Ungverjum tókst á einu ári það sem okkur tókst ekki, losna við AGS.

Ungverjar lentu í miklum fjárhagerfiðleikum fyrir um ári síðan og þurftu að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, um aðstoð eins og við Íslendingar.

Fossvogur dÁ því ári sem liðið er hafa Ungverjar náð að fylgja sínum  áætlunum það vel að "þeir ætla ekki að þiggja næstu útborgun á láni frá AGS og munu fresta því að þiggja frekari aðstoð frá Evrópusambandinu, að sögn Peter Oszko, fjármálaráðherra Ungverjalands".

Ungverjar hafa lækkað stýrivexti, eru búnir endurreisa bankana, setja inn í þá fé og búnir að styrkja lagaumhverfi þeirra. Ungverjar eru komnir á beinu brautina.

Auðvita eru aðstæður aðrar. Tjón okkar er hlutfallslega miklu meira. 85% allra fjármálastofnanna hér urðu gjaldþrota en það versta er þó gjaldeyriskreppan. 50% lækkun krónunnar sem þýðir 100% hækkun á erlendum gjaldeyri, erlendum lánum og innfluttum vörum og þjónustu.

En samt...

Mynd: Við Fossvoginn, 1.11.09.

 


mbl.is Ungverjar afþakka lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Við hvort tengjum við átthagfjötra eða vistarböndin?

Andrés Kristjánsson, 17.11.2009 kl. 02:10

2 identicon

Ungverjar eru í ESB, en það örvar efnahaginn hjá þeim eins og kemur fram í fréttinni. Þar sem vörur þeirra hafa tollfrjálsan aðgang að evrusvæðinu og öðrum löndum sem eru í ESB með þeim.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 02:37

3 identicon

Ungverjar eru með stjórnvöld með viti og sem þora að framkvæma, ekki við Íslendingar.  Þeir gerðu það sem við gætum gert, en þorum ekki að gera því núverandi stjórnvöld láta kúga sig vegna guðhræðslu við ESB.

Ungverjar gerðu einfaldlega það sem við ættum að gera í efnahagsmálum, en við þorum bara ekki að gera þetta.

Og Jón Frímann, við erum með tollfrjálsan aðgang fyrir vörur okkur í gegnum EES-samninginn, auk þess að við eru með fríverslunarsamninga við mörg ríki sem ESB er ekki með fríverslunarsamninga við.

Jón Frímann; Ef það er svona frábært fyrir Ungverja að vera í ESB, útskýrðu þá afhverju það sama gildi ekki fyrir ESB-löndin; Lettland, Litháne, Eistland, Búlgaríu, Spán, Grikkland, Írland og Portúgal.

Jóhannes B. Þórisson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón Frímann,

En hvað með litlu löndin sem standa fyrir utan EB.  Hvað er svo frábært við Ísland, Serbíu og Albaníu?

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.11.2009 kl. 10:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband