Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Greiningardeild Glitnis enn í "2007 gírnum".
Fyrst forstöðumaður greiningardeildar Glitnis tjáir sig um lækkun á lánshæfismati ríkissjóðs um tvö þrep þá er einkennilegt að hann skuli velja að gera það með þeim hætti sem hann gerir.
Forstöðumaðurinn reynir að gera mikið úr jákvæðum smáatriðum þessara slæmu fréttar og forðast að ræða kaldann raunveruleikann, það að lánshæfismatið skuli hafa falli, ekki bara um eitt þrep heldur tvö og að tvö af þrem matsfyrirtækjunum telja horfur neikvæðar.
Það er einkennilegt að forstöðumaðurinn skuli ekki gera neina tilraun til að skýra ástæður þess að lánshæfismat ríkisins var lækkað um tvö þrep.
Ef þetta eiga að vera vinnubrögðin að snúa út úr slæmum fréttum og reyna að breyta þeim í góðar fréttir í stað þetta að greina vandann og ástæðurnar fyrir honum, þá líst mér ekki á framhaldið.
Ég skora á Ingólf Bender og aðra í svipuðum stöðum að hætta þessum 2007 töktum og fara að segja okkur sannleikann.
Af hverju lækkaði þetta matsfyrirtæki lánshæfismat ríkisins um heil tvö þrep?
Af hverju lækkar lánshæfismat ríkisins nú þegar AGS hefur loks endurskoðað efnahagsáætlun ríkisins?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að með AGS láninu er verið að auka enn við erlendar skuldir ríkissjóð?
Mun lánshæfismat ríkissjóðs lækka enn frekar ef ríkið tekur meiri lán hjá AGS?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að menn telja að Alþingi muni samþykkja Icesave og þær skuldbindingarnar muni falla á ríkissjóð?
Er lánshæfismatið lækkað vegna þess að efnahagsreikningar bankann voru að koma fram og staðan er verri en matsfyrirtækið ætlaði?
Er lánshæfismatið lækkað vegna fjárlagafrumvarpsins sem gerir ráð fyrir miklum skattahækkunum m.a. á stóriðjuna með hækkun skatta á raforku? Metur matsfyrirtækið það svo að það sé líklegt að það komi bakslag í þær áætlanir? Að líkur hafi því aukist á því að tekjuáætlun ríkissjóða á næsta ári, sem gerir ráð fyrir miklum stórframkvæmdum, að þær framkvæmdir muni ekki ganga eftir, áætlaðar skatttekjur vegna framkvæmdanna bregðast og þar með aukist líkur á að ríkið muni ekki geta staðið undir sínum skuldbindingum?
Hvað gerðist hér á síðustu mánuðum sem veldur því að lánshæfismatið fellur um tvö þrep?
Af hverju upplýsa greiningardeildirnar okkur ekki um það sem er í raun að gerast og hver hin raunverulega staða er?
Af hverju er alltaf verið að nota sveppaaðferðina, "kepp them in darkness and feed them wiht horseshit" á almenning á Íslandi?
Mynd: Veiðihúsið í Elliðaárdaldnum, 1.11.09.
Minni samdráttur en spáð var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Friðrik.
Allt þarfar spurningar sem þarf að ræða á næstu dögum. Ég mun reyna mitt besta að verkja athygli á þeim. Og það mættu fleiri gera.
Það er jú eitt stykki þjóðargjaldþrot í húfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2009 kl. 21:59
Undanfarin misseri hefur fólk misst trú að matsfyrirtækjum þar sem þau hafa ekki staðið sig en verið iðin við að gefa góðar einkunnir til hægri og vinstri. Nú aftur á móti þurfa þau að vinna upp það traust sem þau glötuðu og leggja því að mínu mati meira upp úr vönduðum vinnubrögðum en þau gerðu áður.
Þegar litið er á stöðu íslensku þjóðarinnar með Icesave, AGS-lánin og aðrar skuldir þjóðarbúsins og það hversu hægt hefur gengið að endurreisa bankanna, þá liggur það í hlutarins eðli að lánshæfimatið hlýtur að lækka og með auknum álögum á borgarana í formi gríðarlegrar sköttunar og síhækkandi höfuðstóls og afborgana húsnæðislána almennings, er ekkert sem gefur tilefni til bjartsýni.
Hvað greiningardeild Íslandsbanka gengur til með að líta aðeins á jákvæða punkta greiningar Moody's er ekki gott að segja, ekki nema það að þeir séu að reyna að fá fólk til að sjá ljósið framundan og óska eftir lántöku á þeim forsendum.
Moody's sér hins vegar erfiða stöðu þjóðarinnar og þá erfiðleika sem framundan eru vegna Icesave, AGS-lánanna og væntanlega skattaáþján almennings. Þeir sjá, væntanlega, að þjóðin rís ekki unir þeim álögum og þá erfiðleika sem framundan eru, nái þetta allt fram að ganga.
Það er ekki álitlegur kostur, hvorki fyrir einstaklinga eða fyrirtæki, að taka ný lán og ekki er að sjá að það breytist á næstunni. Fólk ætti að forðast að taka ný lán, en það eru einmitt útlánin sem bankarnir lifa á. Þannig að ef bönkunum tekst ekki að plata fólk til lántöku næstu misserin, þá munu þeir komast í vonda stöðu, því ekki verður Seðlabankinn fær um að greiða háa vexti af innistæðum bankanna í Seðlabankanum, nema um takmarkaðan tíma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.11.2009 kl. 10:35