Ísland að rísa úr sæ.

Miðað við undanfarna 12 mánuði þá hreinlega rignir yfir okkur góðum fréttum þessa dagana. Í orðsins fyllstu merkingu þá er búið að höggva á Gordons hnútinn hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, sem þeir hnýttu svo fast Gordon Brown og Darling.

Grafarog aSlagkraftur Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið leystur á læðingi og getur félagið haldið áfram á þeirri braut uppbyggingar sem þar var í gangi fyrir Hrun.

Samningar hafa tekist á vinnumarkaði og stöðuleikasáttmálinn staðfestur.

Ferðaþjónustan er að ljúka einu sínu allra besta ári.

Sjávarútvegurinn blómstrar og Íslenskur landbúnaður stendur svo sterkt að flaggskip Ameríska hagkerfisins, McDonalds, verður að játa sig sigrað hér á landi.

Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er hagstæður 14. mánuðinn í röð.

Erlendir fjárfestar hafa áttað sig á því að hér eru nú tækifæri sem aldrei fyrr og ýmsir eru byrjaðir að skoða möguleika á koma hér inn með nýjar fjárfestingar, jafnt sjúkrahús fyrir útlendinga sem hefðbundin stóriðja og allt þar á milli.

Skuldirnar sem á samfélagið hafa fallið eru í dag eini dökki bletturinn. Tímasetning á að birta þessa skýrslu frá AGS þar sem segir að skuldastaðan sé ekki eins slæm og áður var talið er vel valin og sérpöntuð nú þegar Icesave er enn á ný lagt fyrir Alþingi.

Fyrir helgi voru skuldirnar taldar vera 300% til 500% af landsframleiðslu. Í dag eru skuldirnar ekki sagðar eins slæmar og í síðustu viku.

Það er ekki fyrir hvítan mann að henda reiður á hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum. Látum börnin okkar njóta vafans og fellum nýjustu útgáfuna á Icesave samningnum.

Gerum Bretum og Hollendingum ljóst að þeim stendur til boða Icesave samningurinn með fyrirvörum Alþingis frá í sumar. Punktur.

Mynd: Í Grafarvogi, 1.11.09, Reykjavík

 


mbl.is Skuldastaðan ekki jafn slæm og áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Er nýtt Ísland að koma þótt grunnurinn sé ennþá handónýtur?

Offari, 3.11.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Aflið sem hér er að verki kemur frá landsbyggðinni, undirstöðuatvinnugreinunum og samtökum launafólks og atvinnulífsins.

Uppgjörið og hreinsanirnar hefur þegar hafist og vonir standa til að Eva Joly og samstarfsfólk hennar hér heima og erlendis nái fram því réttlæti sem innlendir og erlendir aðilar kalla eftir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.11.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Vona svo sannarlega Friðrik að þetta sé raunin. Samt vofir yfir okkar t.d. enn einn skellurinn ef neyðarlögunum verður hnekkt eins og AGS er að gefa í skyn. Uppgjörið og hreinsanir eru svo annar kapítuli eins og þú segir.

Kveðja að norðan. 

Arinbjörn Kúld, 3.11.2009 kl. 20:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband