Skýjaborgir Seðlabankans

Ótrúlegar eru þær forsendur sem Seðlabankinn gefur sér þegar hann metur getu ríkisins til að standa við Icesave samninginn.

108Að það fáist 75% upp í eignir gamla Landsbankans er hreint ótrúleg bjartsýni. Var ekki verið að taka eignir út úr gamla bankanum og setja yfir í þann nýja með gríðarlegum afföllum. Voru Íslensku útrásarvíkingarnir ekki með fjórðung útlána bankans og er það fé ekki allt glatað? Þessar eignir bankans, hve mikið af þeim er þegar veðsett og verða því ekki til skiptana?

Til þess að dæmið geti þar að auki gengið upp hjá Seðlabankanum þá þarf að koma til hagvöxtur og mikill afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum.

Aðrar afborganir sem ríkið þarf að greiða á sama tíma, ekkert er gerð grein fyrir þeim.

Til að afla fár til greiðslu á Icesave stingur Seðlabankinn upp á skattahækkunum og hefur með öllu gleymt nýgerðum Stöðugleikasáttmála sem ríkið og aðilar vinnumarkaðarins hafa gert þar sem samið er um niðurskurð og skattahækkanir á næstu árum til að brúa 150 milljarða halla á ríkissjóði.

Það voru svona Excel útreikningar sem settu þjóðina í gjaldþrot. Forsendurnar allar byggðar á glórulausri bjartsýni og efnahagslífið allt byggt á skýjaborgum.

Þessir Excel snillingar eru greinilega enn á fullu í Seðlabankanum og eru að kveikja þar villuljós sem er að leiða stjórnvöld og þjóðina út í enn eina kelduna.

Hafi þeir þökk fyrir. 

Mynd: Á Löngufjörum


mbl.is Skuldin 340 milljarðar 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það þarf nú ekki mikla spekinga til að sjá, að þjóðarbúið hefur nú ekki hingað til átt mikið afgangs til að greiða RAUNVERULEGAR skuldir sínar.

Barnalánið sem tekið var af Gunnari Thoroddsen og Vinstri stjórn hans er ekki enn greitt, er á gjalddaga 2012

Öngvar líkur eru til, að spá manna þá, um að nógir peningar væru til í sjóðum þá (2012) svo að allt væri í lagi, að skrifa uppá víxil þangað til.

Þjóðin skuldar EKKI óreiðuskuldir bankana og í raun ætti að endurskoða allar kröfur bankana sem byggja á Verðtryggingu, þar sem þeir fiktuðu vísvitandi með eindregnum brotavilja í GRUNNI ALLRA LÁNASAMNINGA gerða með Verðtryggingu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.7.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Heyr - heyr Bjarni "eins og talað frá mínu hjarta...."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 16.7.2009 kl. 12:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband