Til Þingvalla á hestbaki.

Þingvellir 2009004Að ríða til Þingvalla í veðri eins og það var í dag er hreint ótrúleg upplifun. Við lögðum upp frá hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ skömmu eftir hádegi í dag.

Við vorum búnir fyrr um daginn að fara með bíl og hestakerru til Þingvalla. Það var heitt í veðri svo við tókum okkur góðan tíma. Þetta var fyrsta dagleiðin þetta árið fyrir bæði menn og hesta. 

Við vorum tveir og höfðum fimm til reiðar. Þetta var rólegheita ferð sem tók okkur 8 tíma. Þegar komið var til IMG_3743Þingvalla var sprett af hestum, áð smá stund og síðan ekið í bæinn.

Að koma ríðandi til Þingvalla og ríða eftir þessum þúsund ára gömlu reiðslóðunum sem liggja með bökkum Öxarár fyrir utan allt annað sem maður sér og upplifir í svona ferð er eitthvað sem allir þeir sem hafa heilsu og getu til ættu að gera.

 

 

Þingvellir 2009025

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband