Sunnudagur, 26. apríl 2009
Krafa um siðbót og endurnýjun Sjálfstæðisflokksins
Ljóst er að mikil endurnýjun er að verða á Alþingi nú þegar tæpum helming þingmanna hefur verið skipt út. Fyrir tveim árum var fjórðungi þingsins skipt út. Á tveim árum hefur því orðið mjög mikil endurnýjun þingmanna.
Ljóst er líka að trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins hefur beðið mikinn hnekki og er niðurstaða kosninganna áfall fyrir flokkinn. Mikið starf er fyrir höndum hjá flokknum að endurvinna það traust. Tvær leiðir er hægt að fara:
- Halda öllu óbreyttu innan flokksins og keyra á óbreytta stefnu og sömu forystumönnum og vonast til að í næstu kosningum verði fyrrum kjósendur flokksins búnir að gleyma bankahruninu og mútustyrkjunum.
- Farið verði í siðbót og hugmyndafræðilega endurnýjun ásamt því að skipta út af framboðslistum flokksins því fólki sem var í forystusveit flokksins á síðustu árum í aðdraganda bankahrunsins og þáði mútustyrkina. Þetta fólk sem án efa hefur verið strokað mikið út af atkvæðaseðlum á ásamt Árna Johnsen að draga sig í hlé úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir það afhroð sem flokkurinn hefur nú beðið.
Verði síðari kosturinn valinn þá á flokkurinn góðan möguleika á að koma sterkur til leiks að fjórum árum liðnum.
Verði fyrri kosturinn valinn þá verða tvö framboð á hægri væng stjórnmálanna í næstu kosningum.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook