Mánudagur, 13. apríl 2009
Verða sett á neyðarlög eftir kosningar að kröfu AGS vegna ástands efnahagsmála?
Ekkert heyrist frá stjórnmálamönnunum okkar hvað taki hér við í haust og á næsta ári og hvernig menn ætla að taka á samdrættinum sem er óhjákvæmilegur á næstu árum.
Þeir einu sem virðast vera að velta þessum málum fyrir sér er almenningur.
Ég er að verða sammála Davíð Oddsyni að líklega þarf Þjóðstjórn til þess að höndla þann mikla niðurskurð sem framundan er. Sjá grein mína þar um hér.
Andri Geir Arinbjarnarson er búinn að rýna í þær skuggalegu aðgerðir sem framundar eru á Írlandi. Staðan er enn verri hér, samt er enginn að ræða þessi mál hér. Sjá grein Andra hér, Þessi grein er skyldulesning. Hann spáir því að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn krefjist þess að það verði sett á neyðarlög strax eftir kosningar til að takast á við efnahagsvandann með niðurskurði og skattahækkunum.
Kosningabaráttan framundan hlýtur og verður að fara að snúast um þessi mál.
Mynd: Kerlingarfjöll
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Ógnvekjandi þetta IMF. Maður fer að tapa svefni yfir þeim og yfirvöldum landsins.
EE elle (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:39
Hvorki almenningur eða stjórnmálaflokkar virðast gera sér grein fyrir þeim niðurskurði sem framundan er og allir virðast reyna að komast hjá umræðu um hann. Flokkarnir víkja sér undan með óljósum svörum um að þeri taki á þessu eftir kosningar, þó augljóst ætti að vera fyrir öllum sem eitthvað þekkja til ríkisfjármála að þetta ætti að vera það sem kosningabaráttan ætti að snúast um.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Kjartan Björgvinsson
Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 00:58
Þakka þér fyrir pistilinn. Ég er sammála þér það er óhugguleg þöggun í kring um þessi mál.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2009 kl. 01:06
Það er fjöldi fólks að velta þessu fyrir sér en vandinn er að stjórnmálamenn komast undan því að svara. Það er mjög aðkallandi að stjórnmálamenn, sérstaklega ráðherrar í fyrri ríkisstjórn og núverandi, svari öllum spurningunum sem brenna á vörum almennings. Annað eru kosningasvik vegna þess að fólk á rétt á því að allan sannleikann fyrir kosningar. Hvers vegna snerist Steingrími hugur varðandi Icesave og AGS þegar hann komst í ríkisstjórn? Hvað hafði fyrrum ríkisstjórn undirritað sem hann vissi ekki sem stjórnarandstöðuþingmaður?
Skilmálana í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp á borðið strax á þriðjudag og sannleikann um Icesave-skuldbindingar upp á borðið strax á þriðjudag.
Helga (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:09
Ef það varður þannig þá hljóta Steingrímur, Jóhanna og félagar þeirra ásamt sjöllunum og framsókn að gera það eina heiðarlega í stöðunni og láta sig hverfa.
Einar Þór Strand, 13.4.2009 kl. 01:15
Sannleikurinn er sagna bestur en það verður seint sagt að hann skaffi atkvæði. Það er eins og fjórflokkurinn hafi sameinast um að geyma allt það erfiða fram yfir kosningar og hvað erum við þá að kjósa um. Því miður virðast nýju framboðin ekki hafa áttað sig á hversu alvarleg staðan er og ekki tekið afstöðu.
Allra verst finnst mér þó hversu létt spyrlar og fréttamenn láta stjórnmálamennina sleppa með útúrsnúninga og afsakanir um að þeir ætli að finna út úr þessu seinna. Ef fjórða valdið hefur einhverntíma verið til á Íslandi er það horfið.
Með von um betri tíð og lægri vexti.
Kjartan Björgvinsson
Kjartan Björgvinsson, 13.4.2009 kl. 01:23
Friðrik,
Takk fyrir að halda þessu mikilvæga máli á lofti. Heimilunum og fyrirtækjunum verður ekki bjargað nema með endurskoðun á AGS samningnum. Að keyra ríkishallann úr 13% niður í 0% 2012 er feigðarplan. Stjórnvöld verða að líta til Írlands og nota fjárlagafrumvarp Íra sem fyrirmynd í samningum við AGS. Írska leiðin er sú harðast aðhaldsleið sem hægt er að fara án þess að leggja allt í rúst hér þ.e. að fara með hallann niður í 3% á 4 árum en ekki 0% á 3 árum.
Það læðist nú líka sá grunur að manni að neyðarfjárlög hafi þegar verið samin og séu geymd í skúffu í fjármálaráðuneytinu og verði lögð fram á fyrsta degi nýs þings?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 09:03
Komið þið sæl
Velkomin í myntbandalag Evrópusambandsins á Írlandi
Varðandi Írland. Svona er að vera í myntbandalagi og ráða engu um mynt og peningamál sín. Þá þarf að skera niður líf og limi þegnana, eyðileggja velferðarsamfélagið og keyra efnahagspólitík Þýskalands miskunarlaust.
Velkomin í myntbandalag Evrópusambandsins
Til að fá nánari upplýsingar um kosti myntbandalagsins er hægt að hringja í Spánverja og spyrja þá af hverju:
Ef þið þarfnist fleiri svara þá er einnig hægt að hringja í eftirfarandi lönd: Portúgal, Ítalíu, Grikkland. Til að auka enn frekari skilning á inngönguferlinu inn í þetta glæsilega myntbandalag Evrópusambandsins er hægt að hringja í þessi ERM lönd: Lettland, Litháen og Eistland. Þar er ástandið ennþá verra, ERM hamingjan ræður þar ríkjum og því bíður þeirra 60% gengisfelling í sumar/haust. Það er eina leiðin til að bjarga þessum löndum. IMF er búinn að klúðra málum þeirra svo rækilega að það ætti að handjárna þá.
Ireland is ECB's sacrifical lamb to satisfy German inflation demands
Put bluntly, Ireland is being forced to roll back the welfare state and tighten fiscal policy in the midst of a savage economic contraction in order to uphold the deflation orthodoxies of Europe's monetary union
Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 12:03
Gunnar,
Auðvita eiga Írland, Lettland og Spánn við gríðarlega erfiðleika að etja og aðild þeirra að ESB takmarkar þeirra svigrúm, alveg rétt. Hins vegar hefur bankakerfið á Írlandi og Spáni ekki hrunið eins og hér.
En aðild annara landa að ESB er ekki aðalatriðið á Íslandi í dag. Halli á fjárlögum, AGS samningur og óstöðug króna eru staðreyndir sem við verðum að ræða, sama hvað ástandið er vont erlendis.
Þögn og afskiptaleysi mun ekki leysa okkar vanda.
Endurskoðun AGS samningsins er mun brýnni aðgerð en að fara að þræta um ESB aðild. Vonandi eru sammála því?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 12:27
Sæll Andri Geir og takk kærlega fyrir greinina þína
Já Andri, varðandi IMF þá er náttúrlega dálítið erfitt að spá um þetta fyrirfram. Þetta eru getgátur og vangaveltur hjá okkur, enn sem komið er. Einnig er uppgjöri þrotabúa bankanna ennþá nokkuð ólokið. Ísland er heldur ekki bundið upp á 3% fjárlagahalla-lögmáls EMU/ESB og Ísland hefur sína eigin peningastjórn, þó svo að hún sé núna að hluta til og mjög tímabundið í skrúfstykki IMF. Ég hef ALLS EKKI trú á IMF. Ég er þeirrar skoðunar að þeir séu fyrst og fremst fulltrúar lánadrottna. Stjórn IMF er næstum alfarið á höndum ríkisstjórna Evrópu og hefur ALLTAF verið það frá upphafi. Þeir gæta hagsmuna ríkisstjóra í Evrópu (The Last European: yfirráðin yfir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum IMF breytast)
En núna er semsagt lánshæfni ríkissjóðs á Íslandi orðin sú sama og ERM landanna Lettlands, Litháen og Eistlands. Bráðum verður lánshæfni ríkissjóðs Íslands betri en sumra EMU ríkja. Þetta mun vonandi lagast nokkuð fljótlega þegar bætt skuldastaðan verður orðin öllum ljós og úldin hræ bankanna eru rotnuð burt. Þetta mun ekki gerast svona á Írlandi né á Spáni. Þar er allt komið yfir á herðar skattgreiðenda - fast.
En já, bankakerfi Írlands og Spánar eru ekki alveg á hliðinni eins og er, þó svo að maður gæti freistast til að halda það því bankar þeirra eru núna zombi-bankar. En þú getur samt ímyndað þér Andri hvernig ástandið væri á Írlandi og Spáni ef það hefði gerst. ESB og EMU aðild hefði alls ekki hindrað að það hefði getað gerst. Eins er hægt að ímynda sér hvernig ástandið væri á Íslandi núna ef það hefði verið með í EMU. Þá gæti enginn Íslendingur fengið svo mikið sem eitt lán fyrir einum bílskúr og útflutningur Íslands væri fullt stopp. Verðlagður útaf landakortinu, eins og á Spáni og á Írlandi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2009 kl. 13:10