæfi þá er ég byrjaður að hafa trú á þessari rannsókn og þessu embætti.

Til að endurreisa traust í samfélaginu þá þarf að draga þá til ábyrgðar sem sem brutu lög og brugðust í aðdraganda hrunsins.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að þetta fólk sé dregið til ábyrgðar og það er líka nauðsynlegt fyrir þá erlendu aðila sem hafa tapað óhemju fé á viðskiptum við íslensku bankana.

Bara þannig getum við endurreist traust hér heima og erlendis.

Ég hvet sérstakan saksóknara og samstarfsfólk hans til að láta engan bilbug á sér finna og halda óðrauð áfram.

Mynd: Horft fram Fossvoginn.

 


mbl.is Sparisjóðsstjóri Byrs í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hjartanlega sammála öllu sem hér er skrifað.

Finnur Bárðarson, 26.11.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef haft fulla trú á sérstökum saksóknara alveg frá upphafi. Uppskeran er líka byrjuð að koma í ljós.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.11.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hafði nákvæmlega enga trú á að það ætti að taka á þessum málum.

Ég er mjög sáttur ef ég það kemur í ljós að það reynist rangt mat.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.11.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Vonum bara að þetta verði ekki spörkum í þá litlu en látum þá stóru stóru lifa, alla vega ætla ég ekki að lofa þessa rannsókn fyrr en búið verður að taka á þeim stóru þó svo að þetta sé smá hænu fet.

Einar Þór Strand, 27.11.2009 kl. 09:11

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Eitt og eitt hænuskref r það sem embættið virðist taka en það er bar í lagi ef að árangurin verður einhver, þarna er náttúrulega fullt af málum sem þarf að skoða vel og vandlega áður en menn geta aðhafst - ég eins og aðrir sem hér hafa tjáð sig fagna þessum skrefum og vona að þau verði sem flest og eins og þú segir Friðrik að ekki verði farið að sneiða hjá einum og einum útaf einhverjum tengslum.

Gísli Foster Hjartarson, 27.11.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Við þurfum nýjan pistil frá þér.

Múr heimskunnar hjá Ruv og víðar er að bresta.

Og þú ert góður í að meitla í gegn.

En annars er ég mikið sammála þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 18:25

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála. Loksins fer að glitta í réttlætið. Maður var orðin hálfvonlaus en þessi mál taka vissulega tíma og betra er að vanda til verks og fá niðurstöður sem hægt er að treysta.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.11.2009 kl. 11:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband