Kæra á fyrrverandi stjórnarmenn og bankastjóra Landsbankans fyrir landráð.

Að Landsbankanum skyldi leyft að safna innlánum erlendis fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum án þess að Seðlabankinn gerði kröfu um aukna bindiskyldu eða stóraukin framlög í tryggingasjóð innlánsreikninga eru óskiljanlega afglöp.

IMG_1373 (2)Þau stjórnvöld sem heimiluðu þessa veðsetningu settu á umdeild neyðarlög. Erlendir lánadrottnar hóta nú að láta reyna á ýmis ákvæði þeirra fyrir alþjóðlegum dómstólum. Í þessum neyðarlögum eru m.a. ákvæði þess efnis að innistæður eru gerðar að forgangskröfum. Bent hefur verið á að með þessu er verið að mismuna kröfuhöfum. Verði látið reyna á þetta ákvæði neyðarlaganna fyrir alþjóðlegum / erlendum dómstólum og íslenska ríkið tapar því máli þá munu þessir þúsund milljarðar falla á Íslensku þjóðina. Haldi þessi ákvæði neyðarlaganna þá munu 50 til 500 milljarðar falla á þjóðina.

Með því að safna þessum innlánum var verið að veðsetja almenning á Íslandi og gera hann ábyrgan fyrir þúsund milljörðum króna. 

Komi í ljós að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fengu ekki umboð ráðherra til þess að heimila bankanum að veðsetja þjóðina með þessum hætti þá vil ég að þeir embættamenn sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir þúsund milljarða verði ákærðir fyrir landráð.

Eins að þeir sem sem sátu í bankastjórn Landsbankans á þessum tíma svo og bankastjórar bankans verði ákærðir fyrir landráð.

Ég vil að þessir aðilar verði ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir þvílíkum skuldbindingum að þjóðin mun ekki með góðu móti geta greitt þær ábyrgðir falli þær á okkur. Ef við lendum í því að þurfa að greiða þúsund milljarða vegna Icesave þá mun það hafa slíkar efnahagshörmungar í för með sér að við munum ekki geta séð út úr því næstu áratugina. Að leggja slíkar ábyrgðir á þjóðina vegna þessara Icesave reikninga er ekkert annað en landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.

Þó með setningu neyðarlaga takist að bjarga þjóðinni að einhverju leiti frá þessu máli þá breytir það í engu eðli hins upphaflega gjörnings.

Umboð Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að heimila bönkunum að safna þessum innlánsreikningum og þar með að veðsetja Íslensku þjóðina um 20.887 evrur í hvert sinn og stofnaður var nýr Icesave reikningur hlýtur samt sem áður að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og þar með bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.

Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til þess að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum?

Ef svarið við þeirri spurningu er nei, ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum þá vil ég að það fólk sem sat í ríkisstjórn og heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu verði ákært fyrir landráð.

Það er skýrt í stjórnarskrá að Alþingi eitt hefur fjárveitingarvaldið og það er Alþingi eitt sem getur og má veðsetja þjóðina. Alþingi hefur að því er ég best veit aldrei veitt heimild til þess að banki í einkaeign mætti veðsetja þjóðina á tveim árum fyrir þúsund milljarða. 

Hópur mann er þegar byrjaður að undirbúa slíka ákæru. Ákæra sem þessi verður að koma frá hópi almennra borgara. Stjórnvöld munu ekkert aðhafast. Látum reyna í fyrsta sinn á ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur vantar fleiri til að vera með okkur. Hafið samband og skráið ykkur til þátttöku á netfangið: fhg@simnet.is

Mynd: Við Eskivatn, Veiðivötnum


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkt: Það er ástæða til að halda þessari umræðu vakandi og þjappa aðalatriðum eins og þú gerir svo fallega. Það er nú svo að þeir sem vilja horfa á viðbrögð stjórnvalda eftir bankahrunið mikla hljóta að hnjóta um misræmið í áherslum á rannsókn milli banka. Það hefur engu verið líkara en að Landsbankinn hafi verið dauðhreinsaður fyrirfram og bara unnið eins og dreifbýlissparisjóður sem lánaði fyrir einum traktor á ári og tveimur graðhestum af Svaðastaðakyni. Allt slétt og fellt. Það er fyrst núna að vísbendingum um furðulegar ráðstafanir fjármuna hjá þessum banka Björgólfanna og annara vildarvina Valhallar fá að kvisast. Og hvað skyldi nú valda því?

Ég hef fullan hug á að standa að þessari kæru.

Árni Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 15:48

2 identicon

Mjög þörf og góð ádrepa hjá þér Friðrik.

Þennan þjóðarósóma þarf að uppræta gera upp og þeir sem ábyrgð bera skuli dregnir til ábyrgðar. 

Ég tek heils hugar undir hugmyndir þínar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:06

3 identicon

Sammála og ég væri til í að skrifa undir slíka sem íslenskur ríkisborgari.

Þvílíkur og annar eins viðbjóður sem þetta fólk hefur verið að stunda undanfarin ár! Ég hreinlega skil ekki af hverju þjóðin lætur reiði sína á þessu pakki ekki betur í ljós.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Gott hjá þér. Ég er til í slaginn, sem íslenskur ríkisborgari. Ég ákæri, með þér. Þetta er rétt, hvað varðar íslensku stjórnarskrána, það leyfist engum að veðsetja tekjur íslensku þjóðarinnar, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki heldur eignir, svo sem jarðhita, fallvötn og fiskimið. Allt hefur verið brotið, eintóm lögleysa útum allt. Og siðleysi, þar sem lög náðu ekki til.

kv.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 21.3.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

ÉG hafði STRAX (í lok september 2008) samband við Umboðsmann neytenda (Gísla) og stjórnvöld í tengslum við þá ósk mína að kæra bankastjóra, bankastjórn & eigendur Landsbankans fyrir landráð í tengslum við stofnun á Ice-SLAVE reikningum, þegar þeir vissu að bankanum var ekki viðbjargandi, allar upplýsingar hérlendis & erlendis komu inn á að þetta var "búið spil" en þá var bara ákveðið að stinga þeim "gögnum undir stól" - slíkt felur undir landráð, þ.e.a.s. "það að fela gögn" eins og gert var í þessu tilfelli.  Allir sjá að þessar "lygar & blekkingar" bankastjóra, bankarstjórnar & eigenda Landsbankans falla AUÐVITAÐ undir landráð.  En ég fékk engan hljómgrunn, hvorki hjá fráfarandi eða núverandi stjórnvöldum.  Ég mun samt halda þessu máli lifandi og eflaust fara fram á "gjafarsókn".  Það verður að kalla þessa menn til ábyrgðar fyrir "klikk gjörðir - fjármálafíklar" sem var skítsama um þjóðina sýna svo framarlega sem þeir gátu alltaf komist í stærri & stærri skammt.  Reyndar er það mín skoðun að BLÁSTAKUR & RÁNFUGLINN ætluð síðan aldrei að borga "eitt eða neytt", þess vegna var þeim skít sama um allt "bullið & ruglið".  Þeir misreiknuðu sig hins vegar á því að Evrópuþjóðir segja við "fábjánasamfélagið Ísland" - "fyrirgefið þið, þið eigið að vera siðuð þjóð og taka ábyrgð á ykkar rugli & bulli.  Þið hafið ítrekað & ávalt gefið í skyn að þið mynduð axla ábyrgð tengt ykkar bönkum, svo þegar á reynir þá ætlið þið að stinga af...  Svo voru menn hissa á að bretar setu á okkur "hriðjuverkalög", hvað annað gátu þeir gert, við einstaklinga & þjóð sem ætlar bara að stinga af með allt fé..?  Maður skammast sýn rosalega fyrir þessa "útrásar skúrka" og bara fyrir það að vera íslendingur.  Ávalt þegar ég ferðast nú erlendis og er spurður:  "Were do you come from?  Þá er ég fljótur að svara:  "I come from the Nordic countries....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 21.3.2009 kl. 23:01

6 identicon

Góður, Jakob.  I come from the nordic countries too.  Or I come from Scandinavia.    Pínulítil kímnigáfa í hryllingi peningagróðaníðinga.

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:44

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Jakob, tökum við ekki saman höndum og gerum þetta saman?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 23:54

8 identicon

Já, virðast ekki Icesave reikningarnir,með sínum aðlaðandi vaxtakjörum hafa verið stofnaðir ferkar til að bjarga (redda)bankanum í tímabundnum vandræðum." Ég spyr og ég vil fá svar"! Hvar eru þessir peningar núna, er eitthvað eftir af þeim á reikningunum?  Eða, í hvaða hít fóru þeir?

kveðja

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband