Dýrasta rafmagn í heimi í Færeyjum og Grænlandi.

Í framhaldi að skrifum mínum um sölu á rafmagni í gegnum sæstreng til Evrópu þá hef ég orðið var við mikinn áhuga í Færeyjum og Grænlandi á kaupum á rafmagni frá Íslandi. Í þessum löndum þá er allt rafmagn framleitt með díselrafstöðum. Verð á olíu var komið í sögulegar hæðir fyrir ári síðan en féll gríðarlega í kjölfar bankahrunsins í haust. Verðið hefur síðan þá hækka mikið allt þetta ár.

06

Með áframhaldandi hækkun olíuverðs þá hækkar rafmagnsverð í þessum vinalöndum okkar sem aftur þýðir skerðingu lífskjara og verri samkeppnisstöðu fyrirtækja þeirra og útflutningsgreina.

Sæstrengur frá Íslandi til Evrópu yrði lagður með viðkomu í Færeyjum. Þessa nýju strengi þarf að kæla og eru Færeyjar kjörin staður til að taka slíka sæstrengi þar upp og vera þar með kælingu á strengnum. Handhægt yrði því að selja Færeyingum rafmagn yrði slíkur sæstrengur lagður.

Mynd: Flugstöðin í Kulusuk í byggingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fróðlegt þætti mér að vita hvort að ódýrari sæstrengur, ekki kældur, lagður til Færeyja stæði undir sér í orkusölu eingöngu þangað. Án þess að ég hafi þekkingu til óttast ég að dreifð byggð Grænlands og fólksfæð útiloki sölu þangað. Það kann að vera að svo sé líka í Færeyjum.

Dreifikerfi Færeyja er sjálfsagt ekki mikið, því það hlýtur að vera ódýrara að hafa rafstöð í hverri ey, frekar en að hafa eina stóra dísilrafstöð fyrir allar eyjarnar og leggja rafstrengi á milli þeirra. Þekking mín á Færeyjum brestur þarna og reifa ég þetta eingöngu á líkum...

Haraldur Baldursson, 6.7.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Friðrik: Rafstrengur til Færeyja væri afar kostnaðarsöm framkvæmd, til að nefna nokkuð þá er markaður í Færeyjum afar smár, vegalengdin er alveg gríðarleg yfir 400 kílómetrar, og til að flytja rafmagn svona langt með sem minnstu tapi þarf að magna upp spennu og þeir spennar kosta alveg ótrúlegar upphæðir, því það þarf lágmark 2 annan til að spana upp og hinn til að spanna niður aftur, kapalinn sjálfur er síðan gríðarlega dýrt fyrirbæri, ekki bara vegna vegalengdarinnar heldur vegna svæðisins sem þarf að fara með hann um, allt í allt væri um gríðarlega dýra framkvæmd að ræða, og ekki víst að Færeyingar væru tilbúnir að greiða það verð sem þyrfti að inna af hendi fyrir herlegheitin, en að sjálfsögðu á að skoða þennan möguleik eins og aðra, það er hins vega ekkert ólíklegt frekar en annað að fyrir Færeyinga, væri hagkvæmasti kosturinn í orkumálum líkast til lítið kjarnorkuver, nú eða hreinlega gasleiðsla frá svæðunum í kringum þá.

Magnús Jónsson, 6.7.2009 kl. 22:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband