Sunnudagur, 10. maí 2009
"Norræna stjórnin"
Ef ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa fengið eitthvert nafn þá hafa þær verið kenndar við staðinn þar sem þær voru myndaðar. Síðasta stjórn var kölluð Þingvallastjórn af því að hún var mynduð á Þingvöllum. Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hétu svo sem ekki neitt en þar á undan var Viðeyjarstjórnin sem mynduð var í Viðey.
Ef einhverjir þekkja þessa hefð þá eru það þau sem lengst hafa setið á Alþingi. Þeir tveir einstaklingar sem lengst hafa setið á Alþingi eru þeir tveir einstaklingar sem eru að mynda þessa ríkisstjórn, formaður Samfylkingarinnar og formaður Vinstri grænna.
Það er engin tilviljun að þessir tveir forystumenn völdu Norræna húsið til fundar og til þess að halda blaðamannafundinn þar sem myndun stjórnarinnar er tilkynnt. Norræna húsið var valið af kostgæfni til þess að vera vettvangur stjórnarmyndunarinnar. Þau hefðu getað valið úr öllum húsum landsins. Þau hefðu getað valið úr öllum eyjum landsins og öllum landshlutum. En nei, þau velja Norræna húsið. Þau velja Norræna húsið vegna nafnsins. Þau velja Norræna húsið vegna þeirrar skírskotunar sem nafn hússins hefur til þeirrar einstöku samfélagsgerðar sem er að finna í hinum Norrænu ríkjunum.
Í allar sögubækur munu fara þær upplýsingar að þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð í Norræna húsinu.
Það verður ekki hægt að kalla þessa stjórn neitt annað en "Norrænu stjórnina". Það er mín trú að forystumenn ríkisstjórnarinnar ætlast til og vonast til að þessi stjórn verði kölluð "Norræna stjórnin" eða "Norræna velferðarstjórnin" .
Verkefni þessar stjórnar eru vægast sagt svakaleg. Ríkisstjórninni hljóta allir að óska velfarnaðar að takast á við þann gríðarlega vanda sem við blasir, óháð hvar í flokki menn standa.
Þá er það er sérstak fagnaðarefni fyrir okkur í Norræna Íhaldsflokknum að hér skuli vera komin stjórn sem horfir til þeirrar þjóðfélagsgerðar sem við aðhyllumst og horfið verði af braut þess Thatcherisma og þeirrar Ameríkuseringu sem hér hefur verið í boðið Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðasta áratuginn.
Myndun þessarar "Norrænu vinstri stjórnar" hvetur okkur í Norræna Íhaldsflokknum til dáða og til að kynna almenningi á Íslandi áherslur Norrænu borgaraflokkanna. Minnum á að Danmörk hefur aldrei blómstrað sem nú og velferðarkerfið þar aldrei verið sterkara en þar hafa Dönsku hægriflokkarnir stjórnað síðasta áratuginn.
Óbreytt stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með þér, verkefnin framundan eru svakaleg og vonandi ber þjóðin gæfu til að ná nauðsynlegri samstöðu um úrlausnarefnin. Í því er ábyrgð þeirra flokka sem eru í minnihluta á þingi í raun ekkert minni en þeirra sem nú hafa myndað stjórn.
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 16:49
Athyglisvert að lesa um flokkinn þinn.
Arinbjörn Kúld, 12.5.2009 kl. 16:29