Spáð er hagvexti um allan heim á næsta ári.

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gerir ráð fyrir að öll helstu efnahagssvæði heimsins rétti úr kútnum á næsta ári. Eftir samdrátt á þessu ári spáir OECD að hagvöxtur í BNA verði 2,5%. Þá telur stofnunin að líkur á annarri dýfu í efnahagkerfi heimsins hafi minnkað verulega frá því var fyrir misseri síðan.

Fossvogur fSjá þetta viðtal hér. http://www.youtube.com/watch?v=XWf1Mq9DbfY&feature=player_embedded

OECD spáir reyndar samdrætti hér á landi á næsta ári upp á 2,1% þannig að gert er ráð fyrir að við skerum okkur úr hvað þetta varðar frá öðrum löndum Evrópu. Við vitum líka að lítið þarf að koma til þannig að þetta lítill samdráttur verið að hagvexti. Þennan samdrátt er hægt að þurrka út með nýjum fjárfestingum, framkvæmdum og aukum útflutningi. Verði eitthvað af þeim mörgu verkefnum sem horft er til að veruleika og verði eitthvað úr þeirri miklu nýsköpun sem unnið er að þá gætum við jafnvel fengið hagvöxt þegar á næsta ári.

Hvernig svo sem litið er á málin þá er bjart yfir stærstu hagkerfum heims og þau sjá öll fram á hagvöxt þegar á næsta ári þó svo ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki mikið á næsta ári. 

Það versta virðist því afstaðið í þessari dýpstu kreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Þessu ber að fagna.

Mynd: Við Fossvoginn, nýbygging HR, 1.11.09.

 


mbl.is OECD spáir hagvexti hér 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan atvinnuleysi annaðhvort eykst eða stendur í stað á ýmsum svæðum í Evrópu og Bandaríkjunum og eftirspurn er jafnvel enn að dragast saman, þá eru þessar spár ótraustar. Þetta er frekar til marks um að stjórnmála- og bankamenn séu að reyna að tala kjark hvor í annan. Ekkert sérstaklega sannfærandi frekar en margt annað þessa dagana.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 13:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband