Fimmtudagur, 28. maí 2009
Bankarnir ríki í ríkinu sem almenningur vantreystir.
Bankarnir halda að sér spilunum og vilja ekki láta neinn sjá á þau. Almenningi og réttkjörnum fulltrúum hans er haldið í myrkrinu meðan bankamenn landsins fá óáreittir að stunda sín viðskipti. Það virðist að bankarnir óttast inngrip löggjafarvaldsins fái almenningur og fulltrúar hans réttar upplýsingar um stöðu mála.
Engar stofnanir samfélagsins njóta minna trausts en bankarnir. 4% til 6% þjóðarinnar treystir bönkunum skv. skoðunarkönnunum sem gerðar hafa verði á síðustu mánuðum.
Það verður að taka á þessu vandamáli sem þetta vantraust er. Það gengur ekki að þessari mikilvægu þjónustu sem fjármálaþjónusta er sé sinnt af fyrirtækjum sem almenningur ber ekkert traust til.
Það verður að höggva þetta bankakerfi upp, búa til nýtt bankakerfi með nýju fólki svo skapa megi traust um þessa starfsemi.
Ég hefði viljað sjá eftirfarandi breytingar gerðar:
- Stóru ríkisbankarnir þrír verði lagðir niður og einn nýr banki búinn til. Þessi eini ríkisbanki ásamt Sparisjóðunum og öðrum smáum fjármálafyrirtækjum sem eru starfandi í dag er án efa miklu meira nóg til að sinna Íslenska markaðnum næsta áratuginn.
- Til þessa nýja ríkisbanka verði ráðið nýtt fólk.
- Þessi ríkisbanki verði í eigu ríkisins næstu 5 til 10 árin eða þar til öllum málaferlum verður lokið. Málaferlum sem fyrirséð að fara í gang þegar neyðarlögin falla úr gildi eftir 16 mánuði. Hvorki þessi banki né aðrir bankar á íslandi verða nein söluvara fyrr en öllum uppgjörum og málaferlum er verður lokið. Þetta ferli mun án efa taka mörg ár.
Það á að vera forgangsatriði ríkistjórnarinnar að sjá til þess að hér sé starfandi bankakerfi sem almenningur getur treyst. Það er ekki nóg að gera það með því að hella fullt að peningum inn í banka sem enginn treystir.
Mynd: Við Deildartunguhver
Vill upplýsingar úr Wyman-skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu með traustið á bönkunum. Það er alls ekki til staðar. Það þarf að skipta út öllum stjórnendum bankanna. Bæði vegna þess að þeir njóta ekki trausts almennings og reynslan hefur sýnt að þeir eru ekki hæfir í þessum stöðum.
T.D lýstu matsfyrirtækin(Moodys og Fitch) stjórnendum Glitnis sem " desperate" og með enga eða mjög takmarkaða þekkingu á fjármálamörkuðum.
Eigum við að hafa þannig fólk við stjórn ríkisbankana? Ég held að sé ekki verjandi. Hver vill eiga viðskipti við banka sem er stjórnað af "desperate" viðvaningum?
Guðmundur Pétursson, 28.5.2009 kl. 16:50