Sunnudagur, 11. október 2009
Að venju koma helstu fréttir af hruninu erlendis frá.
Enn á ný berast okkur Íslendingum helstu fréttir frá Íslandi í gegnum erlenda fréttamiðla. Ég hef oft kvartað yfir þessu og því hvernig íslenskir fréttamenn virðast forðast að taka á mörgum þeim málum sem snúa að hruninu.
Er það virkilega svo að íslenskir fjölmiðlar þora ekki og treysta sér ekki til að birta frétt eins og þessa um Sigurð Einarsson?
Er það virkilega svo að þeir leka slíkum fréttum til erlendra fjölmiðla því þeir treysta sér ekki til að birta þær sjálfir?
Löngum hefur verið rætt um að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla væri lítið og þeir undir hæl eigendanna. Er það virkilega svo að það eru ákveðin svið og ákveðnir einstaklingar sem þeir mega ekki fjalla um nema með ákveðnum hætti?
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 365567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Þetta er besta spurningin sem ég hef heyrt í dag....
hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 13:06
Friðrik,
Er von á öðru nú þegar hrunbræðurnir Jón og Davíð stjórna og stýra stærstu blöðum landsins. Á yfirborðinu er þeir erkifjendur en þeir eiga nú sameiginlegra hagsmuna að gæta sem þeir báðir fara hljótt með.
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 13:46
Andri Geir hittir naglan á höfuðið. Við erum algerlega glötuð.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.10.2009 kl. 14:30
Þann 9. 0któber 2008, skrifaði ég ÞENNAN pistil, sem í dag er fréttaefni erlendra fjölmiðla.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 15:06
Gunnar,
Athyglisvert, en hvers vegna hefur tekið ár að athuga þetta. Hver tafði þessa rannsókn?
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 15:59
Það er spurning, Andri.
En við megum ekki gefa okkur fyrirfram að þetta hafi verið tafið viljandi. Þetta hefur sjálfsagt verið í rannsókn í töluverðan tíma.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 16:05
Talandi um erlend blöð, ég rakst á þennan gullmola í Sunday Times í dag:
"Gradually it became clear that prime minister Oddsson had created a monster that was devouring his own country"
Andri Geir Arinbjarnarson, 11.10.2009 kl. 16:15
Þetta kalla ég að sjá hlutina fyrir Gunnar.
Finnur Bárðarson, 11.10.2009 kl. 16:52
Sæll Gunnar.
Gamalt máltæki segir, "Sjaldan lýgur almannarómur". Það hafa verið í gangi sögusagnir um lögbrot þessara bankamanna frá því fyrir hrun og þessi færsla þín er ein staðfesting á því.
Eftir aðkomu Evu Joly að rannsókninni á bankahruninu, skipun fjögurra sérstakra saksóknara og ýmissa erlendra ransóknarstofnanna sem upp á sitt einsdæmi hafa hafið eigin rannsókn á hruninu þá hef ég þá trú að eitthvert réttlæti mun að lokum ná hér fram að ganga. Fjármála- og stjórnmálamönnum mun ekki takast að hindra þriðja valdið í að vinna sitt verk.
Ég hef orðið meiri áhyggjur af fjórða valdinu. Hreðjatök fjármál- og stjórnmálamanna á fjölmiðlum virðist enn vera að harðna.
Eða er skýringin einfaldlega sú að of margir fjölmiðlamenn þáðu of margar boðsferðir, gjafir og greiða úr hendi þessar fjárglæframanna sem komust hér til valda á síðustu árum?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.10.2009 kl. 19:05
Það eru til einhverjar reglur um það hvað stjórnmálamenn mega þyggja í sambandi við boðsferðir og gjafir. Ég held samt að þær reglur séu ekki nógu skýrar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 20:34
Hér er ein frétt sem kemur frá Norvegi.
Þessi frétt er komin út um allan heim. Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki að Ísland fái lánsfé á góðum kjörum. Þetta játaði hún í skeyti til ABC Nyheter: http://www.abcnyheter.no/node/97373
Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:
- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.
Þar höfum við viðhorf Jóhönnu til Íslendskrar þjóðar. Nú þarf ekki að deila lengur um málið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 00:02
Loftur. Thetta heitir ad berja hausnum vid stein. Thu gerir thad bara aftur og aftur!
- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen STØRRE LÅNAPAKKE ENN DENN SOM ALLEREDE ER AVTALT, skriver hun til oss. (Hastafirnir eru minir)
Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:51
Thor, ég verð að játa að ég skil ekki hvað þú ert að reyna að segja. Þessi lána-pakki sem Jóhanna er að tala um eru þau lán sem AGS-hefur lofað að veita, með hinum alræmdu Icesave-skilyrðum.
Ég er sammála Jóhönnu, að við þurfum ekki hærri upphæð. Raunar tel ég öll merki benda til að við þurfum ekkert af AGS-lánapakkanum og getum skilað þeim 100 milljörðum Króna (827 milljónum USD) sem við höfum nú þegar fengið frá AGS.
Hins vegar sé ég ekki heildar-myndina, því að Icesave-stjórnin heldur öllum upplýsingum leyndum sem hún getur. Ef við þurfum eitthvað lánsfé, ætti að vera ljóst að betra er að það sé án Icesave-þvingana og sé í formi lánalína.
Thor, ef þú heldur að ekki megi hætta við skilyrtu lánin á vegum AGS, þá er það misskilningur. Við getum hætt öllum samskiptum við AGS ef við viljum. Það er auðvitað það sem við eigum að gera og ræða við vinaþjóðir okkar undir öðrum formerkjum en gert hefur verið fram að þessu.
Skynsamleg nálgun að málinu er hins vegar erfið eða ómöguleg, svo lengi sem Sossarnir eru í ríkisstjórn.
Burt með Icesave-stjórnina !
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 16:30
Þú hefur skilið mig ágætlega Loftur. Við þurfum ekki fleiri lán ofan á það sem fyrir hefur verið lofað. Og það er akkúrat það sem Jóhanna segir. Hún segir einnig að hún yrði ægi ánægð ef lán upp á 100 milljarða væri í boði utanvið skilyrði Icesave og IMF. Þessvegna skil ég ekki afhverju þú heldur fast við að hún ekki vilji lán á hagstæðri kjörum. Og vitnar í frétt þar sem hún einmitt segir að það vildi hún gjarnan!!!
Ég persónulega er algjörlega á öndverðum meiði við þig þegar kemur að spurningunni um hvort við eigum að taka á okkur þessar skuldbindingar. Þar liggja bæði röklegar og tilfinningalegar ástæður að baki. En það er svo allt annar handleggur, þó að á sömu ófreskjunni sé.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:56
Mér virðist þú misskilja stöðuna Thor. Fram að þessu hafa flestir talið að við þurfum þau lán sem ætlunin er að taka á vegum AGS. Það að ég er annarar skoðunar, breytir ekki ákvörðunum Alþingis. Það að Jóhanna hefur líklega ekki neina skoðun, er heldur ekki háð minni skoðun.
Málið snýst bæði um upphæðir og skilmála. Ég og Jóhanna verðum varla nokkurn tíma sammála um skilmála. Varðandi upphæðina, þá erum við Jóhanna ekki heldur sammála. Við erum bara sammála um hámarksupphæð og það eru líklega allir. Hins vegar tók ég skýrt fram að ég tel að við þurfum líklega ekki neitt af AGS-lánunum. Þetta hef ég líklega ekki tekið nógu skýrt fram, því að það hefur farið framhjá þér.
Málið er því það, að Jóhanna vill halda stíft í AGS-lánin, þótt við þurfum þau ekki. Enginn er að leggja til að við tökum lán til viðbótar, en það er það sem Jóhanna var að afneita í skeytinu til ABC Nyheter. Er nema von að Norðmennirnir hlægi að þessum vitlausa forsætisráðherra ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 19:58
Nei það fór ekki framhjá mér Loftur. Ég tel að við eigum að gangast við skuldbindingum okkar. Ef við getum það á mannsæmandi máta án þessara lána þá er það bara fínt. En það er bara ekki líklegt. Ef það hinsvegar sýnir sig að vera mögulegt. Þá ætti ekki að vera vandamál að afþakka lánin.
Í stuttu máli, þá vill ég að við hreinsum fyrir okkar dyrum og göngumst við þeim skilmálum sem settir eru. Þar á eftir getum við einbeitt okkur að fullu við að endirheimta þá fjármuni sem af okkur var stolið af okkar eigin landsmönnum. Það ætti allavega að vera töluvert upp í það sem við komum til að skulda. Þetta er og á að vera á okkar ábyrgð. Annars mun þessi þjóð aldrei geta litið sig í spegil á ný. Ég er sannfærður um að Jóhanna sem og margir Íslendingar séu að hugsa á sömu nótum. Högum okkur sem siðmenntað fólk og horfumst í augu við staðreyndirnar. Greiðum þessa fjárans skuldir og stöndum upprétt á eftir. Það er ekki hægt að meta til fjár. Það er án nokkurs vafa í mínum huga, ætlun Jóhönnu.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:24
Það er sérkennilegur hugsunarháttur Thor, að telja það “mannsæmandi” að gangast við skuldum sem neyddar eru upp á okkur. Samkvæmt Tilskipun 94/19/EB megum við meira að segja ekki taka ábyrgð á innistæðum í innlána-stofnunum.
Er það að haga sér sem “siðmenntað fólk” að láta nýlenduveldi Evrópu beita okkur fjárkúgun, með misbeitingu alþjóðastofnunar eins og AGS ? Svona þrælsótta kannast ég ekki við og samkvæmt skoðanakönnunum eru 2/3 hlutar Íslendinga sama sinnis.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 23:14
Guði sé lof að þriðjungur þjóðarinnar heldur ennþá skynsemi sinni og ekki hefur sokkið með í afneitunarfen sjokksins sem reið yfir þjóðina haustdögum í 2008. Ég er ekki óánægður að tilheyra þeim hópi sem enn hefur ekki mist sjónar af hverjir eru hinir raunverulegu skúrkar. Það var einnig stór hópur sem vildi velja heiðarlega, réttsýna og skynsama manneskju til að stýra okkur út úr þessari ógæfu. Þessi hópur var þó meira en þriðjungur þjóðarinnar. Svo en er von að skynsemin hafi yfir afneitunnarmóðursýkinni. Ég tel flestir Íslendingar flokkist undir skynsamt fólk. En að sjálfsögðu má sýna fram á annað með hagræddum skoðannakönnunnum.
Útrásavíkingarnir okkar þrifust á að mistúlka, rangsnúa og beygja reglur sem settar voru af þjóðfélögum siðaðra manna fyrir þjóðfélög siðaðra manna. Mér dettur ekki í hug að þú Loftur sért að leika sama leikinn með að túlka reglur eftir behag. En reglur lúta siðalögmálum. Þegar menn byrja að túlka þær eftir óskum fer alltaf illa.
Lifðu heill.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 06:15