Tvöföld atkvæðagreiðsla um ESB til þess eins að stöðva málið

Það er ekki hægt að taka afstöðu til inngöngu í ESB ef ekki liggur fyrir samningur. Enginn veit þá um hvað er verið að kjósa.

Þetta er óskaniðurstaða andstæðinga ESB.

 

 


mbl.is Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Óskaniðurstaða andstæðinga ESB er að allir flokkar ákveði að hafna inngöngu.

Burtséð frá því tel ég að tvennar kosningar séu einmitt góð stjórnsýsla. Þetta er það stórt mál. Auk þess er nægur tími til stefnu og sjálfsagt að nýta þann tíma til að undirbúa málið af kostgæfni.

Haraldur Hansson, 27.3.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvernig á fyrsta spurningin að hljóða . "Eigum við að þora að spyrja " Nei auðvitað ekki það gæti komið eitthvað jákvætt fram.

Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Finnur: Ef þessu er beint til mín þá skýri ég skoðun mína í þessari færslu. Rökstuðningurinn er ekki byggður á með-eða-mót, heldur alvöru málsins og stærð þess. Það kallar á góð vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu, þó menn geti haft mismunandi skoðun á því hvernig hún er skilgreind.

Haraldur Hansson, 27.3.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Adild ad ESB er smámál. Raunar formsatridi sem stjórnsýslumál ef ekki væri stjórnarskrárákvædi sem gera okkur erfitt fyrir án breytingar á henni. Vid erum inni í ESB burtséd frá mikilvægum möguleika á ad hafa thar einhver áhrif. Einsog nú er höfum vid engin áhrif. Svo adildin væri bara til ad BÆTA stjórnsýsluna sem hefur svo sem ýmsa vankanta hvort sem er. Ad segja skilid vid EES samninginn væri hinsvegar stórmál. Haraldur er varla á leidinni thangad.

Gísli Ingvarsson, 27.3.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Friðrik:

Þetta mjakast í rétta átt!

Ég skrifaði um þetta langa - kannski of langa - færslu í dag! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.3.2009 kl. 22:27

6 identicon

Þjóðin á að ráða þessu og þess vegna á að spyrja hana hvort hún vilji yfir höfuð ganga til viðræðna við ESB. Ef hún samþykkir það þá er sest niður með þeim Brussels bændum og þeir spurðir hvað er í boði. Út úr þeim viðræðum koma einhver drög sem verða síðan lögð fyrir þjóðina sem kveður upp sinn úrskurð. Hugsa-taka ákvörðun-Framkvæma.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:59

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er bara nóg að fletta í gegnum bloggið hjá nokkurm anti-ESB sinnum til að sjá að sú umræða sem fer í gang ef kjósa á um hvort eigi að fara í ESB aðildarviðræður eða ekki, verður ekki bara gjörsamlega út á túni heldur mun hún fara langt á haf út. Mennirnir eru engu líkari en Talíbanar í þessari umræðu hún er svo ofsafenginn, öfgafull og bjánaleg.

Jón Gunnar Bjarkan, 28.3.2009 kl. 09:04

8 Smámynd: TARA

Ég held að það séu fáir sem hugsa skynsamlega og hlutlaust þessa dagana..

TARA, 28.3.2009 kl. 20:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband