Mánudagur, 2. mars 2009
Af hverju tók Íslandsbanki Moggann úr höndum eigendanna og seldi?
Af hverju var eigendum Morgunblaðsins ekki gefinn kostur á frystingu lána í eitt til tvö ár þar til krónan réttir úr kútnum og afborganir af erlendum lánum verða orðnar skaplegar? Af hverju mátti ekki afskrifa skuldir Árvakurs með óbreytt eignarhald? Af hverju þurfti að skipta um eigendur? Af hverju var ekki hægt að una þeim sem hafa lagt mikla vinnu og fé í að byggja upp fyrirtækið að eiga það áfram ef afskrifa átti skuldir? Hefði ekki verið hægt að minnka verulega þessar afskriftir ef lán hefðu verið fryst í eitt til tvö ár og fyrri eigendur haldið áfram að reka blaðið?
Er það krafa frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að öll fyrirtæki sem lenda í vandræðum með greiðslur af lánum skuli tekin úr höndum eigenda sinna og seld? Er það krafa frá ríkisstjórninni? Eru þetta vinnureglur sem starfsmenn bankana hafa búið sér til sjálfir? Þessara sömu starfsmanna og keyrðu þessa sömu banka í gjaldþrot og þjóðina í greiðsluþrot. Ætla bankarnir í framhaldi að ganga á röðina og taka samskonar "snúning" á öllum fyrirtækum landsins? Er markmið bankana enn það sama og það var þegar þeir voru í einkaeign, að féfletta viðskipavini sína?
Þessir bankar sem eru að hirða Moggann, þeir eru ástæða þess að Mogginn er í vandræðum með að borga af lánum sínum. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem bera alla ábyrgð á stöðu mála. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem keyrðu þjóðina í mesta bankagjaldþrot sem nokkur þjóð í Evrópu hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Afleiðing þessa er gjaldeyriskreppa og verðfall krónunnar sem hækkað hefur öll erlend lán um 100%.
Ekkert af þessu er af völdum eða á ábyrgð eigenda Moggans. Þessar utanaðkomandi ástæður hafa valdið því að Mogginn og öll önnur fyrirtæki í landinu hafa átt í miklum erfiðleikum að borga af lánum sínum. 70% allra lána fyrirtæja í landinu eru erlend lán og þau hafa öll hækkað um 100%. Allar afborganir af þessum lánum hafa því hækkað um 100%.
Ég spyr hvað er í gangi? Er þetta meðferðin sem býður allar fyrirtækja í landinu sem ekki ná að standa í skilum? Ætla þeir sem unnið hafa mestu efnahagslegu skemmdarverk Íslandssögunnar, bankarnir og starfsmenn þeirra, að halda áfram í umboði ríkisins að valda enn meira tjóni? Sætta eigendur Moggans sig við þessa meðhöndlun?
Ég skora á ríkisstjórnina að sjá til þessa að bankarnir gefi fyrirtækjum í landinu greiðslufrest í eitt eða tvö ár á þeim lánum sem þau geta ekki staðið í skilum á. Gefið eigendum fyrirtækjanna í landinu tækifæri að til að lifa af þessar efnahagshamfarir. Að sleppa böðlum bankana lausum á þessi fyrirtæki eins og staðan er í dag er engum til hagsbóta. Ekki láta bankana auka tjónið í samfélaginu enn meir. Nóg er tjónið hér orðið samt.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Ásta Möller þingkona Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa beðið þjóð sína afsökunar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á því að hafa ekki staðið sig betur sem kjörinn fulltrúi, þegar bankakerfið stækkaði ört og að lokum hrundi.
3 milljarðar sagðir afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 00:24 | Facebook
Athugasemdir
Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri Árvakurs var í útvarpsþætti um helgina. Það hefði mátt spyrja hann um það hvað það hafi verið sem fór svona úrskeiðis í rekstri Morgunblaðsins. Þegar ég bar út blaðið fyrir hálfri öld var það rekið á mjög íhaldsaman hátt og útgjöldum svo stillt í hóf að sætti furðu margra. Hvað gerðist síðustu árin? Hver er hlutur eigenda í þessari gífurlegu skuldsetningu? Komu þeir eigin skuldum á fyrirtækið? Er það ætlun nýrra eigenda að koma skuldum yfir á nýskuldhreinsað fyrirtæki? Spyr sá sem ekki veit. Hitt geta allir séð að skuldsetning Mbl og margra fleiri fyrirtækja er ekki í neinum tengslum við heilbrigðan rekstur.
Skúli Víkingsson, 3.3.2009 kl. 11:27
Sæll Friðrik,
Það að afskrifa skuldir og láta fyrri aðila reka fyrirtæki áður en það fer í gjaldþrot er kallað "perpackage administration" . Þessi leið var t.d. valin til að bjarga Mosaic en er mjög umdeild erlendis þar sem hún er ekki talin gagnsæ fyrir alla kröfuhafa. Oftast er þetta gert þegar engir kaupendur finnast og bankinn vinnur þá með stjórn fyrirtækisins til að halda hlutunum gangandi. Þetta er oftast bráðabirgðalausn þar sem bankinn er ekki langtíma eigandi. Lykilstjórnendur fá kauprétt á hlutafé en eigandinn er bankinn. Það að afskrifa skuldir með óbreyttu eignarhaldi er að setja hluthafa æðri en lánadrottna. Þar með er áhættufjármagn orðið öruggara en lán með veði. Þetta er brot á eignarhaldskafla almennra mannréttinda. Svipuð leið var valin með neyðarlögunum þegar íslenskar innistæður voru færðar upp skalann og gerðar æðri veðlánum. Erlendir kröfuhafar eiga eftir að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Ef Ísland fer að afskrifa skuldir með óbreyttu eignarhaldi (20% niðurfelling lána til heimila er í þessum flokki) erum við komnir í flokk með Kúbu og Venesúela. Öll erlend lánafyrirgreiðsla myndi stoppa og AGS og frændþjóðir okkar gætu aldrei skrifað upp á slíkt prógramm. Spurningin er hvað gerði Árvakur við alla þessa peninga og hvar eru þeir núna? Hvað heldur þú að það myndi taka mörg ár fyrir Árvak að borga niður 5,000m kr lán með þeim tekjum sem fást af Morgunblaðinu?
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.3.2009 kl. 11:54
Æ, það var enginn að pína Moggaeigendur til að taka margra milljarða lán. Bankarnir buðu þau vissulega en þeir sjálfir tóku ákvörðunina um að taka lánin.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:06
Aðeins um Sóleyjarkvæðið. Hvaða áhrif hefur það að fá þessa viðurkenningu. Verður Ástu hafnað fyrir að hafa framið synd sem engin veit hvort hún hefur framið eða verður henni hampað fyrir játninguna á glæp sem hún á þátt í eður ei. Þeir sem játa syndir sínar af hjartans einlægni vitandi um breyskleika sinn er menn að meiri en þeir sem játa eitthvað bara til þess að friða hinn ótrygga almannaróm í von um brautargengi heita á mannamáli lýðskrumarar. Holtasóley er fallegt blóm sem vex og dafnar á landi voru óháð veraldar gengi og leyfið henni það.
Jón Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 18:02
sæll Friðrik
Þér er frekar í nöp við IMF og það finnst mér skrýtið því ekki komu þeir okkur í þetta drulludý sem við erum í núna. Þú lætur eins og Moggamenn séu ekki sjálfir ábyrgir fyrir sínu gæfuleysi. Við getum spurt okkur hvað það var nú mikil skynsemi af þeim að fara úr Kringlunni og upp í Hádegismóa. Mér segir svo hugur að það hafi verið þeirra sjáfstæða ákvarðanataka og um leið "Heljarslóðarför". Ég er hinsvegar ekki sáttur við það verð sem Moggin fer á. Við skulum átta okkur á því að það eru verulega miklar eignir þarna að skipta um hendur. Eitt stykki hús upp á 6500 m2 sem stendur á 25000 fermetrar lóð. Ný og fullkomin prentsmiðja og mjög svo afkastamikil svo hún gæti prentað fyrir WallStreet. Síðan er það blaðið sjáflt og öll þau verðmæti sem í því liggja. ÉG myndi telja að kaupendur séu að fá þetta á Spott-prís og rúmlega það, ef haft er í huga hvað verið er að afstkrifa þarna miklar skuldur. Ætli húseigni sjálf sé ekki á bilinu 7-850 milljóna króna virði. Mér finnst þetta vera hneyksli og fjármálaráðherra gefur lítið fyrir þetta. Segir að bankarnir ráði þessu.
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:57
Sæll Haraldur.
Eins og þú réttilega bendir á þá eru þetta miklar eignir sem standa að baki þessum skuldum. Þessar skuldir eru sagðar 5 milljarðar og væntanlega allar í erlendum gjaldeyrir. Ef það er svo þá Þegar gengið er orðið eðlilegt eftir eitt til tvö ár standa þær í 3,5 milljörðum. Þess vegna spyr ég:
Af hverju þurfti að skipta um eigendur? Hefði ekki verið hægt að minnka verulega þessar afskriftir ef lán hefðu verið fryst í eitt til tvö ár og fyrri eigendur haldið áfram að reka blaðið?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 23:15
sæll Friðrik
Ég held að það hefði ekki verið viturlegt. Stjórnendur Morgunblaðsins tóku rangar ákvarðanir sem hafði það í för með sér að blaðið lenti í þessum hremmingum. Því var nauðsyn að fá nýja aðila að útgáfunni. Ég held að það hefði verið nær að bankinn ætti blaðið áfram og leigði reksturinn út. Seldi svo þegar markaðsaðstæður eru orðnar betri í landinu.
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:26