Formaður Samfylkingarinnar á að axla sína ábyrgð og segja af sér.

Geir og ISGSem annar af tveim forystumönnum í síðustu ríkisstjórn þá ber formaður Samfylkingarinnar sömu ábyrgð og formaður Sjálfstæðisflokksins á hruni Íslenska hagkerfisins. Þessir tveir forystumenn þeir eiga að axla sína ábyrgð og segja af sér og hverfa af vettvangi um sinn.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tilkynnt að hann hætti í vor.

Afneitun formanns Samfylkingarinnar á sinni ábyrgð er algjör.

Þrír af þeim fjórum ráðherrum sem bera mesta pólitíska ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni hafa sagt af sér eða ætla að hætta. Þessir fjórir ráðherrar voru forystumenn síðustu ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og utanríkisráðherra ásamt þáverandi fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra.

Ég skora á formann Samfylkingarinnar að ganga sama veg og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Ég skora á formann Samfylkingarinnar að leyfa þjóðinni að vinna sig út úr þessu skipbroti án þess að annar af skipstjórunum tveim sem sigldu skútunni í strand verði áfram við stjórnvölinn.

Þá skora ég á Samfylkingarfólk um land allt að grípa í taumana ef formaður Samfylkingarinnar skilur ekki eða skynjar ekki ábyrgð sína. Það hlýtur að vera krafa okkar allra, hvar svo sem í flokki við stöndum, að forystumennirnir tveir sem leiddu síðustu ríkisstjórn, þeir axli sína pólitísku ábyrgð á mesta efnahagshruni sem ein þjóð hefur orðið fyrir í Evrópu frá stríðslokum.

Það er búið að skipta um forystu í Framsóknarflokknum. Það liggur fyrir að nýtt fólk mun taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og mér segir svo hugur um að þar verði líka skipt um varaformanninn. Búið er að hreinsa út úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.

Þegar búið verður að manna bátana með nýju fólki þá getum við aftur ýtt úr vör og tekist á við þá brimskafla sem bíða. Svo mikið er víst að skipstjórinn sem skildi ekki siglingarmerkin, tók ekki mark á hafnsögumanninum og sigldi bátnum okkar í strand, við eigum ekki að láta þennan skipstjóra halda áfram að stjórna okkar för. Þennan skipstjóra á að setja í land.

Samfylkingarfólk, þjóðin býður eftir því að þið takið líka til hjá ykkur. 

 

HoltasóleyHoltasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Eiður Smári Guðjónsen fyrir frábæran leik gegn Atletico Madrid. Þó Barcelona hafi tapað þá lék Eiður Smári frábærlega. Hann batnar núna með hverjum leik. Á þessum erfiðu tímum þá er það dýrmætt Íslenskri þjóð að eiga þennan frábæra afreksmann sem leikur með einu allra besta knattspyrnufélagið heims og er þar í dag lykilmaður.  Betri landkynningu getur engin þjóð fengið.

 

 


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég verð að vera ósammála þér núna. Ingibjörg var auðvitað á vaktinni þegar skútan strandaði, en það var ekki hún eða Samfylkingin sem sett skekkjuna í kompásinn sem olli strandinu. Svo er annað hitt að Geir er hættur, en er það vegna þess að hann axli ábyrgð, ég man ekki betur en að hann hafi greinst með krabbamein í vetur (því miður) og það sé hana ástæða fyrir afsögn. Ingibjörg og Samfylkingin reyndu að fá Sjálfstæðisflokkinn til að taka á málefnum Seðlabankans, án árangurs. Sjálfstæðisflokkurinn dró lappir eins og hann gat í vetur þar til ISG tók af skarið í lok jan.

Þó skipstjórn síðustu 17 ára hafi ekki staðið sig, þá er það ekki á ábyrgð þeirra sem komu um borð fyrir nokkrum mánuðum. Það er með ólíkindum hvernig fólk gleypir dylgjur Davíðs um aðvaranir hér og aðvaranir þar. Fjölmiðlar hafa um árabil ellt allt sem hann hefur sagt og það er með ólíkindum að ekkert hafi lekið í Moggann um þessar aðvaranir hans á þeim tíma sem þær áttu að hafa verið settar fram. Ástæðan er sennilega sú að þær komu ekki fram eins og hann segir nú.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.3.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ingibjörg á að segja af sér ef málflutningur hennar og Samfylkingarinnar á að vera trúverðugur. Ef hún væri að meina það sem hún hefur látið frá sér um ábyrgð stjórnmálamanna þá er skrýtið að hún skuli ekki heimfæra það upp á sjálfa sig og sinn flokk. Þetta er í mínum huga er ekki spurning um mikla eða litla ábyrgð, lykilorðið er ábyrgð og þar ber flokkssamtryggingin stærsta hlutann og þar hefur Samfylkingin tekið fullan þátt með öðrum.

Hjalti Tómasson, 2.3.2009 kl. 00:09

3 identicon

Hún á að segja af sér, búin að spila rassinn úr buxunum.

Kolla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvernig væri að fá Ingibjörgu Sólrúnu, Davíð og Geir í Kastljós þar sem þau gætu kyrjað með Elton John: "Sorry seems to be the hardest word" - nýja þjóðsöng Íslands.  Dorrit og Ólafur sem bakraddir.  Flott ekki satt?

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.3.2009 kl. 12:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband