Á að tryggja innnlendar innistæður hér heima yfir 20.887 evrur?

Eva Joly kemur að kjarna málsins þegar hún bendir á að Icesave gengur út á það að láta Íslensku þjóðina tryggja innistæður í bönkum, hér heima og erlendis, langt út yfir lög og reglur.

Hollendingar ætla að ábyrgjast Icesave reikningana hjá sér upp að 100.000 evrum og Bretar að ég held upp að 150.000 pundum. Samkvæmt Icesave samningnum eiga þessar þjóðir að fá 50% af eignum Landsbankans til sín til að svo geti orðið. Þessar tryggingar Breta og Hollendinga á Icesace eru hrein viðbót við þær tryggingar sem okkur Íslendingum ber skylda að tryggja skv. Íslenskum lögum og reglum ESB, þ.e. 20.887 evrur per reikning.

149Með öðrum orðum, eignir Landsbankans á að nota til að tryggja erlendum innistæðueigendum upphæðir langt umfram það sem Íslensk lög og reglur ESB gera ráð fyrir að Ísland eigi að ábyrgjast.

Ef bara væri verið að tala um að tryggja þessar 20.887 evrur per reikning og allar eignir Landsbankans væru notaðar í það þá væru væntanlega ekki að falla miklar ábyrgðir á okkur Íslendinga. Eignir bankans myndu sjálfsagt duga langt upp í það að greiða út 20.887 evrur per reikning. En samkvæmt Icesave samningnum fáum við bara 50% af eignum bankans til okkar. Bretar og Hollendingar fá 50% eigna bankans til sín og eins og samningurinn er þá munu falla 300 til 1000 milljarðar króna á þjóðina vegna þessa.

Af hverju Íslenska samninganefndin samþykkti að Bretar og Hollendingar eigi að fá 50% af eingnum Landsbankans skil ég ekki frekar en Eva Joly.

En Icesave samningurinn gengur ekki bara út að gera upp við Breta og Hollendinga. Hann gengur út á að Alþingi staðfesti loforð Geirs Haarde frá því í haust að allar innistæður hér heima væru að fullu tryggðar af ríkinu, óháð fjárhæð. Þar lofaði Geir upp í ermina á sér með ekkert umboð frá Alþingi og tóma banka á bak við sig.

Ef Icesave samningurinn verður ekki samþykktur og samið upp á ný þar sem Ísland ábyrgist bara þessar 20.887 evrur per reikning þá er líklegt að allar innistæður yfir 20.887 evrum sé tapað fé. Það gildir þá jafnt um innistæður Íslenskra aðila sem erlendra.

Sjá nánar bloggfærslu mína um þetta mál frá í gær, Í átökunum um Icesave endurspeglast örvænting innlendra fjármagnseigenda.

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill eins og sá á undan. En smáathugaemd um að ábyrgð ríkisins. Tryggingasjóðurinn var ekki með ríkisábyrgð og þar af leiðandi leikur stór vafi á ábyrgð ríkisins, eins og Stefán Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor hafa ítrekað vakið athygli á opinberlega og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt að honum finnist skoðanir þeirra vera vel rökstuddar.

Helga (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er rétt hjá þér Helga, en þegar t.d. Svíar segjast ekki afgreiða lánið til okkar frá Norðurlöndunum "nema við stöndum við okkar alþjóðlegu skuldbindingar", eru þeir þá ekki að vísa til þess að við eigum að tryggja 20.887 evrur per reikning?

Ef við gerum það, að tryggja 20.887 evrur per Icesave reikning, liggur þá ekki líka fyrir að sama verður að gilda um tryggingar á innistæðum í bönkum hér heima?

Hin leiðin er að samþykkja Icesave og tryggja allt í topp hér heima eins og Geir vildi og skuldsetja næstu kynslóðir. Snýst Icesave í raun ekki um þetta?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.8.2009 kl. 15:48

3 identicon

Ágætis grein hjá þér.

.....að tryggja allar innistæður óháð fjárhæð, þar lofaði Geir upp í ermina á sér með ekkert umboð frá Alþingi og tóma banka á bak við sig.....  ritar þú.

Getur verið að þeir sem "högnuðust" mest á þessu loforði Geirs hafi verið þeir sem, uppfullir af græðgi og siðleysi, höfðu hagnast mest á spilltu bankakerfi landsins og annarri spillingu hér innanlands.  Tæplega var þar stór hópur af "venjulegum" Íslendingum, sennilega hefur Geir verið að hugsa um einhverja sem honum stóðu nær.    Þessar aðgerðir Geirs "þola ekki" bankaleynd, þessar aðgerðir Geirs verður að endurskoða, enda margir lögfróðir menn sem telja þessi "loforð Geirs" án lagaheimilda.  Verkefni fyrir Evu Joly, þeir sem mest högnuðust, ættu að útskýra fyrir Evu Joly hvernig bankainnistæður þeirra "fæddust" og hvaðan peningarnir komu. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Landfari

Eftir því sem mér skilst hefur alþingi samþykkt með neyðarlögunum að greiða innlendum innistæðueigendum alla sína innistæðu. Það kemur Bretum og Hollendingum ekkert við enda er það gert með skattpeningum en ekki eignum úr þrotabúinu. Ég geri ráð fyrir að Geir hafi verið búinn að tryggja að neyðarlögin yrðu samþykkt þegar hann lofaði þessu.

Það út af fyrir sig að tryggja innledar innistæður er ekki bara hagsmunamál innistæðueigenda. Tilgangurinn með því var að bjarga því litla sem eftir var af trausti á bönkum meðal fjármagnseigenda. Ef almenningur hættir að treysta bönkum fyrir fé sínu verða engnir bankar. Án bankastarfsemi verður ríkið tæpast rekið. Þannig að það hékk fleira á spýtunni en að bjarga "ríka" fólkinu sem á peninga í bönkum.

Sama erðu Bretarnir og Hollendingarnir til að koma í veg fyrir að fólk missti trúna á þarlenda banka. En bretarnir borguðu bara sínum þegnum eftir því sem mér skilst. 

Landfari, 1.8.2009 kl. 16:56

5 identicon

Ég veit ekki í hvað Svíar eru að vísa, en það er hárrétt hjá þér að Svíar, aðrar Norðurlandaþjóðir, Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar og e.t.v. fleiri hafa sagt að Íslendingar ættu að standa við skuldbindingar sínar. Vandinn er að deilan um hverjar skuldbindingarnar eru er enn óleystur.

En eins og áðurnefndir lögmenn hafa ítrekað bent á þá voru skyldur Íslendinga að setja Trygginasjóðinn á laggirnar, sem þeir gerðu árið 1999 og þar með höfðu þeir uppfyllt skuldbindingar sínar.

Það er ekki stafkrókur um það í lögunum að tryggingasjóðurinn eigi að borga hverja evru í hverjum banka í hverju landi. Svo er þetta atriði með lágmarkstrygginguna, 20,887 evrur. Hún á sjálfsagt við ef einn banki af t.d. 500 eins og í Þýskalandi hrynur. En getur hún átt við þegar allt bankakerfið hrynur eins og gerðist hér? Úr þessu höfum við ekki fengið skorið.

Ég get ekki fellt mig við að íslensk stjórnvöld hafi ekki haldið skoðunum áðurnefndra lögmanna á lofti og staðið fast á því að íslenska þjóðin fái að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Hvorki Svíar né aðrir geta komið 10 árum eftir stofnun Tryggingasjóðsins og endurtúlkað tilskipanir ESB sem Tryggingasjóðurinn byggir á. Og það er hneisa að íslensk stjórnvöld skuli ekki svara þessu fullum hálsi og fá menn eins og lögmennina til að vinna með sér.

Helga (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Landfari

Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Með því að tryggja eingöngu innistæður Íslenginga í en ekki útlendinga í Landsbankanum þá er verið að mismuna þessum einstaklingum eftir þjóðerni. Það stenst hvorki íslensku stjórnarskrána né alþjóða lög. Þú mismunar ekki með þessum hætti einstaklingum eftir þjóðerni.

Tryggjum við innistæður þeirra Íslendinga sem eiga fé í Landsbankanum að fullu en borgum útlendingum sem eiga fé í bankanum "bara" 20,887 evrur per reikning þá er um hreina og klára mismunun að ræða. Við munum tapa öllum málaferlum sem Hollenskir og Breskir innistæðueigendur  eru að hóta okkur. Allir dómstólar munu dæma okkur í óhag. Við getum ekki mismunað fólki með þessum hætti.

Eitt verður yfir alla að ganga, annað hvort tryggjum við allar innistæður að fullu, óháð hvort kennitalan er erlend eða Íslensk, eða við tryggjum bara skv. lögum þessar 20.887 evrur og búið og það gildir fyrir alla. Er þetta ekki málið?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.8.2009 kl. 17:26

7 identicon

"Eftir því sem mér skilst hefur alþingi samþykkt með neyðarlögunum að greiða innlendum innistæðueigendum alla sína innistæðu. Það kemur Bretum og Hollendingum ekkert við enda er það gert með skattpeningum en ekki eignum úr þrotabúinu."

Þetta er alrangt hjá Landfara. Íslenska ríkið færði innstæður úr gamla Landsbanka yfir í nýja Landsbanka ásamt eignum sem tilheyrðu íslenska hluta bankans. Þannig að íslenskar innstæður eru fjármagnaðar með eignum úr þrotabúi Landsbankans en ekki af íslenska ríkinu. Þessi aðferðarfræði var notuð á alla bankana.

Það sem flækir málið er að íslenska ríkið mismunaði innstæðueigendum Landsbankans á grundvelli þjóðernis með því að ábyrgjast ekki innstæður Englendinga og Hollendinga á sama hátt og hún ábyrgðist innstæður Íslendinga.

Dude (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:04

8 identicon

Rangt hjá þér, Dude!

Íslenska ríkið mismunar EKKI innstæðueigendum á grundvelli þjóðernis.

Íslenska ríkið mismunar innstæðueigendum eftir því í hvaða landi þeir eiga peninga á bankareikningi.

Innstæður útlendinga á Íslandi eru nákvæmlega eins tryggðar og innstæður Íslendinga á Íslandi.

Innstæður Íslendinga í útlöndum eru nákvæmlega eins tryggðar og innstæður útlendinga í útlöndum.

Helga (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: Landfari

Ég veit ekki betur en ríkissjóður sé búinnað dæla milljörðum í nýju bankana tilað koma á móts við flutning innlánanna úr gömlu bönkunum. Þeir eru ekki reknir á því sem kom úr þrotabúunum.

Stjórnarskráin bannar ekki ríkisjóði að tryggja Íslendinga fyrir áföllum þó hún tryggi ekki erlenda ríkisborgara.  Ríkið var fyrst og fremst að bjarga sjálfu sér með því að tryggja innlendar innistæður ( óhað þjóðerni reyndar) því ef það hefði ekki verið gert er næsta víst að allir hefðu rokið til og tekið út sínar innistæður. Þar með hefði restin af bönkunum hrunið og enginn lagt fé inn á banka. Án bankakerfis verður ríkið ekki rekið.

Þetta sama gerðu Bretarnir. Þeir greiddu ekki  öðurm en breskum einstaklingum sínar innistæður. 

Landfari, 1.8.2009 kl. 21:59

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Á maður ekki að fara í bankann á morgun og taka allt út í seðlum og setja undir koddann?

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 09:26

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Helga

Þetta sem þú segir er rétt varðandi Kaupþing Edge innlánsreikningana og innlánsreikningana hjá Glitni en gilda þessi rök varðandi Icesave reikninga Landsbankans? Þeir reikningar eru annars eðlis. Þetta voru reikningar sem voru stofnaðir og geymdir í bankanum hér heima. Þetta voru Íslenskir reikningar í Íslenskum banka hér í Reykjavík sem útlendingar áttu.

Peningar sem lagðir voru inn á Icesave netbanka Landsbankans, það fé fór inn á reikninga bankans hér í Austurstræti í Reykjavík. Þetta þýðir að Íslenskt sveitarfélag sem átti t.d. 500 milljónir inni á bankabók í Landsbankanum, ríkið mun greiða út og tryggja þá  innistæðu að fullu. Hollenskt sveitarfélag sem á sömu upphæð inni á reikning í Landsbankanum fær að hámarki 100.000 evrur eða sem svarar í dag 18 milljónum. Þetta Hollenska sveitarfélag tapar mismuninum. Í báðum tilfellum voru peningarnir geymdir í útibúi Landsbankans við Austurstræti.

Þeir Hollensku og Bresku aðilar áttu háar fjárhæðir inni í Landsbankanum og eru að tapa miklu fé þeir eru búnir að mynda með sér samtök og ætla að lögsækja bankann og ríkið vegna þessarar mismununar. Þeir eru æfir yfir þessari mismunun, Íslendingar fá allt sitt borgað út að fullu út úr útibúinu í Austurstræti en þeir ekki, bara af því að þeir eru útlendingar.

Er ekki einsýnt að ríkið getur ekki leyft sér að mismuna innistæðueigendum í útibúinu í Austurstræti eftir þjóðerni með þessum hætti? Er ekki einsýnt að ríkið mun tapa þessum málaferlum? Hvaða fjárhæðir lenda þá á þjóðinni?

Vissuleg er það þannig að þjóðirnar hér í kring eru að tryggja allar innistæður í sínu bankakerfi. Engin þeirra er þó í þeirri stöðu að vera með bankakerfi sem var tíu sinnu stærra en landsframleiðslan.

Er með sanngirni hægt að ætlast til að Íslenska þjóðin tryggi að fullu allar innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarbúskapurinn?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 10:08

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Andri 

Nýju bankarnir eiga eftir að borga fyrir þær eignir/útlán sem þeir tóku út úr gömlu bönkunum. Lánadrottnar gömlu bankana eru með veð í þessum eignum/útlánum og vilja fá greitt. Nýju bankarnir eru fjárvana og geta ekki greitt fyrir þessar eignir. Þess vegna er verið að semja við lánadrottna gömlu bankana að þeir taki yfir þessi útlánasöfn og þar með nýju bankana sem greiðslu því ríkið hefur ekki burði til að borga fyrir þær eignir sem búið var að moka inn í nýju bankana.

Bankamenn hafa væntanlega farið þar offari eins og fyrri daginn og sett allt of mikið af eignum úr þrotabúum gömlu bankana inn í þá nýju. Alla vega svo mikið að hvorki ríkið né aðrir Íslenskir aðilar gera keypt þessar eignir út úr þrotabúunum og þess vegna er eignarhaldið á Íslenska bankakerfinu að færast út höndum Íslendinga til útlendinga. Í framhaldi verða það væntanlega útlendingar sem munu eignast allt það sem verðmætast er á Íslandi.

Það er því ljóst að það eru engir peningar inni í bönkunum til að tryggja allar þær innistæður sem þar eru, þess vegna er ríkið að róa alla með því að segjast ábyrgjast þær. En staða innistæðueigenda er óljós. Meðan neyðarlögin eru í gildi, þ.e. í 14 mánuði í viðbót þá eru þeirra kröfur rétthærri en annarra kröfuhafa. Þegar neyðarlögin falla úr gildi þá hafa þeir engan forgang og fara þeir þá ekki í röðina sem einn af kröfuhöfum í gömlu bönkunum?

Eignist útlendingar bankana þá eru þeir ekki bundnir af loforðum einhverra stjórnmálamanna. Þeir munu uppfylla kröfur laganna varðandi innistæðutryggingar, búið.

Hafni Alþingi auk þess Icesave þá er loforð Geirs Haarde frá því í haust að ríkið ábyrgist allar innistæður óháð upphæð í uppnámi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 11:09

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er rétt að taka það fram þar sem þetta eru viðkvæm mál að það sem ég set hér fram á síðunni, þetta eru mínar ályktanir sem ég er að draga af þeim upplýsingum sem hef. Þetta er mitt álit, mínar ályktanir og mínar tilgátur.

Og ég er ekki að halda því fram að ég sé óskeikull í þessum ályktunum mínum og tilgátum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Einmitt, þetta er viðkvæmt mál, því ef það fer að kvisast út að innistæður séu ekki 100% tryggar fara menn að taka peningana sína út og geyma út í bilskúr. Þetta hefur keðjuverkandi áhrif sem erfitt er að stoppa.  Geir gat stoppað þetta í október með því að gefa út yfirlýsinu um að sparifé væri öruggt en ólíklegt er að önnur yfirlýsing sama efnis nú hefði sömu áhrif.  Algjört öngþveiti myndi skapast við útibú bankanna og þar sem við höfum mjög fámenna lögreglu er ekki gott að segja hvað gerist.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 11:45

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er setning neyðarlaganna sem setti allt í vitleysu. Það voru til staðar lög og reglur sem gátu haldið og trúlega hefði skaðinn orðinn minni til lengri tíma litið. Taugaveiklunin og skammsýnin sem réð ríkjum við upphaf hrunsins er helsta orsök þess að í framhaldinu er allt í illleysanlegum hnút.

Leysa þarf hins vegar málin frá núverandi stöðu og það virðist vefjast fyrir fólki að ekki er hægt að spóla til baka og fá að "gera" upp á nýtt eða fá "Mulligan" eins og golfarar kalla það!

Haukur Nikulásson, 2.8.2009 kl. 11:55

16 identicon

Sæll Friðrik!

Þú spyrð mig: "Er með sanngirni hægt að ætlast til að Íslenska þjóðin tryggi að fullu allar innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarbúskapurinn?" Mitt svar er: Nei, það er alls ekki sanngjarnt og það myndi ég segja um hvaða aðra þjóð. Regluverk ESB stóðst ekki! Það kom í ljós að það virkar ekki þegar heilt bankakerfi hrynur. Þetta er vandamál ESB en ekki þjóðarinnar sem fyrir því verður.

ESB skipaði svo fyrir að EES löndin myndu stofnsetja tryggingasjóð, en á honum er ekki ríkisábyrgð og það er skv. ESB. ESB og EES byggir m.a. á frjálsum flutningum fjár milli landa. Það sem gerðist  hér sýnir að þetta virkar ekki í reynd. Til að leysa úr þessu verður að leita til dómstóla. Það er líka réttur okkar Íslendinga að fá úr því skorið fyrir dómstólum hver er réttur okkar.

Enn og aftur vek ég athygli á greinum LB og SMS og spyr af hverju vildi stjórn GH og ISG ekki fara að ráðleggingum þeirra og njóta sérfræðiþekkingu þeirra. Og af hverju vildi núverandi stjórn það ekki heldur. Hún vitnaði í undirritaða minnismiða en ég hef engan lögmann heyra halda því fram að minnismiðar séu lagabindandi: Það er Alþingi eitt sem getur bundið íslenska ríkið.

ISG og GH sneru þessu risastóramáli frá því að vera leyst lagalega yfir í að vera pólitískt þrætuepli. Fyrir það eiga það að mínu viti að svara þjóðinni.

Annað sem þú veltir fyrir þér velti ég líka fyrir mér. Ég skil ekki af hverju stjórnin felur ekki lögmönnum eins og Lárusi Blöndal og Ragnari Hall og lagaprófessorum eins og Stefáni Má, Björgu Thorarensen og Eiríki Tómassyni að leiða þetta mál!

Til Andra! Já, taktu út allar innstæður þínar í íslenskum bönkum og settu þær undir koddann eða í bankahólf, fer eftir því hvað koddinn þinn lyftist mikið og hálsinn á þér þolir. Áskotnist þér erlendur gjaldeyrir geymdu hann þá í bankahólfi. Það er aldrei að vita hvenær úttektargjald verður hækkað það mikið að það éti upp allar innstæður.

Helga (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband