Skipun AGS, borgið niður erlendar skuldir með því að skera niður velferðarkerfið.

Skipun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, er óbreytt og skýr. Borgið niður erlendar skuldir ykkar með því að skera niður velferðarkerfið. Líka hefur komið fram í fréttum að AGS krefst þess að samfélagið verði áfram mergsogið með óheyrilegum stýrivöxtum sem eru langt, langt yfir þeim vöxtum sem allar aðrar vestrænar þjóðir búa við. Þá vilja þeir einnig viðhalda gjaldeyrishöftunum sem kemur í veg fyrir alla nýja erlenda fjárfestingu í landinu.

21042009021Með þessum áherslum AGS þar sem gjaldeyristekjur þjóðarinnar eru teknar í afborganir af erlendum lánum, atvinnulífið og almenningur er mergsoginn sem svívirðilegum vöxtum og skera á ríkisútgjöld niður um 1/3 þá er kreppan rétt að byrja hér á Íslandi og ekki mun sjá hér til sólar fyrr en eftir áratug eða svo.

Ég trúi því ekki að stjórnvöld ætli að halda áfram á þessari braut. Hver svo sem gerði þessa áætlun sem AGS keyrir eftir þá mun þjóðin aldrei sætta sig við þessa framvindu mála.

Að skera velferðarkerfið niður um 1/3 og standa á sama tíma við allar skuldbindingar við erlenda lánadrottna mun aldrei verða samþykkt. Ætli ríkisstjórnin virkilega að keyra þetta prógramm AGS fram þá mun allt loga hér í óeirðum.

Það sem á að gera nú er að semja um að frysta greiðslur af öllum erlendum lánum í þrjú til fimm ár. Ef samningar nást ekki um það á samt að hætta að borga af þessum lánum. Lækka síðan stýrivexti í 2% og koma hjólum atvinnulífsins í gang. Þegar ríkissjóður fer aftur að skila hagnaði á að byrja að borga af þessum erlendu lánum okkar.

Að ríkið skuli vera að borga á fullu af erlendum lánum sínum í miðri þessari djúpu kreppu þegar tekjur ríkissjóðs hafa minnkað svona gríðarlega er eitthvað sem verður að endurskoða.

Mynd: Hafnarfjarðarhöfn

 


mbl.is Ísland stendur undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála öllu sem þú segir.

Um myndina. Tókstu hana með Canon EOS vél með filter og súmmað út? Ég spyr, því ég fæ þennan svarta skugga líka. Súmma inn um 1-2mm og málið er leyst.

Villi Asgeirsson, 29.5.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Að vanda góður!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.5.2009 kl. 09:40

3 identicon

Finnst þetta svolítið mikið "svart og hvítt" umfjöllun hjá þér.  Því miður eru hlutirnir sjaldnast þannig í raunveruleikanum.  Mér finnst líka nokkuð merkilegt að nokkur treysti sér til að fullyrða svona hluti jafn afdráttarlaust eins og þú gerir.  Telur þú þig búa yfir nægri þekkingu og innsýn til að geta fullyrt að afleiðingarnar af þessum aðgerðum fyrir okkur Íslendinga væru viðunandi?

Mér finnst alla vega ágætt að velta fyrir mér líka öðrum túlkunum á þessu máli, t.d. frá öðrum áhugamanni um þjóðfélagsmál sérstaklega frá sjónarhorni launamanna.  Hann sér hinn ískalda raunveruleika í aðeins öðru ljósi en þú og verð að viðurkenna að sammála honum.  Því miður því að vera ósammála væri bæði auðveldara og vinsælla: http://gudmundur.eyjan.is/

ASE (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll/Sæl ASE

Erum við ekki hér leikir og lærðir á þessum vettvangi að velta þessum málum fyrir okkur. Öll sjáum við þessa hluti út frá okkar þekkingu og reynslu. Og mikið rétt hér er ég að draga mínar ályktanir út frá þeim upplýsingum sem okkur, almenningi í þessi landi, er skammtaður úr fjölmiðlum.

Hafi menn athugasemdir við þessar ályktanir mínar og fari ég með rangt mál þá er um að gera að koma með athugasemdir. Þeim er tekið fagnandi.

Ég hef lesið þessa grein hans Guðmundar á Eyjunni sem þú vísar hér í. Þar varar hann við þeirri hætti sem getur orðið lækki menn stýrivexti. Þá óttast menn að gengið falli enn meir.

Ég ásamt fleirum er ekki sammála þessu mati Guðmundar. Þegar við erum hér með þessi stífu gjaldeyrishöft þá þarf ekki að óttast fjármagnsflótta úr landi með tilheyrandi gengissigi.

Ég held menn gleymi líka eða vilja ekki sjá það tjón sem þessir háu stýrivextir eru að valda. Þessir okurvextir eru að hola allt atvinnulífið að innan. Þessir okurvextir eru að valda fjölskyldum í landinu ómælu tjóni. Bara af því örfáir "sérfræðingar" vilja endilega láta þjóðina ganga um með belti á axlabönd.

Fá ef nokkur ný atvinnustarfsemi fer af stað eða ný störf verða sköpuð meðan vextir eru þetta háir.

Í þessu sambandi vísa ég einnig á eftirfarandi grein http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/877067/

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.5.2009 kl. 22:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband