Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Öll stjórnsýslan á flótta undan Rússaláni
Enn eitt furðumálið bætist nú við önnur furðumál sem snúa að Íslensku stjórnsýslunni og bankahruninu. Engin eru þessi mál til að auka á trúverðugleikann í samfélaginu. Á nýjum óháðum vefmiðli, Netvarpinu, lýsir sendiherra Rússlands því yfir að Íslendingar hafi í haust hafnað fjögurra milljarða evra láni frá Rússum.
Tvennt vekur athygli mína.
Í fyrsta lagi að nýr óháður netmiðill skuli koma fram með þetta mál en ekki einn af okkar hefðbundnu fjölmiðlum. Það hefði verið hið eðlilegasta mál að einhver þeirra hefði átt þetta viðtal við sendiherrann til fylgja eftir umræðunni um þetta mál frá í haust.
Á þessu geta verið tvær skýringar:
- Íslenskir fréttamenn og fréttamiðlar eru ekki starfi sínu vaxnir.
- Ákveðið hafi verið að þagga þetta mál niður.
Einhvern vegin er fyrri skýringin ekki trúverðug. Ég trúi ekki að þeir séu svona slappir. Þá er það spurningin, hverjir hafa hag af því að upplýsa ekki þjóðina um það að okkur hafi staðið til boða þetta lán og því verið hafnað? Davíð Oddson fær nú uppreist æru í þessu máli en hverjir tapa æru þegar þetta er upplýst?
Í öðru lagi vekur það athygli að engin í stjórnsýslunni skuli kannast við málið. Allir eru komnir á flótta þegar sendiherra Rússlands á Íslandi kemur og lætur hafa eftir sér í viðtali að okkur hafi staðið til boða 4 miljarða evra lán í haust en láninu hafi verið hafnað.
Ég get ekki séð neina ástæðu fyrir því af hverju þessi sendiherra ætti að vera að ljúga þessu.
Ég get hins vegar séð margar ástæður fyrir ýmsa að halda þessu máli leyndu eftir að þeir höfnuðu láninu.
Eftir hrun bankana komust "frjálsu" fjölmiðlarnir tveir líka undir hæl ríkisins eins og RÚV. Morgunblaðið og 365 Miðlar eru og voru komnir upp á náð skilanefnda bankana. Þessir fjölmiðlar dansa og syngja fyrir ríkið eins og þeim er sagt.
Trúverðugleiki þessa viðtals við Rússneska sendiherrann er enn meira af því að það er birt í þessum nýja óháða netmiðli. Hvorki sendiherrann né netmiðillinn hafa hagsmuni af þessu máli.
Hér er bara verið að upplýsa almenning.
Enginn hafnaði láni Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Athugasemdir
Getuleysi þeirra þriggja ríkisstjórna, sem komið hafa að málum eftir hrunið, er brjóstumkennanlegt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.8.2009 kl. 18:56
Þöggun er eitt alvarlegasta "gæðavandamál" islensks þjóðfélags í dag.
Ég skrifaði hugleiðingu um það um daginn eftir að hafa lesið á netinu um hremmingar Andrésar Magnússonar geðlæknis, míns gamla skólafélaga úr M.A.
Hann mætti fyrir nokkrum misserum grímulausu þöggunarvaldi þegar hann reyndi að benda á staðreyndir í gjaldþrota stöðu bankanna og fleira tengt raunverulegu ástandi hagkerfisins.
Andrési var úthýst eins hverjum öðrum og undirmáls- og úrtölumanni.
Varðandi athugasemd þessa ágæta manns Guðbjörns Guðbjörnssonar óperusöngvara með meiru, hér að ofan, þá vil ég segja eftirfarandi: Það er ömurlegt og óhugnanlegt til þess að vita að gjörsamlega vanhæfir og gerspilltir einstaklingar, m.a. úr forystu Sjálfstæðisflokksins skuli hafa náð - með botnlausum lygum, undirferli og þöggun - að hafa knésett efnahag landsins eins og raun ber vitni.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 19:41
Sammála þér Friðrik, enda bloggaði ég líka um þetta furðulega mál. Ennþá á eftir að svara grundvallarspurningum. Vonandi hefur einhver blaðamaður fyrir því að fá viðtal við sendiherra Rússa til að fá hans hlið á málinu. Einnig þarf að fá þetta fram sem embættismaður nefnir að Rússar hafi litið á þetta sem góðan fjárfestingarkost. Það er stórfrétt.
Jón Baldur Lorange, 12.8.2009 kl. 19:42
Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk við á dekkinu erum búin að fá nóg ´
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
sjoveikur
Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:21
Hákon Jóhannesson:
Ég þarf ekki að verja rangindi, þótt þau hafi verið framin af mönnum í sama stjórnamálaflokki og ég fylgi að málum.
Hákon, ég leyfi mér bara að vera hjartanlega sammála þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.8.2009 kl. 22:24
Hver hafnaði þessu láni og af hverju?
Nú vantar a) nafn á embættismanni eða stjórnmálamanni sem hafnaði láninu og b) rök fyrir höfnuninni, sem gætu verið góð og gild
Hrannar Baldursson, 13.8.2009 kl. 11:49
"Trúverðugleiki þessa viðtals við Rússneska sendiherrann er enn meira af því að það er birt í þessum nýja óháða netmiðli. Hvorki sendiherrann né netmiðillinn hafa hagsmuni af þessu máli."
Ég mun aldrei geta talið rússnesk stjórnvöld undir valdi Pútíns sem er praktískt talað einræisherra sem trúverðug. Það að hamar og sigð sé ekki lengur brennimerkt á andlit rússa í dag þá hafa þeir allir verið aldir upp í alræðisríki með heimsyfiráðadrauma. Pútín og félagar eru ótrúverðugir 'by default'.
Gísli Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 12:54
Undarlegt mál eins og mörg önnur sem snerta orð íslenskra stjórnmálamanna undangengin missiri. Enda talar þetta fólk ævinlega niður til þjóðarinnar þegar það þarf að gefa skýringar á pólitískum athöfnum.
Árni Gunnarsson, 13.8.2009 kl. 17:48