Á þjóðin nú að borga skuldir óreiðumanna?

112_1252Ekki hljómar þessi lausn á Icesave vel í mín eyru. Með þessum gjörningi mun ábyrgðin á Icesave lenda með fullum þunga á þjóðinni. Ég hélt það væri það sem menn ætluðu einmitt ekki að gera. 

 

Í þessari frétt kemur reyndar ekki fram hvað nákvæmlega er verið að semja um. Eins og ég skil þetta hafa menn verið að tala um þrjár leiðir til að loka þessu Icesave máli.
  1. Ríkið tryggir Icesave innistæður með þeim fjármunum sem liggja í sérstökum tryggingasjóði sem innlánsstofnanir lögðu fé í. Þessi sjóður er til að tryggja innistæður innlánseigenda skv. Íslenskum lögum.
  2. Ríkið tryggir rúmar 20.000 evrur á hverjum innlánsreikningi sem er skuldbinding okkar skv. reglum ESB.
  3. Ríkið tryggir allar innistæður í Icesave að fullu óháð upphæð. Geir Haarde taldi sig hafa umboð til þess sem forsætisráðherra að skuldbinda þjóðin fyrir þúsund milljarða þegar hann hélt sjónvarpsávarp í haust í beinni útsendingu og lofaði að ríkið myndi tryggja allar innistæður í Íslenskum bönkum. Og ég sem hélt að Alþingi eitt hefði fjárveitingarvaldið en ekki einstaka þingmenn þó þeir gegni tímabundið ráðherrastöðu. 

Ekki kemur fram í fréttinni hvaða leið af þessum þrem er verið að semja um.

Ég neita að trúa því að Íslenska samninganefndin ætli að láta þjóðina taka á sig þessar Icesave skuldbindingar að fullu samkvæmt lið 3 hér að ofan. Ég neita að trúa því að Íslenska samninganefndin ætli að láta þjóðina taka á sig ábyrgðir umfram þessar 20.000 evrur á hverjum innlánsreikning. Best væri að halda sig við Íslensku lögin, samanber lið 1) hér að ofan og láta eignir Landsbankans + það sem er í tryggingasjóð innlánsstofnanna upp í þetta og búið.

Ekki samþykkja að þjóðin sé veðsett út af þessu Icesave sukki. Ekki láta skuldir vegna Icesave falla á almenning á Íslandi.

Mynd: Í túninu á Hrafnabjörgum, Svínadal.

 


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég setti smá athugasemd á bloggið mitt í gær,það er mín skoðun.Maður vill fá að vita hvort heilög Jóhanna er að ljúga að okkur varðandi AGS,þeir virðast vera farnir að stjórna hér og ef svo heldur áfram þá spyr ég bara i hvaða höndum munu okkar auðlindir lenda svo sem Landsvirkjun Orkuveitan og fiskurinn í kringum landið okkar.Svona vinnur AGS setja þvinganir á lönd og taka síðan veð í því sem dýrmætast er í hverju landi og koma því svo fyrir að aldrei sé hægt að borga og þá er veðskuldin tekin og nýtt til fullnustu.Mín skoðun er sú að senda AGS burt og það strax áður en það verður of seint,gera bankana upp stofna einn ríkisbanka hann dugar landinu alveg,sparisjóðirnir meiga halda sér og önnur smærri fjármálafyrirtæki.Við getum aldrei borgað þessar skuldir þessara pókermanna sem töpuðu og ef ríkisstjórnin ætlar að borga þetta þá eru öll okkar auðæfi farin fyrir eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar.Við þurfum að losna við þessa landráðastjórn strax og fá menn með dug og þor sem geta tekið ákvarðanir sem koma þjóðinni best.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Í kvöldfréttum í gær var sagt að Baugur og tengd félög hefðu stutt SF landráðaflokinn með rúmlega 40 millum,er kannski tenging á milli 40 milljóna og þessa einharða áhuga á inngöngu í ESB ég spyr bara???Baugur og tengdar verslanir hér á landi eru sennilega um 60-80% af öllum verslunum hér á landi og þeirra mesti gróði væri að komast í ESB geta flutt inn vörur ódýrt og ekki versla við innlendan iðnað og framleiðslu og þar með setja það á hausinn.Þetta er manni farið að gruna án þess að vita,kannski vita einhverjir eitthvað meira hérna á blogginu??Mér finnst nú helvíti hart af þessari aumu ríkisstjórn að ætla að láta okkur borga fyrir fjárglæframennsku þessara manna og líka að koma okkur í ESB galeiðuna.Er ekki nóg komið nú held ég að þjóðin þurfi að taka völdin og koma landinu í lag aftur,það erum við sem getum það en ekki ESB einsog kvislingarnir halda eða reyna að segja þjóðinni það með hvítum lygum.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 23:56

3 identicon

Mæltu manna heilastur, Friðrik. Innilega sammála, en hvað stoðar það þótt þjóðin sé sammála þér og mér, ef fulltrúar okkar á Alþingi eru það ekki og telja sig geta gert það sem þeim sýnist. Það geta engir stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl komið okkur út úr þeim djúpa skít sem búið er að koma okkur í. Stjórnmálamenn hugsa um eiginn pólitíska frama og hvað komi flokknum þeirra best, með tilliti til næstu kosninga (hvenær sem þær verða).  Það þarf að gefa þeim frí á meðan tekið er á málunum af festu, greind og heiðarleika. Nú þurfum við 10-12 manna þjóðsstjórn í 2-3 ár, skipaða af landsins hæfustu dætrum og sonum. Það fólk er ekki í vinnu í svarta húsinu við Austurvöll.

Hörður Hilmarsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 07:33

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ömurlegt og þjóðin mun aldrei líða þessi landráð.

Arinbjörn Kúld, 31.5.2009 kl. 08:03

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég held ég sé sammála ykkur hér að ofan, henda þessum AGS fólki út og það strax - við eigum heldur ekki að taka á okkur skuldbindingar sem við ráðum ekki við, hvað má gera ? Ríkið að fara sjálft í nauðasamninga ? kanski er það best og drífa í því strax ekki eftir neinu að bíða

Jón Snæbjörnsson, 31.5.2009 kl. 10:56

6 identicon

Sammála ykkur hér að ofan,af hverju eigum við að borga fyrir eitthvað sem kexruglaðir bankamenn komu okkur í.Fólk man kanski ekki eftir því að einn eða fleiri bankastjórar sögðust vera stoltir af þessum reikningum.Og með AGS glæpalýðinn hendum þeim út strax,ásamt þessari ömurlegu samspillingarstjórn sem var kosin yfir okkur

Magnús Steinar (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:42

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svo kemur helsti ráðgjafi Moggans (í dag) í IceSafe málinu, Sigurjón Árnason, og segir að ekkert muni lenda á ríkissjóði. Eignir dugi fyrir öllum skuldum. Er maðurinn ekki með réttu ráði ?

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nú ætla Bandaríkjamenn að gera General Motors gjaldþrota og stofna nýtt GM sem Bandaríkin, Kanada og lánadrottnar munu eignast.  Hluthafar missa allt sitt. Þetta stærsta gjaldþrot heims og stofnun nýs starfhæfs fyrirtækis á að taka 60-90 daga! Hér verða engin neyðarlög sett eða pólitískar skilanefndir settar á laggirnar.  Allt verður þetta unnið á faglegan og praktískan hátt.  Á Ísland eru 7 mánuðir liðnir frá  hruninu og enn eru engir bankar með efnahagsreikning starfhæfir hér.  Þetta sýnir hversu klúðurslega hefur verið haldi á málum hér og hvernig Íslendingar hafa spilað rassinn úr buxunum og gefir erlendum kröfuhöfum miklu sterkari stöðu en efni stóðu til.  Svona tekst til þegar hinir vanhæfustu eru ráðnir til erfiðustu verkanna!

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.5.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Heillavænlegast er að segja satt og rétt frá, að ljúga eða fegra um of er ekki til framdráttar, staða okkar er sennilega mjög slæm en ekki nokkur sála vill koma fram og henda í okkur blautri tuskunni og tala hreint út - flest okkar erum ekki til í að leggja árar í skaut

Jón Snæbjörnsson, 31.5.2009 kl. 21:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband