Veist þú hvað varð um peningana?

Hvað varð um alla peningana sem voru í bönkunum? Það ganga þær sögur að það hafi ekki verið til dollar í Landsbankanum þegar ríkið yfirtók bankann. Svipuð staða hafi verið í hinum bönkunum. Hvað varð um alla peningana sem voru í bönkunum og hvað varð um peninga útrásarvíkinganna?

111_1122Enn hefur þeim sem vilja koma fram og segja frá ekki verið boðin sakaruppgjöf. Það var rætt um það í upphafi að bjóða þeim sem vildu koma fram með upplýsingar sem gætu upplýst undanskot eða lögbrot, þeim yrði boðin friðhelgi gegn lögsókn. Ekkert slíkt hefur litið dagsins ljós.

Eins eru það þeir sem búa yfir ýmsum upplýsingum en vegna ýmissa aðstæðna vilja ekki, geta ekki eða hreinlega nenna ekki að koma fram með þessar upplýsingar og fara í gegnum allt það ferli sem því mun fylgja. 

Nú eru liðnir 8 mánuður frá gjaldþroti bankana. Enginn hefur enn verið ákærður. Rannsóknaraðilar virðast ekki finna eða fá í hendur þau gögn sem þarf til að þeir geti ákært. Er ekki rétt að við almennir borgarar reynum að aðstoða við þessa rannsókn? Ég vil leggja mitt af mörkum.

Það þarf að skapa þeim sem vilja koma fram með upplýsingar um undanskot og lögbrot sem áttu sér stað í aðdraganda bankahrunsins og eftir það vettvang til að láta þær í té. Það þarf að skapa vettvang þar sem þessu fólki er boðið að koma fram með sínar ábendingar án þess að það þurfi sjálft að stíga fram undir nafni og að það geti lagt slíkar upplýsingar fram í skjóli nafnleyndar.

Þeir sem vilja koma slíkum upplýsingum á framfæri en vilja ekki fara með þær til lögreglu eða í fjölmiðla, þeim er velkomið að koma slíkum upplýsingum á framfæri við undirritaðan, netfangið er fhg@simnet.is eða síma 894 1949.

Fyllsta trúnaði er heitið. 

Undirritaður mun koma þeim upplýsingum sem honum berst í hendur til réttra aðila og upplýsa að þetta séu nafnlausar ábendingar sem honum hafi borist í gegnum þessa vefsíðu.

Mynd: Blönduhlíðarfjöll

 


mbl.is Rætt við matsfyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef ég vissi hvar peningarnir væru þá væri ég búinn að benda á þá.

Offari, 22.6.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hmmm... hvernig væri að skoða byggingarsögu bláleits einbýlishúss í Skerjafirði, hvers skráður eigandi og íbúi er sagður hafa ekki borgað eina einustu krónu fyrir úr eigin vasa... ?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 03:19

3 Smámynd: Dúa

Bíddu....ert þú að bjóða þig persónulega fram til að taka á móti upplýsingum um lögbrot?

Dúa, 22.6.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Dúa.

Ég vil opna leið fyrir þá sem vilja koma fram með upplýsingar eða ábendingar sem tengjast fjármálabraskinu en vilja ekki fara sjálfir til lögreglur eða til rannsóknaraðila. Þeim upplýsingum eða ábendingum er velkomið að koma til mín.

Þær ábendingar sem munu berast í gegnum þessa vefsíðu, sem ég geri ráð fyrir að verði allar nafnlausar, þær verða sendar áfram til réttra aðila og engra heimildamanna verður getið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 11:15

5 identicon

Falleg mynd, Friðrik Hansen:

Útsýn þessi er feikifríð
fangar auga og töfrar mig.
Sér til Vagla hátt í hlíð
og Húseyjarkvíslin bugðar sig.

Fox (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:54

6 Smámynd: Dúa

Ok

Fannst það samt smá skrýtið því fólk getur auðveldlega sjálft komið nafnlausum ábendingum til yfirvalda.

Dúa, 22.6.2009 kl. 16:38

7 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Lánshæfismat íslenska ríkisins lækkar að sjálfsögðu því augljóst er þeim sem setja lánshæfismat eftir reglum, að augljóst er að á Íslandi verður sama frændsemin við lýði og áður, það sanna bankarnir núna á hverjum degi.
Ennfremur er ekki sannfærandi hvað mörlandinn er að gera til að hreinsa upp fortíðina og fá hreint borð. Þannig að glæpamenn séu dregnir fyrir dóm en ekki bara afhentar heilu samsteypurnar til að reka undir nýrri kennitölu!

Lánshæfismat byggir á því hvað landinu er treystandi fyrir ábyggilegum rekstri á þjóðarbúskap. Og við erum búin að koma upp um okkur. Nú vita allir af spillingunni á Íslandi og erlendis er liðið ennþá í sjokki. Og það er líka alveg makalaust að ekki eigi að taka til, bara byggja ofaná óþrifin. 

Margrét Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 16:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband