Hernaðaraðgerð Breta gegn Íslandi heldur áfram

Tilgangur Breta með beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi var að valda hér eins miklu tjóni og hægt var. Kaupþing hefði aldrei fallið ef ekki hefðu komið til þessi hryðjuverkalög. Það fjárhagslega tjón sem þessi hernaðaraðgerð Bretana gegn okkur Íslendingum hefur valdið samsvarar því að þeir hefðu lagt stóran hluta Reykjavíkur í rúst með loftárásum.

Nýjast útspil þeirra afhjúpar hvert langtíma markmiðið með þessum hernaðaraðgerðum er. Langtímamarkmiðið er að lama allt Íslensk efnahagslíf næsta aldarfjórðunginn og tryggja að í lok þess tímabils verði allt samfélagið komið efnahagslega aftur til ársins 1970. Þannig ætla þeir að og koma í veg fyrir frekari "innrás" Íslendinga og Íslenskra fyrirtækja inn í breskt athafna- og fjármálalíf næsta mannsaldurinn. 

113_1387Ánægjulegt er að Íslenskir stjórnmálamenn gerðu lítið með leynimakk þeirra og pukur þegar Bretar og Hollendingar heimtuðu að fá að semja um framhald Icesave fyrir luktum dyrum.

Það var hámark ósvífninnar þegar Bretar og Hollendingar kröfðust þess af Íslenskum ráðamönnum að almenningur yrði ekki upplýstur um það gagntilboð sem þeir lögðu fram. Frekju þessara manna eru engin takmök sett. Þessir menn hafa engan rétt og eiga ekkert með að koma hér og leggja fram gagntilboð sem gerir að engu fyrirvarana sem Alþingi setti við ríkisábyrgðina á Icesave og ætlast til þess að Íslenskir ráðamenn þegi um málið gagnvart þjóð sinni. Þingmenn, látið ekki bjóða ykkur þetta.

Segið við Bretana: Við tökum ekki þátt í frekari samningum við ykkur um þetta mál nema allt sé upp á borðum. Tilboð sem þið viljið ekki að komi fyrir augu almennings, slík tilboð skulið þið ekki leggja fram.

Þetta er ótrúlegt, þessir menn vinna eins og þjófar á nóttu. 

Alþingi og þjóðin öll eyddi öllu sumrinu í að ræða Icesave og niðurstaðan var ríkisábyrgð á þessum innistæðureikningum þar sem þjóðin teygir sig eins langt og nokkur kostur er, og að flestra mati allt of langt, til að koma til móts við kröfur Breta og Hollendinga.

Auðvita finnst Bretum og Hollendingum þetta ekki nóg enda tilgangurinn ekki að fá þetta fé til baka heldur að "kenna" Íslendingum lexíu og hefna ófaranna á eigin heimamarkaði.

Þeir hafa ekki treyst sér til að hegna okkur með því að senda hingað sprengiþotur og varpa sprengjum á Reykjavík þó einhverjir þessara "snillinga" í þjónustu hennar hátignar hafi ábyggilega stungið upp á því á einhverjum tímapunkti þegar ljóst var að 20% af öllu sparifé þegna breska heimsveldisins var geymt á reikningum í Íslenskum bönkum, bönkum sem voru komnir í gjaldþrot.

Þeir hafa ábyggilega margir svitnað þá, Bretarnir sem áttu að gæta hagsmuna breskra sparifjáreigenda, þegar þeir áttuðu sig á þessu en höfðu sofið á á verðinum eins og íslenskir starfsbræður þeirra. Nú á að sækja þetta fé með góðu eða illu en aðallega samt að hefna þessara ófara.

Í stað flughersins var efnahagherdeildin kölluð í Dawningstræti 10. Við höfum verið að njóta "ávaxtanna" af þeim vopnum og þeim aðferðum sem sú herdeild hefur yfir að ráða í vopnabúri sínu.

Þessir hermenn hennar hátignar eru mættir hér með saltið og plógana. Nú á að plægja yfir Íslensk efnahagslíf og strá salti í plógförin. Nú að að tryggja að Íslendingar rísi ekki aftur upp næstu 100 árin.

Ég skil ekki af hverju ekki er búið loka sendiráði okkar í Bretlandi, selja eignirnar og kalla sendiherrann heim.

Ég skil ekki af hverju ekki er búið að reka breska sendiherrann, sem er enginn venjulegur sendiherra, þetta er einn af æðstu embættismönnum bresku utanríkisþjónustunnar, yfirmaður annarra sendiherrana í bresku utanríkisþjónustunni, með allt hans lið úr landi.

Hann og hans menn eru hér til að ráðleggja hvaða aðgerðum þarf að beita til að valda Íslensku þjóðinni sem mestu efnahagslegu tjóni og ná fram þeim áhrifum sem hernaðaraðgerðum þeirra er ætlað að skila í því hefndarstríði sem Bretar og Hollendingar eru í gagnvart okkur.

Mynd: Kerlingarfjöll

 

 


mbl.is Icesave í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrirvararnir sem samþykktir voru á Alþingi gengu allt of langt í að þóknast Bretum og Hollendingum, nú vilja þeir meira.  Nú er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra og afturkalla ríkisábyrgðina. 

Jafnframt þarf að losa þjóðina við ríkisstjórnina sem hefur ekkert gert til að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar, við þurfum ekki á slíku fólki að halda eða stjórnmálaöfl sem svíkja og ljúga að þjóðinni eins og Samfylkingin og Vinstri grænir hafa stundað undanfarin misseri. 

Það er kominn tími til að setja á stofn nýjan stjórnmálaflokk, flokk fólks sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en hafnar sérréttindum útvalinna einstaklinga og fyrirtækja, fólk sem er heiðarlegt og sannsýnt í orði og verki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2009 kl. 13:40

2 identicon

Hvernig væri að hætta þessu bulli. Svona til tilbreytingar.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hvaða bulli Jón, að Kaupþing hefði lifað ef ekki hefðu komið til þessi hryðjuverkalög?

Er það bull að Icesave samningurinn án fyrirvara Alþingis hefði sett okkur efnahagslega áratugi aftur í tímann ef við hefðum átt að greiða það dæmi allt að fullu?

Er það bull að Bretar og Hollendingar eru að setja okkur fjárhagslega stólinn fyrir dyrnar með því að hafa áhrif á AGS og lán frá nágrannaþjóðum okkar og vega þar með að okkar fjárhagslega sjálfstæði og valda okkur tjóni?

Er það bull að einn æðsti yfirmaður í bresku utanríkisþjónustu er sendiherra hér á Íslandi?

Af hverju sendu Bretar sendiherra sendiherrana til Íslands?

Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman af hálfu Breta?

Er ekki komin tíma til að við opnum augun fyrir því sem hér hefur gerst og er að gerast?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.9.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég verð að viðurkenna það að ég er orðlaus. Ég veit að bretar eru reiðir vegna glæpa íslenskra "bankamanna" og útrásardólga en mér finnst erfitt að trúa því að þeir hafi það að markmiði að lama samfélagið svo að við munum ekki eiga okkur viðreisnar von næstu mannsaldra vegna þessa. Eða hvað? Er málið þetta alvarlegt?

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.9.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið er ég sammála þér þarna Friðrik. Næst á eftir taumlausri spillingu íslenska stjórnsýslu-og embættismannakerfisins kemur undirlægjuhátturinn gagnvart erlendu valdi. Í þriðja sæti er svo alveg yfirnáttúrleg heimska þessa skelfilega fólks.

Árni Gunnarsson, 18.9.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Láta þetta falla á tryggingasjóðinn, sem er 16 milljarðar. Lýsa hann gjaldþrota og svo geta þeir étið það sem úti frýs.  Málið á núna að fara með forgangshraði fyrir dómstóla, eins og alltaf átti að verða. Loks afþökkum við lán AGS, enda hefur það eingöngu verið kúgunartæki íþessu ferli.  Við höfum ekki fengið krónu af því enn, svo það á ekki að vera stórt mál.

Við vinnum þetta fyrir dómstólum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2009 kl. 00:58

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ARNBJÖRN: Það er AGS, sem er að reyna að rústa okkur.  Þeir hafa stoppað öll lánavilyrði, sem samþykkt voru til okkar í upphafi hruns. Bæði lán Norðmanna, sem þing þeirra samþykkti og lán rússa. Þeir sneru þessum þjóðum til að hætta við bein lán en breyta þeim í hluta af lánapakka AGS. Þeir neita að afgreiða lánið fyrr en við göngum frá Icesave og þessvegna eru þeir ábyrgir fyrir þessu ástandi nú. Þeir hafa einnig hvatt þjóðir til að standa gegn rétti okkar um að fara dómstólaleiðina. Rökin: Ef við vinnum, þá mun það eyðileggja traust almennings á bankakerfinu.  Til þess að halda uppi þessu falska trausti ætla þeir að fórna okkur um leið og þeir greiða götu fjölþjóðarisanna sinna til að kaupa upp landið á brunaútsölu. Þeim finnst það betra fordæmi að alþýða manna hér í heimi skuli í framtíðinni borga sprungnar svikamillur manna af þeirra þjóðerni.

Þetta er svo blóðug kúgun að það eru varla til orð yfir það. Hér hefur enginn bein í nefinu til að sporna við því.  Ísland er einskonar generalprufa fyrir global governance banksteranna.  Útrásarprinsarnir eru bara leiksoppar þessa kerfis. Fyrst er dælt inn fjármagni, þar til allt er veðsett í topp og svo er lokað fyrir streymið, allt hrynur og þeir hinir sömu og lánuðu og lokuðu svo fyrir, kaupa líka góssið.  Hvenær ætlar heimurinn að átta sig á þessu? Hve margar kreppur þarf til?  

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt er að undirstrika að Govenor AGS í bretlandi er og var Alistair nokkur Darling?  Connect the fucking dots.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2009 kl. 01:13

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú Jón Steinar, ég tengi. Manni finnst þetta einfaldlega hreint með ólíkindum að slíkar aðferðir skuli tíðkast á þessum tímum og gagnvart vestrænu ríki sem er hluti af NATO og EES osvfr.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.9.2009 kl. 09:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband