Miðvikudagur, 4. mars 2009
Þingmenn koma á óvart, von kviknar hjá okkur byggingaköllunum!
Þessar fréttir gleðja hjörtu okkar í byggingariðnaðinum. Arkitektar, verkfræðingar og aðrir tæknimenn hringla þessa mánuðina inni á teiknistofunum sínum. Undanfarin ár sáu þessar starfstéttir ekki út úr augunum fyrir verkefnum. Á síðasta ári snarstoppaði byggingaiðnaðurinn. Vikurnar eftir bankahrunið var öllum verkefnum frestað eða þau slegin af. Opinberir aðilar fóru þar fremstir í flokki.
Ég hef á undanfönum mánuðum hitt menn sem hafa unnið alla æfi í byggingariðnaðinum, fimmtuga, sextuga iðnaðarmenn, málara, smiði og múrara. Margir þessara manna eru í fyrsta sinn á ævinni atvinnulausir. Það sem verra er það er ekkert framundan.
Mér finnst ótrúlegt að samfélagið skuli ætla að láta eina starfstétt, byggingaiðnaðinn, taka út afleiðingar bankahrunsins og að það skuli vera ein grein samféflagsins sem ríki og sveitarfélög sameinast um að skera niður við trog.
Ríkið og sveitarfélög ætluði að koma inn með framkvæmdir á þessum tíma þegar framkvæmdum við Kárahnjúka lyki. Hverjar eru efndirnar? Efndirnar eru þær að þegar framkvæmdum við Kárahnjúka lauk þá var sett á útboðsbann hjá hinu opinbera í stað þess að auka við framkvæmdir. Er þetta er það sem mínir menn í Sjálfstæðisflokknum kalla "sveiflujöfnun".
Hræðilegt var að heyra af þessum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem komu fram með þá hugmynd á Alþingi í gær að fresta hönnun og undirbúningi nýja hátæknisjúkrahússins. Er þessum mönnum ekki sjálfrátt? Af hverju vilja þeir setja fleiri hönnuði á atvinnuleysisbætur? Tveir milljarðar voru greiddir út um mánaðarmótin í atvinnuleysisbætur. Stór hluti af þessu fólki er úr byggingariðnaðinum. Af hverju eru þessir iðnaðarmenn ekki kallaðir til starfa og látnir byggja skóla, íþróttahús, sjúkrahús? Ef þessi menn eru látnir vinna 8 tímana þá er þetta ekkert svo mikið meiri kostnaður en að borga þeim atvinnuleysisbætur.
Í dag fær samfélagið ekkert fyrir þessa tvo milljarða sem voru greiddir út um helgina annað en "vandræði". Með því að setja byggingakallana í vinnu í stað þess að borga þeim atvinnuleysisbætur þá er verið að bæta við þjóðarauðinn, þeir skapa eignir sem þjóðin mun síðan njóta um ókomin ár. Og næg eru verkefnin.
Þó þessir ákveðnu Sjálfstæðismenn hafi einhverjar einkennilegar hugmyndir um hvernig eigi að taka á kreppunni og minnka atvinnuleysið í landinu þá hefur kviknað von hjá okkur byggingaköllunum. Ákvörðun um halda áfram byggingu tónlistarhúss, nokkur útboð í síðustu viku, m.a. stækkun stöðvarhúss Helisheiðarvirkjunar vekur trú og von um að á Alþingi og í stjórnsýslunni sé eitthvað verið að gera og að þar eru einhverjir að átta sig á því sem þarf að gera.
Þetta útspil efnahags- og skattanefndar slær mann svo kaldann. Það er bara snilld þetta frumvarp með þessum breytingum.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær efnahags- og skattanefnd Alþingis vegna þeirra breytinga sem nefndin vill gera á tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts þannig að þessi breyting nái nú yfir miklu víðtækara svið, m.a vinnu hönnuða.
Sátt um víðtækari endurgreiðslu VSK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Athugasemdir
Ég held. að umræddir þingmenn og fleiri, sem hafa kynnt sér þessi mál, vilji íhuga flutning súkrahússins inn í Fossvog. Hátæknisjúkrahúsið yrði þá viðbygging Borgarspítalans ?
Það er allavega viturlegra að halda áfram byggingum í heilbrigðisgeiranum en að setja minnst 13 milljarða í Tónlistarhúsið við Höfnina, held ég.
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.3.2009 kl. 13:12
Bygging sjúkrahússins frestast um 3 til 5 ár ef taka á upp á ný umræður um staðsetningu hússins. Það fyrsta sem síðast heilbrigðisráðherra gerði þegar hann settist í heilbrigðisráðuneytið var að henda öllu því undirbúningsstarfi sem þá var búið að vinna og rak undirbúningsnefndina sem hafði starfað í nokkur ár að undirbúningi hússins. Þó mér hafi alltaf litist best á að hafa sjúkrahúsið við Borgarspítalann líst mér ekkert á að taka þetta mál frá grunni í þriðja sinn.
Ég er sammála þér að viturlega sé að byggja spítala en Tónlistarhús. Ef ég hefði mátt ráða þá hefði ég viljað sjá Tónlistarhúsið steypt upp og klárað að utan en síðan hefðu menn staldrað við. Ég hefði beðið með að kaupa allan þann dýra búnað sem þarf inn í húsið þar til síðar. Þau innkaup skapa ekki mörg störf hér heima. Fjármunir sem hefðu farið í að kaupa dýrar innréttingar frá útlöndum væru settir í verkefni sem sköðuðu störf hér heima.
Þá hefði ég viljað að kjallarinn á aðliggjandi húsum hefði verið steyptur upp og svæðið grófjafnað. Tónlistarhúsið stæði þá fullbúið að utan en óinnréttað að innan og svæðið allt í kring slétt og snyrtilegt.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 13:51
Yfirvofandi fólksfækkun og fallandi fasteignaverð gefur mér ekki mikla bjartsýnisvon fyrir byggingariðnaðinn. Því miður held ég að lítið svigrum verð til til að koma þeim geira til bjargar.
Offari, 4.3.2009 kl. 15:43
Offari, hver er þessi Geiri?
Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 16:38