Sunnudagur, 1. mars 2009
Hrægammar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voka yfir þjóðarauð okkar Íslendinga.
Það á að banna bönkunum að selja þessum erlendu auðmönnum sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn eignir okkar Íslendinga við núverandi aðstæður. Þeir sem eiga erlendan gjaldeyrir geta keypt í dag upp allt Ísland með 80% til 90% afslætti.
Ef það yrði leyft þá værum við að henda frá okkur afrakstri ævistarfs heillar kynslóðar Íslendinga. Ef sá afrakstur lendir í höndum erlendra auðmanna þá mun sá auður á endanum verða fluttur úr landi.
Þeir erlendu auðmenn sem hér eru allt í einu komnir eru að reyna að græða stórfé á því ástandi sem hér ríkir. Sendum þessa hrægamma sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til síns heima. Bjóðum þá hjartanlega velkomna hingað eftir tvö til þrjú ár þegar ástandið er aftur orðið eðlilegt og þeim gefst kostur á að kaupa eignir að eðlilegu verði.
Aðstoðum hins vegar Íslendinga sem eiga lóðir og lendur, fasteignir og fyrirtæki þannig að þeir geti haldið sínu eignum. Leyfum þessum íslensku eigendum að njóta þess þegar krónan styrkist og efnahagslífið kemst í jafnvægi. Leyfum eigendum þessara eigna að njóta þess þegar þjóðin vinnur sig út úr kreppunni. Leyfum Íslenskum börnunum að erfa þessar lóðir og lendur, þessar fasteignir og fyrirtæki. Ekki láta hrægamma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins kaupa þessar eignir. Ekki láta það vera þá sem hirða allan afraksturinn að því þegar króna styrkist og þjóðin vinnur sig út úr kreppunni.
Ég skora á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir að eignir okkar Íslendinga verði seldar þessum erlendu auðmönnum. Ég skora á ríkisstjórnina að stöðva bankana í þessar eignasölu sinni. 4% þjóðarinnar treystir bönkunum í dag samkvæmt skoðunarkönnunum. Þessi 4% eru Alsheimer sjúklingar að fólks sem ekkert hefur fylgst með fréttum undanfarin ár.
Ríkisstjórnin verður að grípa inn í og stöðva bankana því helreið þeirra heldur áfram. Nú "gamblar" þetta lið með allar okkar lóðir og lendur, fasteignir og fyrirtæki.
Ríkisstjórn og Alþingi, stöðvið bankana. Stoppið þetta fólk!
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Jón Baldvin Hannibalsson formannsframbjóðandi í Samfylkingunni fyrir dugnað og atorku og fyrir að vera alltaf að koma þjóð sinni skemmtilega á óvart.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek heilshugar undir þessi orð þín og hef miklar áhyggjur varðandi yfir gang auðmanna sem enn í dag lúra á illafengnum pening. Það er sama hvort þeir menn séu íslenskir eða erlendir illa fengin auður á að vera tekin af þessum mönnum. Erlent eignarhald vil ég samt ekki nema undir 50%
Valdimar Samúelsson, 1.3.2009 kl. 11:01
ég sammála þessari grein hjá Friðrik, íslensk stjórnvöld verða að gæta þess að allir hlutir fari ekki á brunaútsölu til þessara manna sem sitja með fullt fangið af illafengnu fé.
Skúli Sigurðsson, 1.3.2009 kl. 13:20
Ég tek líka undir þetta. Það er rotið ef auðmenn geta frekar knésett fólkið í landinu. Fólk mun flýja land í stórum stíl og ekki bara unga fólkið.
EE elle (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:45
Þetta eru sönn orð og mættu vera kölluð í eyru þeirra sem þurfa að heyra. Það kemur reyndar mjög skýrt fram í stefnu Vinstri Grænna að það stjórnmálaafl er ekki meðmælt því sem alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert ýmsum löndum hér á jörð. Hvað þá að ganga í Evrópusambandið, þar með værum við búin að selja allt sem hægt er að selja og fáum ekki greitt fyrir einu sinni. Ég óttast það að kapítalisminn sem er orðinn veikur á heimsvísu, klóri í bakkann og reyni allt hvað hann getur til þess að endurreisa sig og kaupa og kaupa, siðferðislaust og eigin hagsmuna vegna eingöngu.
Sjá brot úr stefnuskrá VG:
Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill tefla félagslegri hnattvæðingu fram gegn hinni kapítalísku hnattvæðingu samtímans og vinna að friðsamlegri sambúð þjóða, fullum mannréttindum, kvenfrelsi, velferð og jöfnuði allra jarðarbúa. Koma verður með sérstakri skattlagningu eða alþjóðlegum reglum í veg fyrir spákaupmennsku með fjármagn heimshorna á milli. Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi.
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Katrín G E, 1.3.2009 kl. 17:47
Jón Baldvin kom þjóðinni sannarlega á óvart með framboði sínu, en ekki er ég viss um að fylgi hans verði mikið og gæti hann skemmt okkur betur á einhvern annan hátt.
TARA, 1.3.2009 kl. 21:31
Með illu skal illt út reka, segir einhvers staðar. Vandamálið er að íslensku bankarnir, skilanefndirnar og ríkistjórnin eru öll skipuð fólki sem býr í íslenskum reynsluheimi og þekkir ekki til erlendra aðferða. Okkar besta vopn gegn erlendri ásókn er eins og lönd gerðu áður fyrr að ráða reynda erlenda málaliða. Hvers vegna sitja ekki erlendir aðilar með erlenda viðskiptareynslu og þekkingu á "hrægammaðferðum" fyrir hönd Íslands í bönkunum og skilanefndum? Fall Moderna sem ég skrifa um í mínu bloggi á nú aldeilis eftir að gefa útlendum hrægömmum "blod paa tanden" Þetta er bara rétt að byrja.
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.3.2009 kl. 12:15