Nú voru þeir snöggir í Fjármálaeftirlitinu.

Lítill er að verða trúverðugleiki þeirra aðila sem eiga að taka á brotum sem tengjast bönkunum, eigendum þeirra og starfsmönnum. Það er eins og Fjármálaeftirlitið, FME, og ákæruvaldið dragi fæturna í málum tengdu bankahruninu og stefnt sé á að leysa öll þessi mál með því að þau fyrnist. Það er í það minnsta sú tilfinningin sem ég hef nú þegar rúmir 10 mánuðir eru frá bankahruninu og ekki svo mikið sem ein einasta ákæra hefur verið gefin út, hvað þá annað. Getu- og viljaleysi FME og ákæruvaldsins virðist algjört.

IMG_1646 (2)Komi hins vegar upp mál sem upplýsa almenning um brotin, sukkið og spillinguna sem fram fór í þessum bönkum þá verður allt vitlaust hjá þessum rannsóknaraðilum og sá óheyrði atburður gerist að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ætlar jafnvel að rannsaka mál þó engin kæra hafi borist. Það er eins og skyndilega hafi þetta fólk ekkert að gera og þarna sé á ferðinni einhver alvarlegasti glæpur sem framinn hafi verið í íslenska fjármálaheiminum á síðustu árum.

Þeir voru líka snöggir þegar upp komst um ungu drengina sem náðu tuttugu eða þrjátíu milljónum út úr íbúðalánasjóði. Þetta var eitthvað sem efnahagsbrotadeildin réð við, skildi og  gat tekið á. Reyndar fannst þeim þetta samt svo flókið að þeir trúðu því ekki að menn um tvítugt gætu fundið upp á slíku. Umheimurinn allur horfir síðan upp á þetta sama fólk þar sem það virðist ekki vera að gera neitt varðandi eitt mesta bankagjaldþrot sem orðið hefur frá upphafi í heiminum þar sem þessir íslensku bankar virðast hafa féflett milljónir manna með röngum upplýsingum, brotum á reglum um meðferð sjóða, sýndarviðskiptum, gríðarlegum lánum til eigenda o.s.frv., o.s.frv.

Nú er svo komið að það er ekki bara ég sem er að missa alla von um að hér nái réttlætið fram að ganga. Bretar virðast líka hafa gefið upp alla von um að eitthvað komi út úr rannsókn íslenskra aðila á þessum málum. Þeir hafa sett í gang sína eigin sjálfstæðu rannsókn, Serius Fraud Office, SFO, sér um hana fyrir Breta.

Flest öllum virðist orðið ljóst að Íslenska stjórnsýslan er ófær um að taka á bönkunum, hvað þá sínum eigin innanbúðarmálum.

Samstarf Evu Joly og SFO vekur samt vonir um að það muni takast að stöðva þá menn sem féfléttu þetta samfélag og keyrðu það nánast í þrot. Okkar Íslendinga bíða síðan hreinsanir í stjórnsýslunni þegar búið er að taka þessa menn úr umferð.

 


mbl.is Kaupþingsleki hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur lengi loðað við, að íslenska dómskerfið  er afar óburðugt til að takast á við stór og alvarleg efnahagsbrot.  Bæði er þar um að kenna mannfæð og skorti á þekkingu, til þess að upplýsa slíkt. 

Bendi á þetta blogg frá því í morgun, þar sem var verið að fjalla um þessi mál.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ekki skortur á mannafla. Það er skortur á vilja. Ekki vill stjórnkerfið að lokinu verði lyft af keitutunnunni ? Þáttaka stjórnkerfisins langt aftur í tímann blasir við. Þau munu stöðva alla alvöru rannsókn.

Finnur Bárðarson, 10.8.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Deili með þér vaxandi vantrú og trausti á íslenska rannsóknaraðila. Ég held að bretar, jafnreyndir og þeir eru, hafi frá degi eitt rannsakað bankana, 2-3 menn svo lítið beri á í fyrstu. Nú hafi þeir fengið átyllu til að hefja "full scale" rannsókn og til að fá meiri upplýsingar héðan þá bjóði þeir fram samstarf. Það og frumkvæði þeirra að ná sambandi við Evu Joly gefur smá von um réttlæti. Réttlæti sem íslensk stjórnvöld og stjórnmálaflokkar vilja ekki að nái fram að ganga.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað með peningamarkaðsbréfin sem reyndust vera verðlítill pappír?

Eftirlitsaðilarnir fengu líka flöskur frá bönkunum

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Flöskur Sigurður?

Það sem ég hef heyt þá þáðu umræddir eftirlitsaðilar, stjórnmálamenn, embættismenn og fórkólfar lífeyrissjóðanna meðal annars eftirfarandi:

  • Áfengi sem mælist í baðkörum. Koníak, Viskí, rauðvín og hvítvín, allt það flottasta sem völ var á var sent á hundruð manna fyrir jól, áramót og páska. Kepptust bankarnir um að toppa hver annan í magni og gæðum.
  • Ferðir á erlenda knattspyrnuleiki voru stöðugt í gangi og ferðir á slíka leiki þáðu flestir þessara manna.
  • Veiðiferðir, í lax og hreindýr. Í þessar ferðir fór meira og minna öll stjórnsýslan ásamt þingmönnum og stór hluti sveitarstjórnarmanna minnst einu sinni á sumri í boði bankana. Áhugamenn um veiði þáðu ferðir í boði allra bankana og margra sparisjóða.
  • Sérstakar veiðiferðir til útlanda í lax, hreindýr og til veiða á villisvínum í Austur Evrópu og safaríferðir til Afríku. Háttsettum var boðið í slíkar ferðir. Villisvínaveiðar úr þyrlum voru vinsælar. Þar var mönnum keyrt milli staða í Bens jeppum og gist í glæsihöllum þar sem rauður dregill var út á götu og á móti "veiðimönnum" tóku logandi kyndlar og þjónar. Inni biðu svo vín og villtar meyjar.
  • Ferðir á allskonar sýningar, vörusýningar, listviðburði o.s.frv.
  • Farið var með þetta fólk í endalausar kynnisferðir að sýna starfsemi og fyrirtæki þar sem bankarnir komu að fjármögnun.

Allur kostnaður og allur viðurgjörningur á þessum ferðum var alltaf greiddur af bankanum. Í mörgum þessara ferða var mökum boðið með.

Í slíkum ferðum þekktist það að menn fengu sérstök kredit/debit-kort til notkunar á meðan á ferðinni stóð. Oft var síðan ekki gengið eftir að menn skiluðu þeim þó heim væri komið. Menn voru aldrei rukkaðir fyrir notkun á þessum "bankakortum".

Þetta er svo fyrir utan allt fjármagnið sem flóði úr bönkunum til stjórnamálaflokkanna og stjórnmálamannana. Sagt er að allir þeir sem gengt hafa ráðherraembættum á síðustu árum og fjöldi þingmanna eigi bankareikninga erlendis.

Þetta eru þær sögur sem mér hafa verið sagðar af ýmsum á síðustu 5 til 6 árum og ég sel þær ekki dýrari en ég keypti þær.

Sé bara hluti að þessum sögum réttar þá er stjórnsýslan og kjarninn í þingmannahópnum svo djúpt sokkinn í net bankana og fyrrum eigenda þeirra að þeir geta ekkert gert. Hendur þessa fólks eru bundnar eftir allt það sem það hefur þegið og þeirra heitasta ósk er að þessum málum sé sópað undir teppi og þessi mál öll þögguð niður. Það er það sem stjórnsýslan okkar er að reyna að gera og hefur verið að reyna að gera frá því Valtýr Sigurðsson og Bogi Nílsen voru skipaðir til þess að rannsaka hvort hugsanlega hefðu verið framin lögbrot í tengslum við hrun bankana. Þessum mönnum var falið að rannsaka syni sína. Sá gjörningur var einhver mesta tilraun til yfirhylmingar sem sést hefur í ríki sem telur sig vera réttarríki.

Hér átti svo sannanlega að þagga allt niður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 15:00

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja Friðrik, þú gerir mig kjaftstopp með athugasemd þinni! Spilling af þessari stærðargráðu er nánast óhugsandi - eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Arinbjörn

Þegar þessar sögur voru sagðar á sínum tíma þá var það gjarnan undir þannig kringumstæðum að ég tók það aldrei þannig að menn væru að skálda þessar sögur, en eins og ég segi ég sel þær ekki dýrari en ég keypti þær.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.8.2009 kl. 00:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband