Verða sett á neyðarlög eftir kosningar að kröfu AGS vegna ástands efnahagsmála?

Ekkert heyrist frá stjórnmálamönnunum okkar hvað taki hér við í haust og á næsta ári og hvernig menn ætla að taka á samdrættinum sem er óhjákvæmilegur á næstu árum.

113_1387Þeir einu sem virðast vera að velta þessum málum fyrir sér er almenningur.

Ég er að verða sammála Davíð Oddsyni að líklega þarf Þjóðstjórn til þess að höndla þann mikla niðurskurð sem framundan er. Sjá grein mína þar um hér

Andri Geir Arinbjarnarson er búinn að rýna í þær skuggalegu aðgerðir sem framundar eru á Írlandi. Staðan er enn verri hér, samt er enginn að ræða þessi mál hér. Sjá grein Andra hér, Þessi grein er skyldulesning. Hann spáir því að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn krefjist þess að það verði sett á neyðarlög strax eftir kosningar til að takast á við efnahagsvandann með niðurskurði og skattahækkunum.

Kosningabaráttan framundan hlýtur og verður að fara að snúast um þessi mál.

 

Mynd: Kerlingarfjöll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ógnvekjandi þetta IMF.  Maður fer að tapa svefni yfir þeim og yfirvöldum landsins.

EE elle (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Hvorki almenningur eða stjórnmálaflokkar virðast gera sér grein fyrir þeim niðurskurði sem framundan er og allir virðast reyna að komast hjá umræðu um hann.  Flokkarnir víkja sér undan með óljósum svörum um að þeri taki á þessu eftir kosningar, þó augljóst ætti að vera fyrir öllum sem eitthvað þekkja til ríkisfjármála að þetta ætti að vera það sem kosningabaráttan ætti að snúast um.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir pistilinn. Ég er sammála þér það er óhugguleg þöggun í kring um þessi mál.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 01:06

4 identicon

Það er fjöldi fólks að velta þessu fyrir sér en vandinn er að stjórnmálamenn komast undan því að svara. Það er mjög aðkallandi að stjórnmálamenn, sérstaklega ráðherrar í fyrri ríkisstjórn og núverandi, svari öllum spurningunum sem brenna á vörum almennings. Annað eru kosningasvik vegna þess að fólk á rétt á því að allan sannleikann fyrir kosningar. Hvers vegna snerist Steingrími hugur varðandi Icesave og AGS þegar hann komst í ríkisstjórn? Hvað hafði fyrrum ríkisstjórn undirritað sem hann vissi ekki sem stjórnarandstöðuþingmaður?

Skilmálana í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp á borðið strax á þriðjudag og sannleikann um Icesave-skuldbindingar upp á borðið strax á þriðjudag.

Helga (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Ef það varður þannig þá hljóta Steingrímur, Jóhanna og félagar þeirra ásamt sjöllunum og framsókn að gera það eina heiðarlega í stöðunni og láta sig hverfa.

Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Sannleikurinn er sagna bestur en það verður seint sagt að hann skaffi atkvæði. Það er eins og fjórflokkurinn hafi sameinast um að geyma allt það erfiða fram yfir kosningar og hvað erum við þá að kjósa um.  Því miður virðast nýju framboðin ekki hafa áttað sig á hversu alvarleg staðan er og ekki tekið afstöðu.

Allra verst finnst mér þó hversu létt spyrlar og fréttamenn láta stjórnmálamennina sleppa með útúrsnúninga og afsakanir um að þeir ætli að finna út úr þessu seinna. Ef fjórða valdið hefur einhverntíma verið til á Íslandi er það horfið.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 01:23

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Takk fyrir að halda þessu mikilvæga máli á lofti.   Heimilunum og fyrirtækjunum verður ekki bjargað nema með endurskoðun á AGS samningnum.  Að keyra ríkishallann úr 13% niður í 0% 2012 er feigðarplan.  Stjórnvöld verða að líta til Írlands og nota fjárlagafrumvarp Íra sem fyrirmynd í samningum við AGS.  Írska leiðin er sú harðast aðhaldsleið sem hægt er að fara án þess að leggja allt í rúst hér þ.e. að fara með hallann niður í 3% á 4 árum en ekki 0% á 3 árum.

Það læðist nú líka sá grunur að manni að neyðarfjárlög hafi þegar verið samin og séu geymd í skúffu í fjármálaráðuneytinu og verði lögð fram á fyrsta degi nýs þings?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 09:03

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Komið þið sæl 

Velkomin í myntbandalag Evrópusambandsins á Írlandi 

Varðandi Írland. Svona er að vera í myntbandalagi og ráða engu um mynt og peningamál sín. Þá þarf að skera niður líf og limi þegnana, eyðileggja velferðarsamfélagið og keyra efnahagspólitík Þýskalands miskunarlaust.

Velkomin í myntbandalag Evrópusambandsins

Til að fá nánari upplýsingar um kosti myntbandalagsins er hægt að hringja í Spánverja og spyrja þá af hverju:

  • það er 15% atvinnuleysi á Spáni núna og spáð sé 30% atvinnuleysi þar á næsta ári?
  • af hverju vextir á húsnæðislánum þeirra hafa hækkað svona mikið á meðan stýrivextir og EURIBOR viðmiðunarvextir hafa lækkað og lækkað? Hvað er að?
  • Af hverju raunvextir á Spáni hækki og hækki og eru miklu miklu hærri en á Íslandi?
  • Af hverju þeir og Írar segi sig ekki úr myntbandalaginu? Svar: það er ekki hægt án þess að fremja efnahagslegt og þjóðfélagslegt sjálfsmorð (Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs)

Ef þið þarfnist fleiri svara þá er einnig hægt að hringja í eftirfarandi lönd: Portúgal, Ítalíu, Grikkland. Til að auka enn frekari skilning á inngönguferlinu inn í þetta glæsilega myntbandalag Evrópusambandsins er hægt að hringja í þessi ERM lönd: Lettland, Litháen og Eistland. Þar er ástandið ennþá verra, ERM hamingjan ræður þar ríkjum og því bíður þeirra 60% gengisfelling í sumar/haust. Það er eina leiðin til að bjarga þessum löndum. IMF er búinn að klúðra málum þeirra svo rækilega að það ætti að handjárna þá. 

Ireland is ECB's sacrifical lamb to satisfy German inflation demands

Put bluntly, Ireland is being forced to roll back the welfare state and tighten fiscal policy in the midst of a savage economic contraction in order to uphold the deflation orthodoxies of Europe's monetary union

  • If Ireland still controlled the levers of economic policy, it would have slashed interest rates to near zero to prevent a property collapse from destroying the banking system.
  • The Irish central bank would be a founder member of the "money printing" club, leading the way towards quantitative easing a l'outrance.
  • Irish bond yields would not be soaring into the stratosphere. The central bank would be crushing the yields with a sledge-hammer, just as the Fed and the Bank of England are crushing yields on US Treasuries and gilts. 
  • Dublin would be smiling quietly as the Irish exchange rate fell a third to reflect the reality of trade ties to Sterling and the dollar zone.
  • It would not be tossing away its low-tax Celtic model to scrape together a few tax farthings – supposedly to stop the budget deficit exploding to 13pc of GDP this year, or 18pc says Barclays Capital. If the tax raises were designed to placate rating agencies, they made no difference. Fitch promptly booted Ireland from the AAA club anyway
  • Above all, Ireland would not be the lone member of the OECD club to compound its disaster by slashing child benefit and youth unemployment along with everything else in last week's "budget from Hell" 
 
 
Tengt efni:
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 12:03

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gunnar,

Auðvita eiga Írland, Lettland og Spánn við gríðarlega erfiðleika að etja og aðild þeirra að ESB takmarkar þeirra svigrúm, alveg rétt.  Hins vegar hefur bankakerfið á Írlandi og Spáni ekki hrunið eins og hér. 

En aðild annara landa að ESB er ekki aðalatriðið á Íslandi í dag.  Halli á fjárlögum, AGS samningur og óstöðug króna eru staðreyndir sem við verðum að ræða, sama hvað ástandið er vont erlendis. 

Þögn og afskiptaleysi mun ekki leysa okkar vanda. 

Endurskoðun AGS samningsins er mun brýnni aðgerð en að fara að þræta um ESB aðild.  Vonandi eru sammála því?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 12:27

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Andri Geir og takk kærlega fyrir greinina þína

Já Andri, varðandi IMF þá er náttúrlega dálítið erfitt að spá um þetta fyrirfram. Þetta eru getgátur og vangaveltur hjá okkur, enn sem komið er. Einnig er uppgjöri þrotabúa bankanna ennþá nokkuð ólokið. Ísland er heldur ekki bundið upp á 3% fjárlagahalla-lögmáls EMU/ESB og Ísland hefur sína eigin peningastjórn, þó svo að hún sé núna að hluta til og mjög tímabundið í skrúfstykki IMF. Ég hef ALLS EKKI trú á IMF. Ég er þeirrar skoðunar að þeir séu fyrst og fremst fulltrúar lánadrottna. Stjórn IMF er næstum alfarið á höndum ríkisstjórna Evrópu og hefur ALLTAF verið það frá upphafi. Þeir gæta hagsmuna ríkisstjóra í Evrópu (The Last European: yfirráðin yfir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum IMF breytast)

En núna er semsagt lánshæfni ríkissjóðs á Íslandi orðin sú sama og ERM landanna Lettlands, Litháen og Eistlands. Bráðum verður lánshæfni ríkissjóðs Íslands betri en sumra EMU ríkja. Þetta mun vonandi lagast nokkuð fljótlega þegar bætt skuldastaðan verður orðin öllum ljós og úldin hræ bankanna eru rotnuð burt. Þetta mun ekki gerast svona á Írlandi né á Spáni. Þar er allt komið yfir á herðar skattgreiðenda - fast.

En já, bankakerfi Írlands og Spánar eru ekki alveg á hliðinni eins og er, þó svo að maður gæti freistast til að halda það því bankar þeirra eru núna zombi-bankar. En þú getur samt ímyndað þér Andri hvernig ástandið væri á Írlandi og Spáni ef það hefði gerst. ESB og EMU aðild hefði alls ekki hindrað að það hefði getað gerst. Eins er hægt að ímynda sér hvernig ástandið væri á Íslandi núna ef það hefði verið með í EMU. Þá gæti enginn Íslendingur fengið svo mikið sem eitt lán fyrir einum bílskúr og útflutningur Íslands væri fullt stopp. Verðlagður útaf landakortinu, eins og á Spáni og á Írlandi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 13:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband