Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn notar stýrivexti sem refsivönd á fyrirtæki og almenning.

IMG_1339 (2)Frá því í október hefur öllum verið ljóst að það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, sem ákvarðar stýrivexti á Íslandi. Að vera með stýrivexti í 17% eða 18% á mesta samdráttarskeiði frá stríðslokum er óskiljanlegt. Enn furðulegra þegar hér eru gjaldeyrishöft og engin getur flutt fé úr landi án sérstakrar heimildar. Þeir sem eiga fé á Íslandi verða því að geyma það á Íslandi. Þeir sem eiga fé, þeir geyma það annað hvort undir koddanum eða í bankanum. Hvort stýrivextir eru 7% eða 17% breytir engu þar um.

Í febrúar þegar Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti þá kom AGS í veg fyrir það. Sú ákvörðun hafði ekkert með ástand efnahagsmála að gera. Pólitískar ástæður sögðu þeir. 

Þegar stýrivextir eru 17% til 18% þá eru vextir bankana með álagi 22% til 28%. Enginn rekstur stendur undir slíku vaxtaokri. Á annað ár hafði Seðlabankinn mergsogið almenning og fyrirtækin í landinu. Nú hefur AGS tekið við og bætt um betur.

Markmiðið með þessari vaxtastefnu er ljós. AGS ætlar sér að ná inn í bankakerfið eins mikið af fé og hann mögulega getur. Hann ætlar að hirða eins mikið af fé af einstaklingum og fyrirtækjum á Íslandi og hægt er og koma því inn í bankana. Sannið til, stýrivextir fara ekki undir 12% til 14% á þessu ári né á því næsta. Allt þetta er til þess að Seðlabankinn geti borgað vexti af lánunum til þeirra.

Almenningur og fyrirtækin í landinu eru meðsek í því ráni sem bankarnir, eigendur þeirra og útrásarvíkingarnir frömdu hjá þeim þjóðum sem standa á bak við AGS. Þessar þjóðir eru að tapa á okkur a.m.k fimmtán þúsund milljörðum. Látum okkur ekki dreyma um að þessar þjóðir ætli sér ekki að refsa okkur fyrir það. Enda eru við meðsek. Við erum þjófsnautar í augum þessa fólks. Við leyfðum þessum mönnum að ræna ekkjur og vandalausa niðri í Evrópu með gylliboðum um háa ávöxtun á innlánsreikningum sem gat aldrei gengið upp. Við nutum ávaxtanna í formi hárra skatttekna sem þessir bankar skiluðu inn í ríkissjóð þessi fáu ár. Við þögðum og nú er komið að skuldadögunum

Refsivöndurinn bítur fast þessa dagana og svo mun verða áfram. Afleiðingarnar eru gjaldþrot og atvinnuleysi. Þessi refsing á eftir að verða okkur dýrkeypt en hún á líka eftir að verða okkur lesning.

Nú þarf réttlæti og nú þarf að snúa vörn í sókn.

Mynd, hús veiðivarða í Veiðivötnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er krónan sem er aðalvandmálið.  AGS setur sig ekki á móti að Ísland taki upp einhliða annan gjaldmiðil.  Best væri að taka upp dollar með 0% vexti og síðan sækja um aðild að EB.  Það mundi setja Brussel í vanda að fá land inn með dollar svo við fengum líklega evru frá fyrsta degi.  AGS á sinn hluta í háu vaxtastigi en svo á líka íslensk þjóðarremba og úreld 19. aldar nýrómantík hugmyndafræði sem íslenskir grunnskólar hella yfir alla íslenska nemendur frá fyrsta degi.  Auðvita er AGS í sterkri stöðu, þeir vita að enginn banki hefur áhuga að lána til Íslands.  Hvaða erlendur bankamaður heldur þú að yki sinn starfsframa með því að mæla með lánum til Íslands?

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.3.2009 kl. 07:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband