Sunnudagur, 4. október 2009
Glæpur gegn skattgreiðendum á Íslandi.
Það hvernig staðið var að því að kaupa bréf peningamarkaðssjóðanna út úr þessum þrem gjaldþrota bönkum á margföldu yfirverði er einn stærsti glæpurinn sem var framinn af stjórnvöldum í tenglsum við hrun bankana.
Það að láta skattgreiðendur á Íslandi borga tapið af gambli þess fólks sem valdi að taka meiri áhættu vegna hærri ávöxtunar og geyma fé sitt í þessum peningamarkaðssjóðum er einfaldlega glæpur gegn Íslenskum skattgreiðendum.
Það er ekki og á ekki að vera hlutverk skattgreiðenda að bæta tap þeirra sem glata sínu fé vegna kaupa á hlutabréfum.
Þessum gjörningi á að rifta.
Þessi endurskoðunarfyrirtæki á að sækja til saka.
Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Lækka á CO2 losunartölur Íslands um 67%
- Íslenskur landbúnaður er kolefnishlutlaus
- Hálendinu fórnað fyrir lítinn ávinning í orkuskiptum og rafbí...
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lo...
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 368482
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Heyr heyr. Samt höfum við ekkert um þetta að segja, við skulum borga hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er óheyrilega svekkjandi og ósanngjarnt með öllu.
Skattur á skatt ofan það er stefnan.
Óskin (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:47
Ég er að vísu sammála; bendi samt á að bréfin í þessum sjóðum voru skuldabréf, ekki hlutabréf. og auglýst áhætta minni sem því svaraði.
Birnuson, 4.10.2009 kl. 12:11
Sæll Birnuson
Takk fyrir þessa leiðréttingu. Hvort sem þetta voru skuldbréf útgefin af fyrirtækjum eða hlutabréf í fyrirtækjunum sjálfum þá átti öllum að vera ljós sú áhætta sem fólst í því að geyma fé í bréfum einkafyrirtækja í stað þess að geyma það á bankabók.
Þetta eru að mínu mati glæpur gegn skattgreiðendum þessa lands. En fyrst og fremst eru þetta glæpir gegn börnunum okkar.
Nú á að láta skattgreiðendur borga allt sukkið og gamblið.
Það finnst mér lélegt.
Þeir sem gömbluðu með sitt fé og töpuðu eiga sjálfir að bera sitt tjón. Það er hreint fáránlegt að gríðarlegar fjárhæðir skuli nú vera að lenda á skattgreiðendum vegna þessa.
Þessum gjörningi á að rifta
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.10.2009 kl. 17:46
Bankabækur voru bara tryggðar upp að uþb 3milj per kennitölu. Þannig að ákvörðun um að tryggja bankabækur að fullu eftir hrun var álíka óréttmæt. Fólk sem fjárfesti í peningamarkaðsbréfum umfram þær 3 milj sem það átti á sparisjóðsbók fékk þessar upplýsingar frá bönkunum og sá sér skiljanlega ekki hag í að hafa peninga á bankabók. Í ljósi þessa var í raun fáránlegt að borga bankabækur að fullu, þeir sem áttu þær vissu þó að þær voru eingöngu tryggðar að uþb 3milj. Menn hefðu átt að reyna að finna leið til að bæta öllum sparifjáreigendum með tilliti til áhættumats sparnaðarformsins fyrir hrun eins og það var kynnt almenningi.
Þyrnir, 4.10.2009 kl. 21:43
Friðrik,
Fyrir þessi neyðarlög virtist skynsamlegt að dreifa áhættunni og kaupa þessi peningasjóðsbréf. Þau voru tryggð með skuldabréfum sem höfðu hærri stöðu en bankabækur við gjaldþrot. Þessu var breytt með neyðarlögunum en það gat fólk ekki vitað fyrirfram. Í raun mætti segja að ef allar bankabækur voru garanteraðar átti að garantera þetta líka. Svona virkar löggjöfin t.d. í Bandaríkjunum þar eru bankabækur og peningasjóðir jafnhátt settir í tryggingarskilmálum sem tryggja upp að $200,000 eða 25 m kr.
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.10.2009 kl. 22:14
Sæll Andri
Útskýrðu þetta betur fyrir mér, hvaða skuldabréf hafa hærri stöðu en bankabækur? Eru það nema ríkisskuldabréf?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.10.2009 kl. 22:24
Peningamarkaðssjóðirnir voru mikklu betur tryggðir fyrir neyðarlögin en bankabækur, neyðarlögin breyttu þessu, þetta vita allir. Hefði eignir á bankabókum ekki verið bættar væri staða bankanna og sjóðanna mikklu betri en raunin varð. Því átti að tryggja peningamarkaðssjóðina með sama hætti og bankabækur eins og gert er í Bandaríkjunum, en þeir hafa lengsta reynslu af rekstri peningamarkaðssjóða. Peningamarkaðssjóðir hafa verið hugsaðir til að taka við af bankabókarforminu og voru fram að hruni kynntir sem öruggasta sparnaðarleiðin, og hefði verið það ef neyðarlögin hefðu ekki skekkt myndina.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:18
Takk fyrir þessa skýringu Ómar. Þetta setur allt málið í annað ljós.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 00:21
lesandi sendi mér upplýsingar á mali sem mér fynnst eiga erindi hingað: Allstaðar í Evrópu Bandaríkjunum og í Ástralíu hafa peningamarkaðssjóðir verið bættir með sama hætti og bankabækur eða 100% Ég vissi að þetta var svona í Bandaríkjunum en nú hefur komið í ljós að það er allstaðar nema hér sem Peningamarkaðssjóðirnir eru ekki bættir til fulls.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 00:23
Friðrik,
Svokölluð senior bonds eru forgangakröfur úr gjaldþrotabúi og ganga fyrir bankainnistæðum sem eru flokkaðar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.10.2009 kl. 01:17
Takk fyrir þetta Ómar. Þetta upplýsir málið enn frekar.
Engin þjóð er eða hefur verið í okkar sporum þar sem allir bankarnir landsins, þar með talinn Seðlabankinn, hafa orðið gjaldþrota á sama tíma. Undan eru skyldir tveir eða þrír smábankar.
Engin þjóð er að taka það á sig að bæta innlán í gjaldþrota bankakerfi sem var orðið 10 til 12 sinnum stærra en landsframleiðslan.
Engin þjóð hefur lent í slíku.
Að taka á sig þessar skuldbindingar vegna innlána í þessu bankakerfi langt umfram allar lögboðnar skyldur plús það að tryggja þá fjármuni sem voru í þessum peningamarkaðssjóðum, það er komið langt úr yfir alla skynsemi.
Þegar krakkarnir mínir, sem öll eru nú í framhaldsnámi, koma út á vinnumarkaðinn þá munu þau þurfa að bera þessar byrgðar í formi hærri skatta og lélegri opinberri þjónustu en ella hefði orðið næstu einn eða tvo áratugina.
Það er siðferðislega rangt að skuldbinda komandi kynslóðir með þessum hætti að tryggja þessar innistæður langt út fyrir okkar lagalegu skyldur.
Með þessu er í raun verið að ræna unga fólkið okkar og færa ránsfenginn þessum fjármagnseigendum. Þess vegna kalla ég þetta glæp geng skattgreiðendum Íslands.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 01:20
Sæll Andri
Ok, ég skil. Ég var með hugann bundinn við ríkisábyrgðir.
Þetta þýðir það að ef ríkið hefði ekki hlaupið til og farið í þennan "bankaleik" og stofnað hér ríkisbanka en sett í staðinn bankana í eðlilegt gjaldþrotaferli þá hefði ríkið bara tryggt innistæður skv. reglum um innlánstryggingasjóð innistæðueigenda. Þá hefði aldrei farið króna af skattpeningunum okkar í þessa peningamálasjóði.
Ef þessi neyðarlög hefðu ekki komið til og bankarnir farið í gjaldþrot, með öðrum orðum þeir hefðu farið hendurnar á lánadrottnunum, þá hefðum við bara þurft að ábyrgjast innistæður upp á 20.887 evrur á hverjum reikning, ekkert skattfé farið í peningamálasjóðina og Icesave væri ekki það vandamál sem það er í dag.
það eru ótrúleg mistök sem hér hafa verið gerð. Öll á kostnað almennings.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 01:35
Mistök segi ég.
Vissu menn ekki nákvæmlega hvað þeir voru að gera?
Voru menn ekki vísvitandi að ræna skattgreiðendur til hagsbóta fyrir fjármagnseigendur þegar menn ákváðu að gera þetta svona?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 01:44
En þetta hefði verið látið falla hefði hagkerfið hrunið. Ekkert fyrirtæki hefði getað borgað laun. Það hefði orðið algjör upplausn.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.10.2009 kl. 18:42