Fimmtudagur, 26. mars 2009
Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag.
Nú Þegar hálft ár er liðið frá yfirtöku Seðlabankans á Glitni sem markaði upphafið að mesta efnahagshruni sem nokkur þjóð í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar þá safnast Sjálfstæðismenn saman hér í Reykjavík og halda Landsfund.
Eftir að hafa veitt ríkisstjórnum forystu í 18 ár er fylgi flokksins samkvæmt skoðunarkönnunum í sögulegu lámarki.
Mörgu góðu var komið til leiðar. Hræðileg mistök hafa verið gerð.
Þessi fundur hlýtur að verða ákveðinn vettvangur að uppgjöri á þessum mistökum. Prófkjörin að undanförnu hafa gefið tóninn. Þrír af sex fyrrverandi ráðherrum flokksins ákváðu að gefa ekki kost á sér, hinum þremur var öllum hafnað sem oddvitum í sínum kjördæmum. Þó margir hefðu án efa viljað sjá meiri og róttækari breytingar þá er samt augljós sá vilji Sjálfstæðismanna að axla ábyrgð og þeir hafa látið sína trúnaðarmenn finna þann vilja.
Framundan er tækifæri til að endurnýja áherslur og gildi Sjálfstæðisflokksins. Eins að kjósa flokknum forystu.
Með fullri virðingu fyrir Engeyjarættinni, auðmönnum Íslands og "bankakynslóðinni" þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn væri miklu betur kominn með margreindan félagsmálamann, sveitarstjórnarmann og bæjarstjóra sem kemur upp úr flokkstarfinu á eigin verðleikum sem formann flokksins á næstu árum.
Á þessum tímapunkti í sögu flokksins þá held ég að við landsfundarfulltrúar eigum að stíga skrefið til fulls og endurnýja alla forystu flokksins. Ég tel að við eigum að gera tvennt:
- Kjósa með nýja formanninum nýjan varaformann.
- Samþykkt verði sérstök ályktun þess efnis að það verið þingmenn flokksins sem koma fram fyrir hans hönd og túlki í fjölmiðlum stefnu hans í hinum aðskiljanlegustu málum, ekki aðkeyptir lögmenn og kennarar.
Verði þetta niðurstaða landfundar þá held ég að fleiri verði tilbúnir til þess að kjósa flokkinn á ný en núverandi skoðunarkannanir gefa til kynna.
Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2009 kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Friðrik.
Ekki er ég í nokkrum vafa að þetta er og verður sá Landsfundur Sjálfstæðismanna sem fer á spjöld sögunnar
Ekki vantar tilefnin !
Félagshyggjumaður í Sjálfstæðisflokki, það er nú ekki alveg að ganga upp hjá mér,en þessi tilnefning þín er þó skárri en Engeyjarættarframboðið að mínu viti.
En nú mun þjóðin fylgjast með .
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:52
Gangi ykkur vel kæri bloggvinur. Tilfinning mín er samt sú að uppgjör flokksins við fortíðina muni bíða um sinn. Endurmat á stefnu og forystu er tímafrek, hugarfarsbreyting í þá veru að hagur þjóðar skuli vera ofar flokkshag gerist ekki á einni nóttu.
Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 01:57
Tek undir með Arinbirni hér á undan, hef enga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn sem er uppfullur af íhaldssemi breytist á einni nóttu. Það sem kemur á óvart er það að þeir sem vilja breyta flokknum hafa samt kosið hann á undanförnum árum og ekki komið með eitt einasta múkk í gagnrýnisátt fyrir alla spillinguna. Svo er furðulegt bara yfir höfuð að nokkur íslendingur sem elskar þjóð sína skuli geta fengið sig til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir allt það semá undan er gegnið. En ég segi samt, gangi ykkur vel að breyta bákninu, því það er löngu kominn tími til. Það hefur mikið vantað manneskjulega hlutann í raðir Sjálfstæðismanna, réttlætiskennd og hlýja til meðbræðra okkar, sérstaklega þeirra sem minnst mega sín.
En svo er það formannsslagurinn, þú mælir með manninum sem vill halda okkur fyrir utan ESB.
Eru ekki nóg rök að við erum með handónýtan gjaldmiðil? Langar þig ekki til að búa í landi þar sem lánakjör vegna húsnæðiskaupa er sanngjarnt, langar þig ekki til að búa í landi þar sem ekki er verðtrygging? Langar þig ekki að búa í landi þar sem þú þarft ekki að borga til baka margfalt það sem þú færð lánað? Og þessi rökstuðningur þeirra sem eru á móti ESB um að við missum auðlindir okkar er tómt kjaftæði, eins og kristján Þór hélt fram í dag, eða heldur einhver að allar þessar þjóðir sem eru í ESB hafi þurft að afsala sér öllum auðlindum sínum, hvaða kjaftæði er þetta, á hverju ættu þjóðirnar að lifa og hvert ættu þessar auðlindir að fara? Það er hver hagfræðingurinn á fætur öðrum búinn að lýsa þessu yfir, þetta er fólk sem er búið að liggja yfir heimildum um þessa hluti og skoða þetta niður í kjölinn, en samt þráast fólk við af því það heldur með einhverjum flokki eins og íþróttafélagi, ótrúlegur andskoti. Ég vildi óska að allir flokkar væru með þetta á stefnu sinni, þá hefði maður eitthvert val, en fyrst svo er ekki þá verður maður annað hvort að kjósa Samfylkingu eða Framsókn. Það sorglega við þetta er að vegna fólks sem er á móti því að Ísland fari í ESB þá verður Ísland fært aftur um 30 ár með höftum og verðtryggingu. Það hafa allir vitað sem nennt hafa að grenslast fyrir um það að verðtryggingin er vegna þess að það vill enginn lána krónur nema með þessari verðtryggingu, þetta er fórnarkostnaðurinn. Við stijum uppi með það að þurfa borga húsnæðislánin okkar margfallt á við aðrar þjóðir, allt vegna þröngsýni fólks sem lætur stjórnmálamenn sem eru hræddir um að geta ekki lengur hagað sér eins og smákóngar, plata sig.
Valsól (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 03:17
Ég er sammála þér að ég hef meiri trú á að Kristján nái betra sambandi við þjóðina en Bjarni. Ég er líka sammála Kristjáni að við höfum ekkert erindi í Esb núna. Vissulega tóku sjáfstæðismenn margar rangar ákvarðanir í stjórnartíð sinni þetta vissu þeir ekki þegar ákvarðanir voru tekna en þeir sem núna eru vitrir eftirá segja að allt hefði farið á betri veg EF réttar ákvarðanir hefðu veri teknar á réttu tíma.
Ég tel hinsvegar að ákvarðanir hafi verið réttar á þeim tíma en því miður breyttust tímarnir. Því tel ég ekki lengur skipta máli hver það var sem tók rangar ákvarðanir á sínum tíma heldu skiptir mestu máli hvenær við förum að taka réttar ákvarðanir sem snú niðursveyfluni í rétta átt. Þarn tel ég að þjóðstjórn allra flokka hefði átt að vinna saman þegar ljóst var hvert við stefndum. En pólitíkin brást og hrunið því meira en æskilegt var.
Offari, 26.3.2009 kl. 09:14
Sæll Valsól
Ég ætla að fara á Landsfundinn til að leggja mína lóð á þá vogarskál þannig að þjóðinni gefist tækifæri á að kjósa sjálf um hvort hún vill ganga í ESB.
Landsfundir stjórnmálaflokka eiga ekki að taka þá ákvörðun fyrir hönd þjóðarinnar. Ég vill að sótt verði um aðild að ESB.
Ég hef trú á því að nást munu viðunandi samningar um sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Slíkan samning á að leggja fyrir þjóðina og hún á að ákveða hvort vill inn í ESB eða ekki.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 09:23
Ég er algjörlega sammála þér Friðrik og það kemur þér ekki á óvart. Ég hef ekki enn gert upp hug minn varðandi formann en hallast frekar að því að kjósa Bjarna og er það vegna afstöðu hans til ESB aðildarviðræðna.
Leiðin út úr þeim ógöngum sem við erum í er að ná viðunandi samningum við ESB um fiskimiðin og landbúnaðinn og ganga í ESB og taka upp evru sem allra fyrst. Þessu samfara förum við í gífurlega aukningu á útflutningi okkar og höldum uppi öguðum ríkisbúskap. Með þessu móti ættum við að komast upp úr kreppunni á undraverðum tíma, jafnvel 3-4 árum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 09:28
Nafni minn hefur rétt fyrir sér hvað ESB varðar; þjóðin á að fá að velja um inngöngu eða ekki inngöngu - og þá skiptir persónuleg afstaða formanns stjórnmálaflokks ekki öllu máli (að minnsta kosti ekki ef formaðurinn er ekki einráður!).
Auðvitað er það skynsamt, sem allir eiga að geta sæst á, að fara í viðræður til þess að fá fram skýra valkosti. Með skilmála og vísi að samningsdrögum í því sambandi getur þjóðin tekið ákvörðunina um ESB. Hvorki Engey eða Útgerðarforystan ráða þessu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 12:41
Eitt af vandamálum Sjálfstæðisflokksins er að hann er einn hægra megin við miðju og hefur enga samkeppni. Hann er orðinn værukær og hefur sofið á verðinum. Endurnýjunin er hæg og ómarkviss. Mun betra væri að við hefðum 2 flokka hægra megin, einn miðju flokk og 2 vinstra megin. Flokkurinn hefur alltaf getað stólað á þann hluta kjósenda sem kýs hægra megin við miðju. Þetta er ekki hollt.
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.3.2009 kl. 19:30